Gefur Beyoncé út nýja plötu eftir tíu daga? Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 4. nóvember 2014 15:00 vísir/getty Söngkonan Beyoncé kom aðdáendum sínum í opna skjöldu þegar hún gaf út sína fimmtu stúdíóplötu, Beyoncé, þann 13. desember á síðasta ári á iTunes. Enginn nema hennar nánustu vissu af þessari óvæntu plötuútgáfu en platan seldist í rúmlega átta hundruð þúsund eintökum fyrstu þrjá dagana á iTunes. Platan hefur selst í meira en fimm milljón eintaka á heimsvísu. Nú þegar styttist í eins árs afmæli þessa óvænta viðburðar hafa sögusagnir farið á kreik að Beyoncé ætli að endurtaka leikinn. Dularfull mynd sem hefur farið víða á netinu ýtir enn fremur undir þessar sögur. Á myndinni sést það sem virðist vera útgáfusamningur frá Parkwood Entertainment og Columbia Records um plötuna Beyoncé - Self Titled - Volume 2. Samkvæmt myndinni ætti nýja platan að koma út föstudaginn 14. nóvember á iTunes.Plaggið fræga.Þá stendur einnig á plagginu að fjölmargir listamenn muni heyrast á plötunni, þar á meðal Drake, Jay Z, Nicki Minaj, Justin Timberlake, Rihanna, Frank Ocean og dóttir Beyoncé og Jay Z, Blue Ivy. Svo virðist sem um sé að ræða lúxusútgáfu af plötunni Beyoncé með ellefu nýju lögum, þar á meðal endurhljóðblöndun af laginu Flawless með Nicki Minaj. Þeir sem kaupa geisladiskinn uppá gamla mátann, sem kemur út mánudaginn 25. nóvember, fá einnig DVD-disk með 28 tónlistarmyndböndum og myndbrotum úr tónleikaferðalagi söngkonunnar. Ekki er ljóst hvort plaggið sem gengið hefur manna á milli er falsað eður ei og hefur Beyoncé sjálf ekki tjáð sig um það. Tónlist Mest lesið Ættleiða tvö börn á sama ári Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Söngkonan Beyoncé kom aðdáendum sínum í opna skjöldu þegar hún gaf út sína fimmtu stúdíóplötu, Beyoncé, þann 13. desember á síðasta ári á iTunes. Enginn nema hennar nánustu vissu af þessari óvæntu plötuútgáfu en platan seldist í rúmlega átta hundruð þúsund eintökum fyrstu þrjá dagana á iTunes. Platan hefur selst í meira en fimm milljón eintaka á heimsvísu. Nú þegar styttist í eins árs afmæli þessa óvænta viðburðar hafa sögusagnir farið á kreik að Beyoncé ætli að endurtaka leikinn. Dularfull mynd sem hefur farið víða á netinu ýtir enn fremur undir þessar sögur. Á myndinni sést það sem virðist vera útgáfusamningur frá Parkwood Entertainment og Columbia Records um plötuna Beyoncé - Self Titled - Volume 2. Samkvæmt myndinni ætti nýja platan að koma út föstudaginn 14. nóvember á iTunes.Plaggið fræga.Þá stendur einnig á plagginu að fjölmargir listamenn muni heyrast á plötunni, þar á meðal Drake, Jay Z, Nicki Minaj, Justin Timberlake, Rihanna, Frank Ocean og dóttir Beyoncé og Jay Z, Blue Ivy. Svo virðist sem um sé að ræða lúxusútgáfu af plötunni Beyoncé með ellefu nýju lögum, þar á meðal endurhljóðblöndun af laginu Flawless með Nicki Minaj. Þeir sem kaupa geisladiskinn uppá gamla mátann, sem kemur út mánudaginn 25. nóvember, fá einnig DVD-disk með 28 tónlistarmyndböndum og myndbrotum úr tónleikaferðalagi söngkonunnar. Ekki er ljóst hvort plaggið sem gengið hefur manna á milli er falsað eður ei og hefur Beyoncé sjálf ekki tjáð sig um það.
Tónlist Mest lesið Ættleiða tvö börn á sama ári Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist