Rúmfræði Hannes Pétursson skrifar 14. janúar 2014 06:00 Forundarlegt er að fylgjast með snúningum nýju ríkisstjórnarinnar, svigrúmsstjórnarinnar, kringum aðildarumsókn Íslands að ESB. Fyrir alþingiskosningarnar síðustu hétu Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur þjóðaratkvæðagreiðslu á þessu kjörtímabili um framhald viðræðna við sambandið, kæmust þeir til valda, enda klókt til atkvæðaveiða vegna þess að í flokkunum báðum er að finna fjölmarga kjósendur hlynnta því að samningsniðurstaða liggi fyrir. En þegar þingmeirihluti þessara flokka fékkst í kosningunum og saminn hafði verið stjórnarsáttmáli gaf strokkurinn frá sér annað hljóð. Fyrirheitið um þjóðaratkvæðagreiðslu varð eins og hver annar orðaleikur. Lýðræðislega svigrúmsstjórnin hefur því ekki enn séð sér fært að gefa borgurunum lýðræðislegt svigrúm til ákvarðanatöku í ESB-málinu, enda þótt meirihluti þjóðarinnar óski þess samkvæmt skoðanakönnunum. Bæði helbláir og gallgrænir stjórnarflokkamenn staðhæfa raunar að í alþingiskosningunum sjálfum hafi þjóðin afráðið að slíta aðildarviðræðum við ESB að fullu og öllu. Það eru að vísu falsrök. En setjum sem svo að það væri rétt, hvað dvelur þá Orminn langa, hvers vegna hefur ríkisstjórnin ekki nú þegar afturkallað umsóknina? Hefur hún kannski ekki bein í nefi til þess? Ríkisstjórnin áræddi hvorki annað né meira en að gera fortakslausara hlé á viðræðunum en verið hafði um sinn, viðræðum við ríkjasamband sem hún í öðru orðinu segist hatast við, nýtur þó áfram góðs af öllu því pólitíska brautryðjendastarfi Evrópumanna sem liggur til grundvallar innri markaði ESB. Enda þótt svigrúmsstjórnin sjái hvorki svigrúm til að halda aðildarviðræðum áfram né að efna til áðurnefndrar þjóðaratkvæðagreiðslu áleit hún sig hafa fullt svigrúm til að krefja ESB um milljónir á milljónir ofan í styrki (IPA), bundna aðildarviðræðum. Yfir alla þessa grautargerð samanlagða slær formaður fjárlaganefndar Alþingis mildum ljóma sem betur fer, hin rósfingraða morgungyðja Framsóknar, Móamanna og Heimssýnarfólksins. Svigrúm forsætisráðherrans til skuldaleiðréttingar handa „heimilunum í landinu“ dróst saman um sirka þrjá fjórðu hluta milli kosningabaráttunnar og haustsins sem í hönd fór. Skítt með það, stóra svigrúmið hafði þjónað vel tilgangi sínum á atkvæðaveiðunum. Það sem andstæðingarnir héldu fram fyrir kosningar reyndist nú laukrétt, svigrúm allra svigrúma gat aldrei orðið neitt í líkingu við það sem lofað hafði verið statt og stöðugt. Svigrúmið í ESB-málinu varð hins vegar að alls engu. Samt sem áður vísaði ríkisstjórnin því til Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Þar fengi það akademískt yfirbragð. Nú sem stendur brýtur sú stofnun, í umboði stjórnvalda, heilann um þetta þrotna svigrúm og mun skila niðurstöðu sinni hvað úr hverju. Hagfræðingastéttin er alls góðs makleg. En seint verður sagt að innan hennar líti allir sömu augum á silfrið frekar en gerist og gengur um aðra menn, hvað svo sem verða kann um svigrúmsrannsóknirnar í Hákóla Íslands. Eiginlega er leitun meðal akademískra greina að þrálátari sundurþykkju um leiðir og markmið en einmitt í hagvísindum. Nýlegt dæmi um þetta er hrópandi: Þegar Grikkir höfðu spilað botninn úr buxunum enn einu sinni, nú komnir í evrusamstarfið, voru sex, ef ekki sjö, ofurhagfræðingar frá jafn mörgum löndum beðnir um rökstutt álit sitt á því til hvaða ráða vænlegast væri að grípa í skuldakreppu gríska ríkisins. Þeir lögðust undir feld hver á sínum stað. En þegar úrræðunum var skilað reyndust þau eins sundurleit og mennirnir voru margir. Sumir hinna nafntoguðu ofurhagfræðinga standa í stórbisniss í þágu fjárfesta. Einn þeirra er Nouriel Roubini (í uppáhaldi hjá Móamönnum). Hann rambaði á að segja fyrir um bankakreppuna á Wall Street árið 2008, kreppuna sem send var þaðan heiminum með beztu kveðju, og hefur síðan ekki látið af að spá og spá eins og sjálfur Jesaja. Fyrri part sumars 2012 fór Roubini stað úr stað í Evrópu líkur hlaupadýri, þefaði víða og sannfærðist um fall evrukerfisins innan fárra daga. Hann ráðlagði áhættufjárfestinum John Paulson eindregið að veðja á hrun evrunnar. Paulson lét ekki segja sér það tvisvar og veðjaði. En það var evran sem ekki hrundi og er um þessar mundir fastari fyrir en nokkru sinni, var á síðastliðnu ári styrkust allra hinna alþjóðlegu mynta. Paulson tapaði hrikalega (einnig Soros gamli á sömu forsendum) og viðurkenndi eftir á að hafa „mislesið“ evrópska pólitík. Roubini hafði nefnilega allur verið í kauphallarhvískrinu, vissi auðvitað ekkert hvað Merkel, Mario Draghi og fleiri hugsuðu. Af Paulson er það annars að frétta að í júní síðastliðnum keypti hann kröfur á Glitni að upphæð 229 milljónir dollara. Nú er eftir að vita hvort spádómssaugun í N. Roubini urðu leiðarljós Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands þegar hún velti fyrir sér lífi og dauða evrunnar. Það hlýtur að koma fram í væntanlegri svigrúmsskýrslu frá hennar hendi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Pétursson Mest lesið „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Sjá meira
Forundarlegt er að fylgjast með snúningum nýju ríkisstjórnarinnar, svigrúmsstjórnarinnar, kringum aðildarumsókn Íslands að ESB. Fyrir alþingiskosningarnar síðustu hétu Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur þjóðaratkvæðagreiðslu á þessu kjörtímabili um framhald viðræðna við sambandið, kæmust þeir til valda, enda klókt til atkvæðaveiða vegna þess að í flokkunum báðum er að finna fjölmarga kjósendur hlynnta því að samningsniðurstaða liggi fyrir. En þegar þingmeirihluti þessara flokka fékkst í kosningunum og saminn hafði verið stjórnarsáttmáli gaf strokkurinn frá sér annað hljóð. Fyrirheitið um þjóðaratkvæðagreiðslu varð eins og hver annar orðaleikur. Lýðræðislega svigrúmsstjórnin hefur því ekki enn séð sér fært að gefa borgurunum lýðræðislegt svigrúm til ákvarðanatöku í ESB-málinu, enda þótt meirihluti þjóðarinnar óski þess samkvæmt skoðanakönnunum. Bæði helbláir og gallgrænir stjórnarflokkamenn staðhæfa raunar að í alþingiskosningunum sjálfum hafi þjóðin afráðið að slíta aðildarviðræðum við ESB að fullu og öllu. Það eru að vísu falsrök. En setjum sem svo að það væri rétt, hvað dvelur þá Orminn langa, hvers vegna hefur ríkisstjórnin ekki nú þegar afturkallað umsóknina? Hefur hún kannski ekki bein í nefi til þess? Ríkisstjórnin áræddi hvorki annað né meira en að gera fortakslausara hlé á viðræðunum en verið hafði um sinn, viðræðum við ríkjasamband sem hún í öðru orðinu segist hatast við, nýtur þó áfram góðs af öllu því pólitíska brautryðjendastarfi Evrópumanna sem liggur til grundvallar innri markaði ESB. Enda þótt svigrúmsstjórnin sjái hvorki svigrúm til að halda aðildarviðræðum áfram né að efna til áðurnefndrar þjóðaratkvæðagreiðslu áleit hún sig hafa fullt svigrúm til að krefja ESB um milljónir á milljónir ofan í styrki (IPA), bundna aðildarviðræðum. Yfir alla þessa grautargerð samanlagða slær formaður fjárlaganefndar Alþingis mildum ljóma sem betur fer, hin rósfingraða morgungyðja Framsóknar, Móamanna og Heimssýnarfólksins. Svigrúm forsætisráðherrans til skuldaleiðréttingar handa „heimilunum í landinu“ dróst saman um sirka þrjá fjórðu hluta milli kosningabaráttunnar og haustsins sem í hönd fór. Skítt með það, stóra svigrúmið hafði þjónað vel tilgangi sínum á atkvæðaveiðunum. Það sem andstæðingarnir héldu fram fyrir kosningar reyndist nú laukrétt, svigrúm allra svigrúma gat aldrei orðið neitt í líkingu við það sem lofað hafði verið statt og stöðugt. Svigrúmið í ESB-málinu varð hins vegar að alls engu. Samt sem áður vísaði ríkisstjórnin því til Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Þar fengi það akademískt yfirbragð. Nú sem stendur brýtur sú stofnun, í umboði stjórnvalda, heilann um þetta þrotna svigrúm og mun skila niðurstöðu sinni hvað úr hverju. Hagfræðingastéttin er alls góðs makleg. En seint verður sagt að innan hennar líti allir sömu augum á silfrið frekar en gerist og gengur um aðra menn, hvað svo sem verða kann um svigrúmsrannsóknirnar í Hákóla Íslands. Eiginlega er leitun meðal akademískra greina að þrálátari sundurþykkju um leiðir og markmið en einmitt í hagvísindum. Nýlegt dæmi um þetta er hrópandi: Þegar Grikkir höfðu spilað botninn úr buxunum enn einu sinni, nú komnir í evrusamstarfið, voru sex, ef ekki sjö, ofurhagfræðingar frá jafn mörgum löndum beðnir um rökstutt álit sitt á því til hvaða ráða vænlegast væri að grípa í skuldakreppu gríska ríkisins. Þeir lögðust undir feld hver á sínum stað. En þegar úrræðunum var skilað reyndust þau eins sundurleit og mennirnir voru margir. Sumir hinna nafntoguðu ofurhagfræðinga standa í stórbisniss í þágu fjárfesta. Einn þeirra er Nouriel Roubini (í uppáhaldi hjá Móamönnum). Hann rambaði á að segja fyrir um bankakreppuna á Wall Street árið 2008, kreppuna sem send var þaðan heiminum með beztu kveðju, og hefur síðan ekki látið af að spá og spá eins og sjálfur Jesaja. Fyrri part sumars 2012 fór Roubini stað úr stað í Evrópu líkur hlaupadýri, þefaði víða og sannfærðist um fall evrukerfisins innan fárra daga. Hann ráðlagði áhættufjárfestinum John Paulson eindregið að veðja á hrun evrunnar. Paulson lét ekki segja sér það tvisvar og veðjaði. En það var evran sem ekki hrundi og er um þessar mundir fastari fyrir en nokkru sinni, var á síðastliðnu ári styrkust allra hinna alþjóðlegu mynta. Paulson tapaði hrikalega (einnig Soros gamli á sömu forsendum) og viðurkenndi eftir á að hafa „mislesið“ evrópska pólitík. Roubini hafði nefnilega allur verið í kauphallarhvískrinu, vissi auðvitað ekkert hvað Merkel, Mario Draghi og fleiri hugsuðu. Af Paulson er það annars að frétta að í júní síðastliðnum keypti hann kröfur á Glitni að upphæð 229 milljónir dollara. Nú er eftir að vita hvort spádómssaugun í N. Roubini urðu leiðarljós Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands þegar hún velti fyrir sér lífi og dauða evrunnar. Það hlýtur að koma fram í væntanlegri svigrúmsskýrslu frá hennar hendi.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun