Kobe Bryant er kominn á fullt með LA Lakers á nýjan leik og átti fínan leik fyrir liðið í nótt.
Þá lagði Lakers lið Utah Jazz, 98-91, í æfingaleik og skoraði Bryant 26 stig í leiknum.
Carlos Boozer átti einnig fínan leik fyrir Lakers en hann skoraði 19 stig, tók 9 fráköst og stal boltanum 6 sinnum.
Alec Burks öflugastur í liði Jazz með 21 stig. Enes Kanter skoraði 14.
Bryant hefur verið lengi frá vegna meiðsla og efast margir um hversu öflugur hann getur orðið í vetur. Hann hefur í það minnsta farið ágætlega af stað á undirbúningstímabilinu og svo verður að koma í ljós hvað gerist er alvaran hefst.
