Fótbolti

Sundsvall- strákarnir í toppsætið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rúnar Már Sigurjónsson.
Rúnar Már Sigurjónsson. Vísir/Valli
Rúnar Már Sigurjónsson, Jón Guðni Fjóluson og félagar í Sundsvall eru komnir í toppsætið í sænsku b-deildinni í fótbolta eftir 2-1 sigur í Ängelholm í kvöld.

Rúnar Már Sigurjónsson og Jón Guðni Fjóluson spiluðu báðir allan leikinn, Jón Guðni í miðri vörninni og Rúnar Már á miðjunni. Sundsvall komst í 2-0 á fyrsta hálftímanum en liðsmenn Ängelholm náðu að minnka muninn í seinni hálfleiknum.

Sundsvall er með 41 stig eftir 21 leik eða tveimur stigum meira en Ljungskile sem er í 2. sætinu. Hammarby er síðan í 3. sæti með þremur stigum færra en Sundsvall.

Skúli Jón Friðgeirsson sat á bekknum hjá Gefle sem tapaði 1-2 á útivelli á móti Kalmar í sænsku úrvalsdeildinni. Papa Alioune Diouf skoraði sigurmark Kalmar í uppbótartíma eftir að Gefle hafði jafnað á 77. mínútu.

Kristinn Jónsson var ekki með Brommapojkarna sem steinlá 0-4 á heimavelli á móti Djurgården.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×