Fyrsti NBA-leikmaðurinn sem kom úr skápnum er hættur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. nóvember 2014 18:00 Vísir/Getty Jason Collins hefur ákveðið að segja skilið við NBA-deildina eftir langan feril. Hinn 35 ára miðherji vakti heimsathygli þegar hann opinberaði samkynhneigð sína í viðtali við Sports Illustrated í maí í fyrra. Collins lék 22 leiki með Brooklyn Nets á síðasta tímabili og varð þar með fyrsti opinberlega samkynhneigði leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi. Hann hefur hins vegar verið án félags á núverandi tímabili og ákvað því að hætta eftir sextán ára feril. „Körfuboltinn bjargaði mér,“ skrifaði Collins í dálki sínum í Sports Illustrated þar sem hann tilkynnti ákvörðun sína að hætta. „Ég þurfti að upplifa að vera opinberlega samkynhneigður körfuboltamaður síðustu ár ferils míns til að geta kvatt sáttur.“ Ruðningskappinn Michael Sam ákvað að koma úr skápnum í febrúar síðastliðnum en hann var þá á mála hjá háskólaliði. St. Louis Rams valdi hann í nýliðavali NFL-deildarinnar en Sam komst ekki í lokahóp liðsins fyrir tímabilið og er nú án félags. Sam óskaði Collins til hamingju með ákvörðun sína á Twitter-síðu sinni en sá síðarnefndi benti á að í dag væri enginn leikmaður sem spilar í ruðnings-, íshokkí- eða hafnaboltadeildunum sem hefði tilkynnt opinberlega að hann væri samkynhneigður. „Trúið mér - þeir eru til. Það eru samkynhneigðir leikmenn í hverri einustu atvinnumannaíþrótt. Ég þekki suma þeirra persónulega,“ skrifaði Collins og benti á að það væri enn langur vegur í að leikmaður gæti komið úr skápnum án þess að óttast viðbrögð liðsfélaganna og fjölmiðla. NBA Tengdar fréttir 100 áhrifamestu í Time Magazine Time Magazine gefur út listann í 11. sinn, en konur hafa aldrei verið fleiri en í ár. 26. apríl 2014 10:30 Fyrsti samkynhneigði leikmaðurinn í NFL Háskólastjarnan Michael Sam mun leika með St. Louis Rams á komandi tímabili. 11. maí 2014 09:22 Treyjurnar hans Collins seljast rosalega vel Það vakti gríðarlega athygli þegar Jason Collins samdi við Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta á dögunum en hann varð þar með fyrsti leikmaðurinn sem spilar í einum af fjórum stærstu atvinnumannadeildunum í Bandaríkjunum eftir að hafa komið út úr skápnum. 27. febrúar 2014 22:45 Kobe hrósar Collins í hástert Blað var brotið í bandarískri íþróttasögu í gær þegar Jason Collins varð fyrsti yfirlýsti homminn til þess að spila leik í NBA-deildinni. 24. febrúar 2014 18:00 Fyrstur til að spila eftir að hafa komið úr skápnum Jason Collins braut í nótt blað í sögu NBA-deildarinnar er hann varð fyrstur til að spila í einni af stóru fjórum bandarísku atvinnumannadeildunum eftir að hafa komið úr skápnum. 24. febrúar 2014 09:00 Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Fleiri fréttir Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Sjá meira
Jason Collins hefur ákveðið að segja skilið við NBA-deildina eftir langan feril. Hinn 35 ára miðherji vakti heimsathygli þegar hann opinberaði samkynhneigð sína í viðtali við Sports Illustrated í maí í fyrra. Collins lék 22 leiki með Brooklyn Nets á síðasta tímabili og varð þar með fyrsti opinberlega samkynhneigði leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi. Hann hefur hins vegar verið án félags á núverandi tímabili og ákvað því að hætta eftir sextán ára feril. „Körfuboltinn bjargaði mér,“ skrifaði Collins í dálki sínum í Sports Illustrated þar sem hann tilkynnti ákvörðun sína að hætta. „Ég þurfti að upplifa að vera opinberlega samkynhneigður körfuboltamaður síðustu ár ferils míns til að geta kvatt sáttur.“ Ruðningskappinn Michael Sam ákvað að koma úr skápnum í febrúar síðastliðnum en hann var þá á mála hjá háskólaliði. St. Louis Rams valdi hann í nýliðavali NFL-deildarinnar en Sam komst ekki í lokahóp liðsins fyrir tímabilið og er nú án félags. Sam óskaði Collins til hamingju með ákvörðun sína á Twitter-síðu sinni en sá síðarnefndi benti á að í dag væri enginn leikmaður sem spilar í ruðnings-, íshokkí- eða hafnaboltadeildunum sem hefði tilkynnt opinberlega að hann væri samkynhneigður. „Trúið mér - þeir eru til. Það eru samkynhneigðir leikmenn í hverri einustu atvinnumannaíþrótt. Ég þekki suma þeirra persónulega,“ skrifaði Collins og benti á að það væri enn langur vegur í að leikmaður gæti komið úr skápnum án þess að óttast viðbrögð liðsfélaganna og fjölmiðla.
NBA Tengdar fréttir 100 áhrifamestu í Time Magazine Time Magazine gefur út listann í 11. sinn, en konur hafa aldrei verið fleiri en í ár. 26. apríl 2014 10:30 Fyrsti samkynhneigði leikmaðurinn í NFL Háskólastjarnan Michael Sam mun leika með St. Louis Rams á komandi tímabili. 11. maí 2014 09:22 Treyjurnar hans Collins seljast rosalega vel Það vakti gríðarlega athygli þegar Jason Collins samdi við Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta á dögunum en hann varð þar með fyrsti leikmaðurinn sem spilar í einum af fjórum stærstu atvinnumannadeildunum í Bandaríkjunum eftir að hafa komið út úr skápnum. 27. febrúar 2014 22:45 Kobe hrósar Collins í hástert Blað var brotið í bandarískri íþróttasögu í gær þegar Jason Collins varð fyrsti yfirlýsti homminn til þess að spila leik í NBA-deildinni. 24. febrúar 2014 18:00 Fyrstur til að spila eftir að hafa komið úr skápnum Jason Collins braut í nótt blað í sögu NBA-deildarinnar er hann varð fyrstur til að spila í einni af stóru fjórum bandarísku atvinnumannadeildunum eftir að hafa komið úr skápnum. 24. febrúar 2014 09:00 Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Fleiri fréttir Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Sjá meira
100 áhrifamestu í Time Magazine Time Magazine gefur út listann í 11. sinn, en konur hafa aldrei verið fleiri en í ár. 26. apríl 2014 10:30
Fyrsti samkynhneigði leikmaðurinn í NFL Háskólastjarnan Michael Sam mun leika með St. Louis Rams á komandi tímabili. 11. maí 2014 09:22
Treyjurnar hans Collins seljast rosalega vel Það vakti gríðarlega athygli þegar Jason Collins samdi við Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta á dögunum en hann varð þar með fyrsti leikmaðurinn sem spilar í einum af fjórum stærstu atvinnumannadeildunum í Bandaríkjunum eftir að hafa komið út úr skápnum. 27. febrúar 2014 22:45
Kobe hrósar Collins í hástert Blað var brotið í bandarískri íþróttasögu í gær þegar Jason Collins varð fyrsti yfirlýsti homminn til þess að spila leik í NBA-deildinni. 24. febrúar 2014 18:00
Fyrstur til að spila eftir að hafa komið úr skápnum Jason Collins braut í nótt blað í sögu NBA-deildarinnar er hann varð fyrstur til að spila í einni af stóru fjórum bandarísku atvinnumannadeildunum eftir að hafa komið úr skápnum. 24. febrúar 2014 09:00