Ingibjörg Kristín Jónsdóttir komst ekki í undanúrslitin í 50 metra baksundi á Evrópumótinu í Berlín í 50 metra laug nú rétt í þessu.
Ingibjörg var í afar erfiðum riðli en hún kom í mark á 29,52 sekúndum, tæplega sekúndu á eftir Íslandsmetinu sem Eygló Ósk Gústafsdóttir setti í mars. Lenti hún heilt yfir í 31. sæti í dag en það munaði hálfri sekúndu að hún kæmist í undanúrslitin.
Það dugði henni ekki til að þessu sinni en hún hefur ekki lokið keppni. Hún keppir í 200 metra skriðsundi á morgun stuttu eftir að Hrafnhildur Lúthersdóttir keppir í 50 metra bringusundi. Mótinu lýkur á sunnudaginn.
Ingibjörg komst ekki í undanúrslitin

Mest lesið

„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn


Aubameyang syrgir fallinn félaga
Fótbolti


„Skitum á okkur í þriðja leikhluta“
Körfubolti


„Fáránlega erfið sería“
Körfubolti


Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA
Körfubolti

„Þetta var skrýtinn leikur“
Íslenski boltinn