Dustin Salisbery er 196 sm skotbakvörður sem var með 16,4 stig, 5,5 fráköst og 2,4 stoðsendingar að meðaltali í háskólaboltanum. Hann er rómuð þriggja stiga skytta og verða því Njarðvíkingar stórhættulegir með hann og Loga Gunnarsson á köntunum.
Síða að Salisbery útskrifaðist úr Temple-háskólanum 2007 hefur hann leikið sem atvinnumaður í Frakklandi, Þýskalandi, Grikklandi, Rúmeníu og Mexíkó auk þess að spila með bæði Philadelphia 76ers og Los Angeles Clippers í sumardeild NBA.
Dustin Salisbery lék síðast með liði Bendigo Bank Braves í Ástralíu þar sem hann var með 18,9 stig, 6,0 fráköst og 2,2 stoðsendingar meðaltali en hann skoraði yfir tvo þrista að meðaltali í leik.
Hér fyrir neðan má sjá myndband með kappanum.