Hlutir sem gengu ekki upp sem komu okkur svolítið á óvart Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. október 2014 15:07 Íslensku stelpurnar höfnuðu í 2. sæti í gær. Vísir/Valli Björn Björnsson, einn af þjálfurum íslenska kvennalandsliðsins í fimleikum, segir mikinn spenning fyrir morgundeginum þegar úrslitin ráðast á EM í hópfimleikum sem fer fram hér á landi. „Nú er bara stóri dagurinn þar sem við þurfum að framkvæma það sem við erum búin að undirbúa sem lið síðustu fjóra mánuði, og þessar stelpur miklu lengur sem einstaklingar. Við erum mjög spennt og hlakkar mikið til morgundagsins,“ sagði Björn í samtali við Vísi í dag. Ísland, sem á titil að verja í kvennaflokki, hafnaði í öðru sæti í forkeppninni í gær, en íslenska liðið fékk 56,450 stig í heildina. Sænska liðið varð hlutskarpast, en það fékk 56,733. Björn er nokkuð sáttur með hvernig til tókst í gær. „Já, þetta var fínt. Við hefðum sannarlega getað gert betur á nokkrum stöðum, en við vitum að við eigum það inni. Það voru hlutir sem gengu ekki upp sem komu okkur svolítið á óvart. Við bjuggumst ekki við að þeir færu úrskeiðis,“ sagði Björn, en hvað var það sem betur mátti fara í gær. „Fyrsta umferðin okkar á dýnu. Hún hefur verið mjög stöðug, en við misstum í raun það sem kallast liðsumferð. Tvær stelpur fengu æfinguna ekki gilda, en við vonumst til að það verði í lagi á morgun. Það skiptir gríðarlega miklu máli upp á einkunnina. „Við áttum góðan fund í gær og ræddum hvað við hefðum getað gert betur. Hópurinn er gríðarlega vel stemmdur og ákveðinn í að klára dæmið á morgun.“ Íslenska liðið varð fyrir áfalli þegar Valgerður Sigurfinnsdóttir, Gerplu, meiddist í lokastökkinu, en liðið þarf að fylla skarð hennar á morgun. „Líklegast er hún ekki alvarlega slösuð. Það kemur betur í ljós síðar í dag þegar hún fer í myndatöku og frekari skoðun. Hún tognaði aðeins á liðböndunum í hnénu, en við fáum Glódísi (Guðgeirsdóttur) inn í staðinn. Við hvíldum hana í gær, en hún er gríðarlega öflug og ætlar að fylla skarð Völu að einhverju leyti,“ sagði Björn, en þjálfararnir voru að æfa stökk með Glódísi þegar blaðamaður Vísis hitti hann að máli. Björn gerir ráð fyrir því að Svíar verði helsti andstæðingur Íslands á morgun. „Við sáum sænska liðið í gær og það var gríðarlega flott. Það verður ekkert tekið af þeim að þeir áttu dýnuna og trampólínið í gær, en við áttum dansgólfið og ætlum að eiga það á morgun,“ sagði Björn að lokum. Fimleikar Tengdar fréttir Sif: Við látum ekkert koma okkur úr jafnvægi Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum tryggði sér örugglega sæti í úrslitum EM í hópfimleikum í gær en liðið endaði í 2. sæti í undankeppninni. 17. október 2014 12:00 Stelpurnar í öðru sæti eftir forkeppnina | Sjáðu myndirnar Evrópumeistarar Íslands fengu hæstu einkunn fyrir gólfæfingar í forkeppni EM 2014 í Laugardalnum í kvöld. 16. október 2014 22:12 Sólveig: Höllin trylltist við hverja lendingu Sólveig Bergsdóttir og félagar hennar í íslenska landsliðinu í hópfimleikum fengu góðan stuðning þegar undankeppni Evrópumótsins fór fram í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Íslenska liðið náði 2. sæti og tryggði sig örugglega inn í úrslitin. 17. október 2014 14:30 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Björn Björnsson, einn af þjálfurum íslenska kvennalandsliðsins í fimleikum, segir mikinn spenning fyrir morgundeginum þegar úrslitin ráðast á EM í hópfimleikum sem fer fram hér á landi. „Nú er bara stóri dagurinn þar sem við þurfum að framkvæma það sem við erum búin að undirbúa sem lið síðustu fjóra mánuði, og þessar stelpur miklu lengur sem einstaklingar. Við erum mjög spennt og hlakkar mikið til morgundagsins,“ sagði Björn í samtali við Vísi í dag. Ísland, sem á titil að verja í kvennaflokki, hafnaði í öðru sæti í forkeppninni í gær, en íslenska liðið fékk 56,450 stig í heildina. Sænska liðið varð hlutskarpast, en það fékk 56,733. Björn er nokkuð sáttur með hvernig til tókst í gær. „Já, þetta var fínt. Við hefðum sannarlega getað gert betur á nokkrum stöðum, en við vitum að við eigum það inni. Það voru hlutir sem gengu ekki upp sem komu okkur svolítið á óvart. Við bjuggumst ekki við að þeir færu úrskeiðis,“ sagði Björn, en hvað var það sem betur mátti fara í gær. „Fyrsta umferðin okkar á dýnu. Hún hefur verið mjög stöðug, en við misstum í raun það sem kallast liðsumferð. Tvær stelpur fengu æfinguna ekki gilda, en við vonumst til að það verði í lagi á morgun. Það skiptir gríðarlega miklu máli upp á einkunnina. „Við áttum góðan fund í gær og ræddum hvað við hefðum getað gert betur. Hópurinn er gríðarlega vel stemmdur og ákveðinn í að klára dæmið á morgun.“ Íslenska liðið varð fyrir áfalli þegar Valgerður Sigurfinnsdóttir, Gerplu, meiddist í lokastökkinu, en liðið þarf að fylla skarð hennar á morgun. „Líklegast er hún ekki alvarlega slösuð. Það kemur betur í ljós síðar í dag þegar hún fer í myndatöku og frekari skoðun. Hún tognaði aðeins á liðböndunum í hnénu, en við fáum Glódísi (Guðgeirsdóttur) inn í staðinn. Við hvíldum hana í gær, en hún er gríðarlega öflug og ætlar að fylla skarð Völu að einhverju leyti,“ sagði Björn, en þjálfararnir voru að æfa stökk með Glódísi þegar blaðamaður Vísis hitti hann að máli. Björn gerir ráð fyrir því að Svíar verði helsti andstæðingur Íslands á morgun. „Við sáum sænska liðið í gær og það var gríðarlega flott. Það verður ekkert tekið af þeim að þeir áttu dýnuna og trampólínið í gær, en við áttum dansgólfið og ætlum að eiga það á morgun,“ sagði Björn að lokum.
Fimleikar Tengdar fréttir Sif: Við látum ekkert koma okkur úr jafnvægi Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum tryggði sér örugglega sæti í úrslitum EM í hópfimleikum í gær en liðið endaði í 2. sæti í undankeppninni. 17. október 2014 12:00 Stelpurnar í öðru sæti eftir forkeppnina | Sjáðu myndirnar Evrópumeistarar Íslands fengu hæstu einkunn fyrir gólfæfingar í forkeppni EM 2014 í Laugardalnum í kvöld. 16. október 2014 22:12 Sólveig: Höllin trylltist við hverja lendingu Sólveig Bergsdóttir og félagar hennar í íslenska landsliðinu í hópfimleikum fengu góðan stuðning þegar undankeppni Evrópumótsins fór fram í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Íslenska liðið náði 2. sæti og tryggði sig örugglega inn í úrslitin. 17. október 2014 14:30 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Sif: Við látum ekkert koma okkur úr jafnvægi Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum tryggði sér örugglega sæti í úrslitum EM í hópfimleikum í gær en liðið endaði í 2. sæti í undankeppninni. 17. október 2014 12:00
Stelpurnar í öðru sæti eftir forkeppnina | Sjáðu myndirnar Evrópumeistarar Íslands fengu hæstu einkunn fyrir gólfæfingar í forkeppni EM 2014 í Laugardalnum í kvöld. 16. október 2014 22:12
Sólveig: Höllin trylltist við hverja lendingu Sólveig Bergsdóttir og félagar hennar í íslenska landsliðinu í hópfimleikum fengu góðan stuðning þegar undankeppni Evrópumótsins fór fram í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Íslenska liðið náði 2. sæti og tryggði sig örugglega inn í úrslitin. 17. október 2014 14:30