Sport

Ingibjörg komst ekki í undanúrslitin

Ingibjörg Kristín.
Ingibjörg Kristín. Vísir/Anton
Ingibjörg Kristín Jónsdóttir komst ekki í undanúrslitin í 50 metra baksundi á Evrópumótinu í Berlín í 50 metra laug nú rétt í þessu.

Ingibjörg var í afar erfiðum riðli en hún kom í mark á 29,52 sekúndum, tæplega sekúndu á eftir Íslandsmetinu sem Eygló Ósk Gústafsdóttir setti í mars. Lenti hún heilt yfir í 31. sæti í dag en það munaði hálfri sekúndu að hún kæmist í undanúrslitin.

Það dugði henni ekki til að þessu sinni en hún hefur ekki lokið keppni. Hún keppir í 200 metra skriðsundi á morgun stuttu eftir að Hrafnhildur Lúthersdóttir keppir í 50 metra bringusundi. Mótinu lýkur á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×