James sneri, eins og flestir vita, heim til Cleveland í sumar og spilaði langt undir væntingum í fyrsta leik vetrarins. Hann var hins vegar frábær í sigri Cleveland í nótt, en LeBron skoraði 36 stig í sex stiga sigri Cleveland, 114-108.
Kyrie Irving átti einnig afar góðan leik fyrir Cleveland, en hann skoraði 23 stig. Kirk Hinrich og Derrick Rose voru stigahæstir hjá gestunum í Chicago með 20 stig.
Það var svo borgaraslagur í Los Angeles þar sem Clippers og Lakers mættust. Til að gera langa sögu stutta unnu Clippers-menn sjö stiga sigur, 118-111. Blake Griffin var frábær og skoraði 39 stig, en Jordan Hill var stigahæstur hjá Lakers með 23 stig. Kobe Bryant skoraði 21 stig.
Rudy Gay var aðalmaðurinn í sigri Sacramento á Portland, en hann gerði sér lítið fyrir og skoraði 40 stig.
Öll úrslit kvöldsins:
Memphis - Indiana 97-89
Cleveland - Chicago 114-108
Philadelphia - Milwaukee 81-93
San Antonio - Phoenix 89-94
Portland - Sacramento 94-103
Los Angeles Clippers - Los Angeles Lakers 118-11