Strákarnir töpuðu með tíu stiga mun í Bosníu | Frábærir í fjórða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2014 19:47 Logi Gunnarsson. Vísir/Vilhelm Íslenska körfuboltalandsliðið varð að sætta stig við tíu stiga tap í Bosníu í kvöld, 62-72, í öðrum leik liðsins í undankeppni Evrópumótsins en spilaði var fyrir framan troðfulla höll í Tuzla. Logi Gunnarsson var stigahæstur hjá íslenska liðinu með 18 stig, Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 14 stig og Martin Hermansson gerði 9 stig. Íslenska liðið lenti 23 stigum undir í þriðja leikhluta en kom sér inn í leikinn með frábærri spilamennsku í fjórða leikhlutanum. Það var því miður ekki nóg og heimamenn lönduðu sínum öðrum sigri í riðlinum en íslenska liðið vann lokaleikhlutann 29-16. Pavel Ermonlinskij var hvíldur í leiknum og þá meiddist Haukur Helgi Pálsson í þriðja leikhlutanum og spilaði ekkert eftir það. Haukur og Pavel verða vonandi orðnir leikfærir fyrir leikinn við Breta á miðvikudaginn. Íslenska liðið var búið að vinna fyrstu þrjá leiki sína undir stjórn Kanadamannsins Craig Pedersen en keppti ekki bara á móti stóru og sterku bosnísku liði heldur voru heimamenn ákaft hvattir áfram með frábærum stuðningi á pöllunum. NBA-leikmaðurinn Mirza Teletović var allt í öllu í leik Bosníu í kvöld en hann var langstigahæstur með 29 stig auk þess að tala 12 fráköst. Íslenska liðið var reyndar 2-0 yfir eftir þriggja mínútna leik en þá komu fjórtán stig í röð frá liði Bosníu sem var 22-10 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Íslenska liðið náði að minnka muninn niður í fjögur stig í örðum leikhlutanum en var sjö stigum undir í hálfleik 27-34. Það var hinsvegar þriðji leikhlutinn sem fór algjörlega með leikinn en hann unnu Bosníumenn 22-6 og voru því komnir 23 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 56-33. Íslensku strákarnir voru ekki búnir að gefast upp þrátt fyrir slæma stöðu. Íslenska liðið skoraði fjórtán fyrstu stig fjórða leikhlutans og kom muninum niður í 9 stig, 56-47. Minnstur var munurinn sex stig áður en Bosníumenn kláruðu leikinn undir lokin. Þessi úrslit breyta ekki mikilvægi leiksins á móti Bretlandi í London á miðvikudagskvöldið en með sigri í þeim leik tryggir íslenska liðið sér annað sæti riðilsins sem gæti skilað liðinu sæti í úrslitakeppni EM 2015.Stig íslenska liðsins á móti Bosníu í kvöld: Logi Gunnarsson 18 stig, hitti úr 3 af 6 þriggja stiga skotum Hörður Axel Vilhjálmsson 14 stig, hitti úr 6 af 8 skotum Martin Hermannsson 9 og 6 fráköst Elvar Már Friðriksson 6 stig og 5 fráköst Sigurður Þorvaldsson 5 stig Axel Kárason 3 stig Ragnar Nathanielsson 3 stig Sigurður Gunnar Þorsteinsson 2 stig Haukur Helgi Pálsson 2 stig Hlynur Bæringsson skoraði ekki en tók 5 fráköst Ólafur Ólafsson skoraði ekki Pavel Ermolinskji kom ekki inná Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið varð að sætta stig við tíu stiga tap í Bosníu í kvöld, 62-72, í öðrum leik liðsins í undankeppni Evrópumótsins en spilaði var fyrir framan troðfulla höll í Tuzla. Logi Gunnarsson var stigahæstur hjá íslenska liðinu með 18 stig, Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 14 stig og Martin Hermansson gerði 9 stig. Íslenska liðið lenti 23 stigum undir í þriðja leikhluta en kom sér inn í leikinn með frábærri spilamennsku í fjórða leikhlutanum. Það var því miður ekki nóg og heimamenn lönduðu sínum öðrum sigri í riðlinum en íslenska liðið vann lokaleikhlutann 29-16. Pavel Ermonlinskij var hvíldur í leiknum og þá meiddist Haukur Helgi Pálsson í þriðja leikhlutanum og spilaði ekkert eftir það. Haukur og Pavel verða vonandi orðnir leikfærir fyrir leikinn við Breta á miðvikudaginn. Íslenska liðið var búið að vinna fyrstu þrjá leiki sína undir stjórn Kanadamannsins Craig Pedersen en keppti ekki bara á móti stóru og sterku bosnísku liði heldur voru heimamenn ákaft hvattir áfram með frábærum stuðningi á pöllunum. NBA-leikmaðurinn Mirza Teletović var allt í öllu í leik Bosníu í kvöld en hann var langstigahæstur með 29 stig auk þess að tala 12 fráköst. Íslenska liðið var reyndar 2-0 yfir eftir þriggja mínútna leik en þá komu fjórtán stig í röð frá liði Bosníu sem var 22-10 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Íslenska liðið náði að minnka muninn niður í fjögur stig í örðum leikhlutanum en var sjö stigum undir í hálfleik 27-34. Það var hinsvegar þriðji leikhlutinn sem fór algjörlega með leikinn en hann unnu Bosníumenn 22-6 og voru því komnir 23 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 56-33. Íslensku strákarnir voru ekki búnir að gefast upp þrátt fyrir slæma stöðu. Íslenska liðið skoraði fjórtán fyrstu stig fjórða leikhlutans og kom muninum niður í 9 stig, 56-47. Minnstur var munurinn sex stig áður en Bosníumenn kláruðu leikinn undir lokin. Þessi úrslit breyta ekki mikilvægi leiksins á móti Bretlandi í London á miðvikudagskvöldið en með sigri í þeim leik tryggir íslenska liðið sér annað sæti riðilsins sem gæti skilað liðinu sæti í úrslitakeppni EM 2015.Stig íslenska liðsins á móti Bosníu í kvöld: Logi Gunnarsson 18 stig, hitti úr 3 af 6 þriggja stiga skotum Hörður Axel Vilhjálmsson 14 stig, hitti úr 6 af 8 skotum Martin Hermannsson 9 og 6 fráköst Elvar Már Friðriksson 6 stig og 5 fráköst Sigurður Þorvaldsson 5 stig Axel Kárason 3 stig Ragnar Nathanielsson 3 stig Sigurður Gunnar Þorsteinsson 2 stig Haukur Helgi Pálsson 2 stig Hlynur Bæringsson skoraði ekki en tók 5 fráköst Ólafur Ólafsson skoraði ekki Pavel Ermolinskji kom ekki inná
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Sjá meira