Sport

Jón Margeir Evrópumeistari

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jón Margeir gerir það gott í Eindhoven.
Jón Margeir gerir það gott í Eindhoven. Mynd/Sverrir Gíslason
Jón Margeir Sverrisson, Fjölni, vann nú rétt í þessu til gullverðlauna í 200m skriðsundi, flokki S14, á Evrópumeistaramóti fatlaðra í sundi sem fer fram í Eindhoven í Hollandi.

Jón Margeir kom í mark á 1:58,60 mínútu og setti bæði nýtt Íslands- og Evrópumet. Hann átti sjálfur gamla Evrópumetið, sem var 1:59,30 mínúta.

Bretarnir Thomas Hamer og Jack Thomas komu næstir í mark.

Jón Margeir verður aftur á ferðinni á sunnudaginn þegar hann keppir í 200m fjórsundi.


Tengdar fréttir

Thelma Björg bætti Íslandsmetið sitt

Thelma Björg Björnsdóttir úr ÍFR var eini íslenski keppandinn á Öðrum keppnisdegi á Evrópumeistaramóti fatlaðra í sundi í Eindhoven í Hollandi en hún keppti þá í tveimur greinum.

Thelma Björg með brons í Eindhoven

Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR, vann til bronsverðlaunna í 400 metra skriðsundi í flokki S6 á Evrópumóti fatlaðra í sundi sem hófst í Eindhoven í Hollandi í morgun.

Jón, Thelma og Kolbrún settu öll Íslandsmet í úrslitum

Sex Íslandsmet voru sett á þriðja keppnisdegi á Evrópumeistaramóti fatlaðra í sundi sem fram fer þessa dagana í Eindhoven í Hollandi. Þrír af fjórum sundmönnum Íslands tóku þátt í úrslitum í dag og settu þeir allir ný Íslandsmet í sínum greinum.

Jón Margeir sjöundi

Jón Margeir Sverrisson keppti í 100 metra baksundi á Evrópumóti fatlaðra í sundi í Eindhoven í Hollandi í dag. Hann varð sjöundi á tímanum 1:09,94.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×