UFC Dublin: Áætlað að 350 milljónir manns horfi á laugardaginn Pétur Marinó Jónsson í Dublin skrifar 16. júlí 2014 18:45 Gunnar á blaðamannafundinum ásamt Conor McGregor (til hægri) og Brad Pickett (til vinstri). Vísir/Kjartan Páll Sæmundsson Blaðamannafundur UFC fyrir bardagana hér í Dublin var að ljúka þar sem allt snérist um Conor McGregor. Írinn skemmtilegi mætir Diego Brandao í síðasta bardaga kvöldsins en Gunnar Nelson og Zak Cummings eru í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Gunnar var spurður út í undirbúning sinn fyrir bardagann heima á Íslandi þar sem rúmlega 10 erlendir bardagamenn komu til landsins. „Það var gott að fá alla þessa stráka til Íslands að æfa og þetta er örugglega einn besti undirbúningur sem ég hef fengið fyrir bardaga hingað til.” Gunnar hefur mikið einbeitt sér að standandi viðureign á undanförnum tveimur árum en aðspurður fannst honum ekki skipta máli hvort bardaginn færi fram standandi eða í gólfinu á laugardaginn. Zak Cummings var spurður um Gunnar Nelson og hans feril hingað til. „Ég hef verið mikill aðdáandi Gunnars og stökk því á tækifærið þegar mér bauðst að berjast við hann. Þetta verður tækifærið mitt til að sanna að ég sé einn af þeim bestu í heiminum.” Gunnar er þekktur fyrir að sýna ekki miklar tilfinningar í bardaga og var Cummings spurður hvort það muni hafa áhrif á sig. „Þegar kemur að tilfinningum í bardaga er ég ekki svo ósvipaður Gunnari. Ég elska að keppa og vinna og það skiptir mig engu máli hvort hann sýni tilfinningar eða ekki. Hann hefur tilfinningar og ég mun sjá það í augunum á honum.” Flestar spurningar beindust að Conor McGregor og virtist andstæðingi hans, Diego Brandao, einfaldlega leiðast á blaðamannafundinum. „Ég ætla að láta þetta líta út fyrir að vera auðvelt gegn Brandao, eftir bardagann munu aðdáendur vilja sjá mig í titilbardaga, ” sagði Conor McGregor en hann var snyrtilega klæddur og með sólgleraugu á blaðamannafundinum.Garry Cook, yfirmaður UFC í Evrópu og Asíu, sagði viðburðinn á laugardaginn verða einn sá stærsti í langan tíma í Evrópu og Asíu. Hann áætlaði að um 350 milljón manns munu horfa á viðburðinn um allan heim.Gunnar Nelson mætir Zak Cummings í Dublin á laugardagskvöld. Þessi stórbardagi verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 19:00. Fáðu þér áskrift á www.365.is.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.Zak Cummings fyrir miðju.Kjartan Páll SæmundssonGunnar NelsonKjartan Páll SæmundssonGunnar NelsonKjartan Páll SæmundssonZak CummingsKjartan Páll SæmundssonGunnar Nelson sat fyrir svörum.Kjartan Páll SæmundssonGarry Cook stjórnaði blaðamannafundinum.Kjartan Páll Sæmundsson MMA Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Fleiri fréttir Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Dagskráin í dag: Málin brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Donni öflugur í sigri á Spáni Annar sigur KR kom í Garðabæ Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Allt á hvolfi í NFL-deildinni Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Sjá meira
Blaðamannafundur UFC fyrir bardagana hér í Dublin var að ljúka þar sem allt snérist um Conor McGregor. Írinn skemmtilegi mætir Diego Brandao í síðasta bardaga kvöldsins en Gunnar Nelson og Zak Cummings eru í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Gunnar var spurður út í undirbúning sinn fyrir bardagann heima á Íslandi þar sem rúmlega 10 erlendir bardagamenn komu til landsins. „Það var gott að fá alla þessa stráka til Íslands að æfa og þetta er örugglega einn besti undirbúningur sem ég hef fengið fyrir bardaga hingað til.” Gunnar hefur mikið einbeitt sér að standandi viðureign á undanförnum tveimur árum en aðspurður fannst honum ekki skipta máli hvort bardaginn færi fram standandi eða í gólfinu á laugardaginn. Zak Cummings var spurður um Gunnar Nelson og hans feril hingað til. „Ég hef verið mikill aðdáandi Gunnars og stökk því á tækifærið þegar mér bauðst að berjast við hann. Þetta verður tækifærið mitt til að sanna að ég sé einn af þeim bestu í heiminum.” Gunnar er þekktur fyrir að sýna ekki miklar tilfinningar í bardaga og var Cummings spurður hvort það muni hafa áhrif á sig. „Þegar kemur að tilfinningum í bardaga er ég ekki svo ósvipaður Gunnari. Ég elska að keppa og vinna og það skiptir mig engu máli hvort hann sýni tilfinningar eða ekki. Hann hefur tilfinningar og ég mun sjá það í augunum á honum.” Flestar spurningar beindust að Conor McGregor og virtist andstæðingi hans, Diego Brandao, einfaldlega leiðast á blaðamannafundinum. „Ég ætla að láta þetta líta út fyrir að vera auðvelt gegn Brandao, eftir bardagann munu aðdáendur vilja sjá mig í titilbardaga, ” sagði Conor McGregor en hann var snyrtilega klæddur og með sólgleraugu á blaðamannafundinum.Garry Cook, yfirmaður UFC í Evrópu og Asíu, sagði viðburðinn á laugardaginn verða einn sá stærsti í langan tíma í Evrópu og Asíu. Hann áætlaði að um 350 milljón manns munu horfa á viðburðinn um allan heim.Gunnar Nelson mætir Zak Cummings í Dublin á laugardagskvöld. Þessi stórbardagi verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 19:00. Fáðu þér áskrift á www.365.is.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.Zak Cummings fyrir miðju.Kjartan Páll SæmundssonGunnar NelsonKjartan Páll SæmundssonGunnar NelsonKjartan Páll SæmundssonZak CummingsKjartan Páll SæmundssonGunnar Nelson sat fyrir svörum.Kjartan Páll SæmundssonGarry Cook stjórnaði blaðamannafundinum.Kjartan Páll Sæmundsson
MMA Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Fleiri fréttir Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Dagskráin í dag: Málin brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Donni öflugur í sigri á Spáni Annar sigur KR kom í Garðabæ Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Allt á hvolfi í NFL-deildinni Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Sjá meira