Hugrökk stjórnmál og alls konar Garðabær Freyja Haraldsdóttir skrifar 28. maí 2014 14:26 Þegar ég ákvað að rúlla til liðs við Bjarta framtíð á haustmánuðum 2012, og fórna þar með mínu ástkæra flokkapólitíska hlutleysi, var eitt af því sem sannfærði mig stefna flokksins um að sýna hugrekki og róttækni í framgöngu sinni. Sem mannréttindabaráttukona vissi ég að til þess að ná fram breytingum var nauðsynlegt að þora að ganga langt, þola að valda óþægindum, tapa stundum vinsældum og hafa hugrekki til þess að standa með ákvörðunum sínum. Eftir að hafa unnið með öðrum formanni Bjartrar framtíðar, Guðmundi Steingrímssyni, að innleiðingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar fyrir fatlað fólk og horft á bjarta og besta borgarstjórann okkar klæða sig upp í drag og síðar sem liðskonu Pussy Riot á Gleðigöngu Hinsegin daga vissi ég að ekki var einungis um að ræða orð á blaði heldur raunveruleg gildi sem starfað var eftir. Með góðri samvisku skráði ég mig því í fyrsta sinn í stjórnmálaflokk og bauð mig stuttu síðar fram fyrir flokkinn til Alþingiskosninga í fyrra. Nú er komið að kosningum á ný og laugardaginn 31. maí fáum við tækifæri til þess að velja okkur fólk til forystu í sveitarfélögum okkar. Björt framtíð býður fram krafta sína í Garðabæ og leggur áherslu á að skapa pláss fyrir fjölbreyttari hópa af fólki á öllum aldri. Slíkt pláss er ekki forréttindi eða lúxus fyrir bæjarbúa heldur nauðsynleg þróun í lýðræðissamfélagi. Til þess að búa til slíkt pláss þarf að fjarlægja hindranir, efla meðvitund okkar um alls konar fólk, fjölskyldur, menningu og hæfileika, veita þjónustu sem skapar möguleika allra til þátttöku og áhrifa og auka raunverulegt samráð á öllum stigum stjórnsýslunnar við íbúa. Sem Garðbæingur og fötluð kona skiptir það mig öllu máli að geta valið fólk til forystu sem ég treysti til þess að gera slíkt pláss að sjálfsögðum hlut. Þrátt fyrir að hafa síðustu þrjú ár lifað sjálfstæðu lífi allan sólarhringinn með notendastýrðri persónulegri aðstoð hefur hvert einasta skref að því marki krafist baráttu, endalausra útskýringa á persónulegum málum, á stundum niðurlægjandi samskipta og réttlætingu á tilveru minni frá því að ég flutti í Garðabær sex ára gömul 1992. Björt framtíð í Garðabæ setur sér markmið um að tryggja aðgengi fatlaðs fólks og allra annarra að þjónustu sem eykur lífsgæði þess og mætir ólíkum þörfum fólks. Markmið um að útrýma fordómum gagnvart fötluðu fólki sem rannsóknir sýna að eru ein helsta hindrun í lífi þess og valda oft lífshættulegum skaða. Markmið um að auka samráð við fatlað fólk og skilja að það veit best sjálft hvernig gott er að fjarlægja hindranir, tryggja réttindi og búa til pláss þar sem að allir hafa frelsi til þess að vera til. Markmið um að einfalda boðleiðir, sinna upplýsingaskyldu til fatlaðs fólks og fjölskyldna þeirra og auka frumkvæði sveitarfélagsins í að finna lausnir. Björt framtíð í Garðabæ vill fjölga félagslegum íbúðum fyrir alls konar fólk sem þarf á þeim að halda, þ.m.t. sumt fatlað fólk, en hlutfallslega miðað við nágrannasveitarfélögin ættu þær að vera 200. Þær eru nú 20 talsins. Jafnframt að notendastýrð persónuleg aðstoð verði jafnrétthár valkostur fyrir fatlaða Garðbæinga eins og annað sem boðið er upp á og að virðing sé borinn fyrir þeim skuldbindingum sem Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks kveður á um. Björt framtíð vill skapa fötluðu fólki í Garðabæ sem best skilyrði til að njóta sjálfstæðis, þátttökuréttinda, menntunar og aðgengis til jafns við aðra. Því alls konar er best og aukin lífsgæði eru samfélagslegur ávinningur. Björt framtíð vill ekki að fatlað fólk upplifi að það þurfi að flýja úr sínum heimabæ til þess að búa við mannréttindi – miklu frekar að Garðabær verði eftirsóknarverður staður til þess að búa á. Þetta hljómar mögulega klisjukennt. Jafnvel einfalt. Mannréttindi eru hins vegar ekki klisja heldur haldreipi jaðarsettra hópa til þess að öðlast sjálfsvirðingu og pláss meðal fólks sem nýtur mannréttinda upp að því marki að það tekur ekki eftir þeim né skilur sögu þeirra. Þetta er klárlega engin algebra og hvaða stjórnmálaflokkur ætti að geta gert þetta. Það er hins vegar mín reynsla að mörgu stjórnmálafólki skortir hugrekkið til þess að vera róttækt, gera kröfur um breytingar á menningu, viðhorfi og strúktúr samfélagsins og spyrja íbúana sem málin varða hvaða leiðir sé best að fara. Ég treysti því að slíkt hugrekki megi finna í Bjartri framtíð. Hugrekki, sem getur með tímanum og uppbyggjandi samstarfi við aðra stjórnmálaflokka, skilað öllu fólki tilverurétt og plássi í Garðabæ. Ég treysti því þar sem ég hef séð slíkt hugrekki í verki í Bjartri framtíð. Þess vegna hlakka ég til þess að setja X við Æ í Garðabæ þann 31. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Þegar ég ákvað að rúlla til liðs við Bjarta framtíð á haustmánuðum 2012, og fórna þar með mínu ástkæra flokkapólitíska hlutleysi, var eitt af því sem sannfærði mig stefna flokksins um að sýna hugrekki og róttækni í framgöngu sinni. Sem mannréttindabaráttukona vissi ég að til þess að ná fram breytingum var nauðsynlegt að þora að ganga langt, þola að valda óþægindum, tapa stundum vinsældum og hafa hugrekki til þess að standa með ákvörðunum sínum. Eftir að hafa unnið með öðrum formanni Bjartrar framtíðar, Guðmundi Steingrímssyni, að innleiðingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar fyrir fatlað fólk og horft á bjarta og besta borgarstjórann okkar klæða sig upp í drag og síðar sem liðskonu Pussy Riot á Gleðigöngu Hinsegin daga vissi ég að ekki var einungis um að ræða orð á blaði heldur raunveruleg gildi sem starfað var eftir. Með góðri samvisku skráði ég mig því í fyrsta sinn í stjórnmálaflokk og bauð mig stuttu síðar fram fyrir flokkinn til Alþingiskosninga í fyrra. Nú er komið að kosningum á ný og laugardaginn 31. maí fáum við tækifæri til þess að velja okkur fólk til forystu í sveitarfélögum okkar. Björt framtíð býður fram krafta sína í Garðabæ og leggur áherslu á að skapa pláss fyrir fjölbreyttari hópa af fólki á öllum aldri. Slíkt pláss er ekki forréttindi eða lúxus fyrir bæjarbúa heldur nauðsynleg þróun í lýðræðissamfélagi. Til þess að búa til slíkt pláss þarf að fjarlægja hindranir, efla meðvitund okkar um alls konar fólk, fjölskyldur, menningu og hæfileika, veita þjónustu sem skapar möguleika allra til þátttöku og áhrifa og auka raunverulegt samráð á öllum stigum stjórnsýslunnar við íbúa. Sem Garðbæingur og fötluð kona skiptir það mig öllu máli að geta valið fólk til forystu sem ég treysti til þess að gera slíkt pláss að sjálfsögðum hlut. Þrátt fyrir að hafa síðustu þrjú ár lifað sjálfstæðu lífi allan sólarhringinn með notendastýrðri persónulegri aðstoð hefur hvert einasta skref að því marki krafist baráttu, endalausra útskýringa á persónulegum málum, á stundum niðurlægjandi samskipta og réttlætingu á tilveru minni frá því að ég flutti í Garðabær sex ára gömul 1992. Björt framtíð í Garðabæ setur sér markmið um að tryggja aðgengi fatlaðs fólks og allra annarra að þjónustu sem eykur lífsgæði þess og mætir ólíkum þörfum fólks. Markmið um að útrýma fordómum gagnvart fötluðu fólki sem rannsóknir sýna að eru ein helsta hindrun í lífi þess og valda oft lífshættulegum skaða. Markmið um að auka samráð við fatlað fólk og skilja að það veit best sjálft hvernig gott er að fjarlægja hindranir, tryggja réttindi og búa til pláss þar sem að allir hafa frelsi til þess að vera til. Markmið um að einfalda boðleiðir, sinna upplýsingaskyldu til fatlaðs fólks og fjölskyldna þeirra og auka frumkvæði sveitarfélagsins í að finna lausnir. Björt framtíð í Garðabæ vill fjölga félagslegum íbúðum fyrir alls konar fólk sem þarf á þeim að halda, þ.m.t. sumt fatlað fólk, en hlutfallslega miðað við nágrannasveitarfélögin ættu þær að vera 200. Þær eru nú 20 talsins. Jafnframt að notendastýrð persónuleg aðstoð verði jafnrétthár valkostur fyrir fatlaða Garðbæinga eins og annað sem boðið er upp á og að virðing sé borinn fyrir þeim skuldbindingum sem Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks kveður á um. Björt framtíð vill skapa fötluðu fólki í Garðabæ sem best skilyrði til að njóta sjálfstæðis, þátttökuréttinda, menntunar og aðgengis til jafns við aðra. Því alls konar er best og aukin lífsgæði eru samfélagslegur ávinningur. Björt framtíð vill ekki að fatlað fólk upplifi að það þurfi að flýja úr sínum heimabæ til þess að búa við mannréttindi – miklu frekar að Garðabær verði eftirsóknarverður staður til þess að búa á. Þetta hljómar mögulega klisjukennt. Jafnvel einfalt. Mannréttindi eru hins vegar ekki klisja heldur haldreipi jaðarsettra hópa til þess að öðlast sjálfsvirðingu og pláss meðal fólks sem nýtur mannréttinda upp að því marki að það tekur ekki eftir þeim né skilur sögu þeirra. Þetta er klárlega engin algebra og hvaða stjórnmálaflokkur ætti að geta gert þetta. Það er hins vegar mín reynsla að mörgu stjórnmálafólki skortir hugrekkið til þess að vera róttækt, gera kröfur um breytingar á menningu, viðhorfi og strúktúr samfélagsins og spyrja íbúana sem málin varða hvaða leiðir sé best að fara. Ég treysti því að slíkt hugrekki megi finna í Bjartri framtíð. Hugrekki, sem getur með tímanum og uppbyggjandi samstarfi við aðra stjórnmálaflokka, skilað öllu fólki tilverurétt og plássi í Garðabæ. Ég treysti því þar sem ég hef séð slíkt hugrekki í verki í Bjartri framtíð. Þess vegna hlakka ég til þess að setja X við Æ í Garðabæ þann 31. maí.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun