Betri Garðabær með þinni þátttöku María Grétarsdóttir og Ingvar Arnarson skrifar 30. maí 2014 11:42 Garðabær er góður bær og um það erum við flest sammála. Hins vegar teljum við að Garðabæ megi gera að enn betri bæ með þátttöku enn fleiri íbúa í ákvarðanatöku í málefnum sem varða okkar öll. Þannig þarf að gera verulega bragarbót í rekstri bæjarins. Íbúar eiga að hafa um það að segja í hvað skattfé okkar allra er varið. Við, fólkið í bænum, eigum að geta kosið um í hvaða verkefni önnur en skylduverkefni, skattfé okkar er varið, sér í lagi þegar þær greiðslur nema hundruðum milljóna króna. Þá er það lítið mál að gera öllum kleift að fylgjast með útgjöldum og fjárreiðum bæjarins í gegnum vef Garðabæjar með því að gera þessar upplýsingar aðgengilegar rafrænt. Þannig eykst gagnsæi og aðhald í bæjarrekstrinum. Við, fólkið í bænum eigum að geta treyst því að bæjaryfirvöld virði sínar eigin innkaupareglur þannig að að tryggt sé að gengið sé að hagstæðustu tilboðum hverju sinni og að allir eigi möguleika á að sinna verkefnum fyrir bæinn. Þá er orðin brýn þörf að efla skóla- og velferðarmál. Öll börn eiga að njóta jafnræðis í bænum hvort heldur er varðar skóla, tónlistarnám eða íþrótta og æskulýðsstarf. Þannig er það ekki í dag. Framlag bæjarsjóðs með hverju barni í grunnskóla (án húsnæðiskostnaðar) er hærra til einkaskóla, heldur en bæjarskóla í bænum.Ingvar Arnarson, skipar 2. sæti á lista FÓLKSINS- í bænum.Biðlistar eru til náms í tónlistarskóla. Gera þarf öllum börnum kleift að iðka íþróttir að eigin vali, óháð efnahag eða fjölskyldustærð. Listi FÓLKSINS í bænum hefur kynnt tillögur í þessum efnum þannig að auðveldlega megi laga þessi mál. Tillögurnar hafa einnig snúið að því hvernig bæta þurfi þjónustu við fatlað fólk og þjónustu við eldri borgara í bænum og gera hana samþættari og hægt verði að leita eftir þjónustu á einum stað í stað margra. Við viljum sjá byltingu í stígagerð fyrir hjólreiða- og göngufólk og að bærinn leiti sérfræðiaðstoðar í því sambandi. Garðbæingar eiga að hafa um það að segja hvar við viljum að göngustígar séu lagðir í Garðabæ, til að mynda við hraunjaðarinn neðan við Flatir, á Álftanesi eða um Arnarnesið. Leita á samstöðu meðal bæjarbúa um slíkt átak og það á ekki að vera ákvörðun fárra að þeir séu lagðir eða ekki lagðir eða hvar. Það á heldur ekki að vera ákvörðun fárra hvort eða hvenær farið er í fjárfrekar veglagningar um náttúruperlur í landi Garðabæjar. Hlustum á raddir fólksins í bænum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Sjá meira
Garðabær er góður bær og um það erum við flest sammála. Hins vegar teljum við að Garðabæ megi gera að enn betri bæ með þátttöku enn fleiri íbúa í ákvarðanatöku í málefnum sem varða okkar öll. Þannig þarf að gera verulega bragarbót í rekstri bæjarins. Íbúar eiga að hafa um það að segja í hvað skattfé okkar allra er varið. Við, fólkið í bænum, eigum að geta kosið um í hvaða verkefni önnur en skylduverkefni, skattfé okkar er varið, sér í lagi þegar þær greiðslur nema hundruðum milljóna króna. Þá er það lítið mál að gera öllum kleift að fylgjast með útgjöldum og fjárreiðum bæjarins í gegnum vef Garðabæjar með því að gera þessar upplýsingar aðgengilegar rafrænt. Þannig eykst gagnsæi og aðhald í bæjarrekstrinum. Við, fólkið í bænum eigum að geta treyst því að bæjaryfirvöld virði sínar eigin innkaupareglur þannig að að tryggt sé að gengið sé að hagstæðustu tilboðum hverju sinni og að allir eigi möguleika á að sinna verkefnum fyrir bæinn. Þá er orðin brýn þörf að efla skóla- og velferðarmál. Öll börn eiga að njóta jafnræðis í bænum hvort heldur er varðar skóla, tónlistarnám eða íþrótta og æskulýðsstarf. Þannig er það ekki í dag. Framlag bæjarsjóðs með hverju barni í grunnskóla (án húsnæðiskostnaðar) er hærra til einkaskóla, heldur en bæjarskóla í bænum.Ingvar Arnarson, skipar 2. sæti á lista FÓLKSINS- í bænum.Biðlistar eru til náms í tónlistarskóla. Gera þarf öllum börnum kleift að iðka íþróttir að eigin vali, óháð efnahag eða fjölskyldustærð. Listi FÓLKSINS í bænum hefur kynnt tillögur í þessum efnum þannig að auðveldlega megi laga þessi mál. Tillögurnar hafa einnig snúið að því hvernig bæta þurfi þjónustu við fatlað fólk og þjónustu við eldri borgara í bænum og gera hana samþættari og hægt verði að leita eftir þjónustu á einum stað í stað margra. Við viljum sjá byltingu í stígagerð fyrir hjólreiða- og göngufólk og að bærinn leiti sérfræðiaðstoðar í því sambandi. Garðbæingar eiga að hafa um það að segja hvar við viljum að göngustígar séu lagðir í Garðabæ, til að mynda við hraunjaðarinn neðan við Flatir, á Álftanesi eða um Arnarnesið. Leita á samstöðu meðal bæjarbúa um slíkt átak og það á ekki að vera ákvörðun fárra að þeir séu lagðir eða ekki lagðir eða hvar. Það á heldur ekki að vera ákvörðun fárra hvort eða hvenær farið er í fjárfrekar veglagningar um náttúruperlur í landi Garðabæjar. Hlustum á raddir fólksins í bænum.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun