„Við erum ekki rasistar“ Jón Júlíus Karlsson skrifar 24. maí 2014 22:30 „Við erum ekki rasistar,“ segir Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir sem skipar annað sæti lista Framsóknar og flugvallarsinna í Reykjavík. Hún lýsir yfir fullum stuðningi við Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur sem oddvita flokksins. Samkvæmt heimildum fréttastofu er talsverð óánægja meðal margra Framsóknarmanna vegna ummæla Sveinbjargar Birnu, en hún sagði í viðtali á Vísi í gær að hún vildi afturkalla úhlutun lóðar undir mosku við Suðurlandsbraut. Hallur Magnússon, fyrrverandi kosningastjóri Framsóknarflokksins, segir í grein sem birtist á Eyjunni að Sveinbjörg hefði forsmáð gildin umburðarlyndi og samvinnu sem Framsóknarflokkurinn hafi staðið fyrir um áratugaskeið. Hreiðar Eiríksson, sem skipar fimmta sæti lista flokksins, er hættur afskiptum af framboðinu vegna málsins og segir oddvitann ganga gegn stefnu flokksins. „Ég hef skilið stefnu flokksins þannig að flokkurinn standi fyrir einingu og samvinnu og vernd mannréttinda,“ segir Hreiðar. „Þetta framboð hefur varið í vegferð sem ég get ekki farið með í.“ Guðfinna Jóhanna skipar annað sæti Framsóknar og flugvallavina. Hún segir mikla einingu ríkja meðal frambjóðenda og að engin krafa hafi komið um að Sveinbjörg stígi til hliðar. „Nei, það hefur ekkert komið til tals, enda erum við öll fullir stuðningsmenn Sveinbjargar,“ segir Guðfinna. „Það eru ansi margir sem hafa komið á máli við okkur og lýst skoðun sinni að það sé ekki hægt að það hafi verið veitt frí lóð til trúfélags á meðan það er húsnæðisekkla í borginni. Það er ekki verið að hugsa um þá sem minna mega sín, það hefur verið lítil sem engin uppbygging á þessu kjörtímabili.“ Guðfinna segir Framsóknarmenn ekki hræðast slæmt umtal. „Fólk þorir ekki að tala um þessa hluti,“ segir hún. „Það er hrætt við umræðuna, að vera stimplaðir sem rasistar og fá heilan her á Facebook og blogginu og athugasemdakerfum dagblaðanna að segja að fólk sé rasistar. En við virðum, í Framsókn og flugvallarvinum, trúfrelsi. Við erum ekki rasistar.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir „Maður stýrir ekki borg með því að mismuna fólki eftir trúarskoðunum“ Oddvitar allra flokka í Reykjavík sem rætt var við fordæma ummæli oddvita Framsóknarflokksins um byggingu mosku. 24. maí 2014 07:15 Oddviti Framsóknar og flugvallarvina með sólópróf í flugi Segist ætla að ná tveimur borgarfulltrúum inn í borgarstjórn í vor en flokkurinn á engan borgarfulltrúa í dag. 30. apríl 2014 20:57 Oddviti Framsóknar sakar Láru Hönnu um einelti „Vona að lífið verði þér ánægjulegt án þess að hafa mig á vinalistanum þínum,“ skrifaði Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. 15. maí 2014 22:07 Sveinbjörg Birna oddviti Lista Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík Þetta var tilkynnt á kjördæmisþingi Framsóknarmanna í Reykjavík fyrir skömmu. 29. apríl 2014 20:27 Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08 Segist ekki vera sammála oddvita flokksins - Vill þó afturkalla lóðaúthlutun Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, sem skipar annað sæti Framsóknarflokksins, er á móti því að gefa lóðir til trúfélaga. 24. maí 2014 15:46 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
„Við erum ekki rasistar,“ segir Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir sem skipar annað sæti lista Framsóknar og flugvallarsinna í Reykjavík. Hún lýsir yfir fullum stuðningi við Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur sem oddvita flokksins. Samkvæmt heimildum fréttastofu er talsverð óánægja meðal margra Framsóknarmanna vegna ummæla Sveinbjargar Birnu, en hún sagði í viðtali á Vísi í gær að hún vildi afturkalla úhlutun lóðar undir mosku við Suðurlandsbraut. Hallur Magnússon, fyrrverandi kosningastjóri Framsóknarflokksins, segir í grein sem birtist á Eyjunni að Sveinbjörg hefði forsmáð gildin umburðarlyndi og samvinnu sem Framsóknarflokkurinn hafi staðið fyrir um áratugaskeið. Hreiðar Eiríksson, sem skipar fimmta sæti lista flokksins, er hættur afskiptum af framboðinu vegna málsins og segir oddvitann ganga gegn stefnu flokksins. „Ég hef skilið stefnu flokksins þannig að flokkurinn standi fyrir einingu og samvinnu og vernd mannréttinda,“ segir Hreiðar. „Þetta framboð hefur varið í vegferð sem ég get ekki farið með í.“ Guðfinna Jóhanna skipar annað sæti Framsóknar og flugvallavina. Hún segir mikla einingu ríkja meðal frambjóðenda og að engin krafa hafi komið um að Sveinbjörg stígi til hliðar. „Nei, það hefur ekkert komið til tals, enda erum við öll fullir stuðningsmenn Sveinbjargar,“ segir Guðfinna. „Það eru ansi margir sem hafa komið á máli við okkur og lýst skoðun sinni að það sé ekki hægt að það hafi verið veitt frí lóð til trúfélags á meðan það er húsnæðisekkla í borginni. Það er ekki verið að hugsa um þá sem minna mega sín, það hefur verið lítil sem engin uppbygging á þessu kjörtímabili.“ Guðfinna segir Framsóknarmenn ekki hræðast slæmt umtal. „Fólk þorir ekki að tala um þessa hluti,“ segir hún. „Það er hrætt við umræðuna, að vera stimplaðir sem rasistar og fá heilan her á Facebook og blogginu og athugasemdakerfum dagblaðanna að segja að fólk sé rasistar. En við virðum, í Framsókn og flugvallarvinum, trúfrelsi. Við erum ekki rasistar.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir „Maður stýrir ekki borg með því að mismuna fólki eftir trúarskoðunum“ Oddvitar allra flokka í Reykjavík sem rætt var við fordæma ummæli oddvita Framsóknarflokksins um byggingu mosku. 24. maí 2014 07:15 Oddviti Framsóknar og flugvallarvina með sólópróf í flugi Segist ætla að ná tveimur borgarfulltrúum inn í borgarstjórn í vor en flokkurinn á engan borgarfulltrúa í dag. 30. apríl 2014 20:57 Oddviti Framsóknar sakar Láru Hönnu um einelti „Vona að lífið verði þér ánægjulegt án þess að hafa mig á vinalistanum þínum,“ skrifaði Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. 15. maí 2014 22:07 Sveinbjörg Birna oddviti Lista Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík Þetta var tilkynnt á kjördæmisþingi Framsóknarmanna í Reykjavík fyrir skömmu. 29. apríl 2014 20:27 Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08 Segist ekki vera sammála oddvita flokksins - Vill þó afturkalla lóðaúthlutun Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, sem skipar annað sæti Framsóknarflokksins, er á móti því að gefa lóðir til trúfélaga. 24. maí 2014 15:46 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
„Maður stýrir ekki borg með því að mismuna fólki eftir trúarskoðunum“ Oddvitar allra flokka í Reykjavík sem rætt var við fordæma ummæli oddvita Framsóknarflokksins um byggingu mosku. 24. maí 2014 07:15
Oddviti Framsóknar og flugvallarvina með sólópróf í flugi Segist ætla að ná tveimur borgarfulltrúum inn í borgarstjórn í vor en flokkurinn á engan borgarfulltrúa í dag. 30. apríl 2014 20:57
Oddviti Framsóknar sakar Láru Hönnu um einelti „Vona að lífið verði þér ánægjulegt án þess að hafa mig á vinalistanum þínum,“ skrifaði Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. 15. maí 2014 22:07
Sveinbjörg Birna oddviti Lista Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík Þetta var tilkynnt á kjördæmisþingi Framsóknarmanna í Reykjavík fyrir skömmu. 29. apríl 2014 20:27
Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08
Segist ekki vera sammála oddvita flokksins - Vill þó afturkalla lóðaúthlutun Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, sem skipar annað sæti Framsóknarflokksins, er á móti því að gefa lóðir til trúfélaga. 24. maí 2014 15:46