Sport

Hrafnhildur sekúndu frá Íslandsmetinu er hún komst í undanúrslitin

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Hrafnhildur Lúthersdóttir komst í undanúrslitin í Berlín.
Hrafnhildur Lúthersdóttir komst í undanúrslitin í Berlín. Vísir/Vilhelm
Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkonan úr SH, komst í dag í undanúrslit í 200 metra bringusundi á Evrópumeistaramótinu í 50 metra laug sem fer fram í Berlín. Er þetta í annað sinn sem hún kemst í undanúrslit á mótinu.

Hrafnhildur kom í mark á 2:28,07, tæpri sekúndu á eftir Íslandsmeti sínu og lenti í 4. sæti í sínum riðli. Náði hún í heildina 10. besta tímanum af þeim 33 keppendum sem syntu í morgum.

Undanúrslitin fara fram síðar í dag og eiga að hefjast kl. 17.14 en Hrafnhildur komst einnig í undanúrslitin í 100 metra bringusundi þar sem hún setti nýtt Íslandsmet en rétt missti af sætum í úrslitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×