Telur olíuvinnslu á Drekasvæðinu ekki áhættunnar virði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. nóvember 2014 10:21 Stephen Macko nefnir olíulekann í Mexíkóflóa árið 2010 sem dæmi um hversu slæm áhrif olíuvinnsla getur haft á umhverfið. Vísir/Ernir/Getty „Öllum ætti að vera ljóst að áhættan við olíuvinnslu er gríðarleg. Ég spyr mig hvort olíuvinnsla sé því áhættunnar virði, til dæmis í tilfelli Íslands. Þið þurfið að sjálfsögðu ekki alla þá olíu sem talið er að sé á Drekasvæðinu svo þið mynduð flytja hana út. Þannig fengu Íslendingar mikinn auð en þurfa Íslendingar allan þann auð? Eru þið tilbúin til að taka áhættu fyrir þann ávinning?“ Þetta segir Stephen Macko, jarðefnafræðingur og prófessor við Virginíu-háskóla í Bandaríkjunum, en hann hélt erindi á ráðstefnu í liðinni viku sem haldin var á vegum Rannsóknaseturs um norðurslóðir við Háskóla Íslands. Erindi Macko fjallaði um þau margvíslegu áhrif á náttúruna og vistkerfin sem olíuleit og olíuvinnsla á norðurslóðum getur haft í för með sér. „Það er gríðarlega mikið magn af olíu á norðurheimskautinu. Um 30% af olíuauðlindum heimsins eru þar. Meirihluti olíunnar er undan ströndum Kanada og Alaska. Það er því mikill auður sem liggur þarna en áhætta á að vinna olíu á þessu svæði er mjög mikil,“ segir Macko í samtali við Vísi. Macko tekur dæmi um olíulekann sem varð í Mexíkóflóa í apríl 2010. Olían sem lak þá náði yfir svæði sem samsvarar stærð Íslands. Áhrif lekans náðu þó yfir mun stærra svæði þar sem fiskimiðum umhverfis hann var lokað. Glöggt er gests augað og Macko segir að sér sýnist sem svo að lífsgæði á Íslandi séu góð, jafnvel á meðal þeirra bestu í heimi. „Efnahagur landsins virðist vera í góðu jafnvægi og Ísland er eitt af fáum löndum í heiminum, sem ég þekki til að minnsta kosti, þar sem sjálfbærar fiskveiðar hafa skilað árangri. Ég veit vel að útflutningur er peningur í bankann en ég veit hins vegar líka að það eiga eftir að verða fleiri olíulekar með hörmulegum afleiðingum fyrir umhverfið. Spurningin er hvort Ísland þarf olíuna og auðinn sem henni óneitanlega fylgir. Heimurinn þarf svo sannarlega ekki á meiri olíu að halda. Ég myndi því persónulega ekki vilja sjá olíuvinnslu undan ströndum Íslands.“ Aðspurður hvort þetta sé þá spurning um olíuiðnað eða sjávarútveg fyrir Ísland segir Macko svo vera en hann nefnir einnig ferðamannaiðnaðinn. „Heldurðu að það væru jafnmargir ferðamenn hér ef að það væri olía upp um alla kletta? Ég held að það kæmu færri hingað. Hagfræðingar segja að efnahagslegu áhrifin yrðu góð. Hvað með áhættuna? Það eru raunhæfar líkur á að hlutirnir geti farið úrskeiðis fyrir utan alla litlu olíulekana sem verða á hverjum degi þar sem verið er að vinna olíu.“ Þá bendir Macko jafnframt á loftslagsbreytingar og hlýnun jarðar. Norðurheimskautið sé nú þegar tekið að breytast vegna þessa með bráðnun jökla og áhrifa á dýraríkið gæti. „Hvenær ákveðum við að það sé í lagi að fara út í aðgerðir sem munu leiða til óafturkræfra breytinga á norðurheimskautinu?“ Loftslagsmál Olíuleit á Drekasvæði Bensín og olía Norðurslóðir Tengdar fréttir Mannkynið er að falla á tíma vegna loftslagsvandans Mannkynið er að falla á tíma til að afstýra víðtækum og óafturkræfum breytingum á loftslagi heimsins vegna kolefnisútblásturs. Draga verður kerfisbundið úr notkun jarðefnaeldsneytis og hætta því alfarið fyrir næstu aldamót. Þetta eru niðurstöður nýrrar skýrslu vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. 2. nóvember 2014 21:09 Heitasta tímabil á jörðinni í 1.400 ár Draga verður skipulega úr notkun jarðefnaeldsneytis eins og olíu og gass og helst hætta alfarið notkun þess fyrir næstu aldamót ef það á að takast að afstýra varanlegum breytingum á loftslagi heimsins. 2. nóvember 2014 13:59 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
„Öllum ætti að vera ljóst að áhættan við olíuvinnslu er gríðarleg. Ég spyr mig hvort olíuvinnsla sé því áhættunnar virði, til dæmis í tilfelli Íslands. Þið þurfið að sjálfsögðu ekki alla þá olíu sem talið er að sé á Drekasvæðinu svo þið mynduð flytja hana út. Þannig fengu Íslendingar mikinn auð en þurfa Íslendingar allan þann auð? Eru þið tilbúin til að taka áhættu fyrir þann ávinning?“ Þetta segir Stephen Macko, jarðefnafræðingur og prófessor við Virginíu-háskóla í Bandaríkjunum, en hann hélt erindi á ráðstefnu í liðinni viku sem haldin var á vegum Rannsóknaseturs um norðurslóðir við Háskóla Íslands. Erindi Macko fjallaði um þau margvíslegu áhrif á náttúruna og vistkerfin sem olíuleit og olíuvinnsla á norðurslóðum getur haft í för með sér. „Það er gríðarlega mikið magn af olíu á norðurheimskautinu. Um 30% af olíuauðlindum heimsins eru þar. Meirihluti olíunnar er undan ströndum Kanada og Alaska. Það er því mikill auður sem liggur þarna en áhætta á að vinna olíu á þessu svæði er mjög mikil,“ segir Macko í samtali við Vísi. Macko tekur dæmi um olíulekann sem varð í Mexíkóflóa í apríl 2010. Olían sem lak þá náði yfir svæði sem samsvarar stærð Íslands. Áhrif lekans náðu þó yfir mun stærra svæði þar sem fiskimiðum umhverfis hann var lokað. Glöggt er gests augað og Macko segir að sér sýnist sem svo að lífsgæði á Íslandi séu góð, jafnvel á meðal þeirra bestu í heimi. „Efnahagur landsins virðist vera í góðu jafnvægi og Ísland er eitt af fáum löndum í heiminum, sem ég þekki til að minnsta kosti, þar sem sjálfbærar fiskveiðar hafa skilað árangri. Ég veit vel að útflutningur er peningur í bankann en ég veit hins vegar líka að það eiga eftir að verða fleiri olíulekar með hörmulegum afleiðingum fyrir umhverfið. Spurningin er hvort Ísland þarf olíuna og auðinn sem henni óneitanlega fylgir. Heimurinn þarf svo sannarlega ekki á meiri olíu að halda. Ég myndi því persónulega ekki vilja sjá olíuvinnslu undan ströndum Íslands.“ Aðspurður hvort þetta sé þá spurning um olíuiðnað eða sjávarútveg fyrir Ísland segir Macko svo vera en hann nefnir einnig ferðamannaiðnaðinn. „Heldurðu að það væru jafnmargir ferðamenn hér ef að það væri olía upp um alla kletta? Ég held að það kæmu færri hingað. Hagfræðingar segja að efnahagslegu áhrifin yrðu góð. Hvað með áhættuna? Það eru raunhæfar líkur á að hlutirnir geti farið úrskeiðis fyrir utan alla litlu olíulekana sem verða á hverjum degi þar sem verið er að vinna olíu.“ Þá bendir Macko jafnframt á loftslagsbreytingar og hlýnun jarðar. Norðurheimskautið sé nú þegar tekið að breytast vegna þessa með bráðnun jökla og áhrifa á dýraríkið gæti. „Hvenær ákveðum við að það sé í lagi að fara út í aðgerðir sem munu leiða til óafturkræfra breytinga á norðurheimskautinu?“
Loftslagsmál Olíuleit á Drekasvæði Bensín og olía Norðurslóðir Tengdar fréttir Mannkynið er að falla á tíma vegna loftslagsvandans Mannkynið er að falla á tíma til að afstýra víðtækum og óafturkræfum breytingum á loftslagi heimsins vegna kolefnisútblásturs. Draga verður kerfisbundið úr notkun jarðefnaeldsneytis og hætta því alfarið fyrir næstu aldamót. Þetta eru niðurstöður nýrrar skýrslu vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. 2. nóvember 2014 21:09 Heitasta tímabil á jörðinni í 1.400 ár Draga verður skipulega úr notkun jarðefnaeldsneytis eins og olíu og gass og helst hætta alfarið notkun þess fyrir næstu aldamót ef það á að takast að afstýra varanlegum breytingum á loftslagi heimsins. 2. nóvember 2014 13:59 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Mannkynið er að falla á tíma vegna loftslagsvandans Mannkynið er að falla á tíma til að afstýra víðtækum og óafturkræfum breytingum á loftslagi heimsins vegna kolefnisútblásturs. Draga verður kerfisbundið úr notkun jarðefnaeldsneytis og hætta því alfarið fyrir næstu aldamót. Þetta eru niðurstöður nýrrar skýrslu vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. 2. nóvember 2014 21:09
Heitasta tímabil á jörðinni í 1.400 ár Draga verður skipulega úr notkun jarðefnaeldsneytis eins og olíu og gass og helst hætta alfarið notkun þess fyrir næstu aldamót ef það á að takast að afstýra varanlegum breytingum á loftslagi heimsins. 2. nóvember 2014 13:59