Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar 22. ágúst 2025 10:31 Tillögur í grunnskólamálum Kópavogsbæjar ,,Framtíðin í fyrsta sæti - Umbótaverkefni grunnskóla Kópavogs til 2030“ voru birtar í vikunni og kynntar í fjölmiðlum. Kópavogsbær er að stíga mikilvægt skref í að rýna í stöðu grunnskóla bæjarins og meta hvar liggja tækifæri til sóknar. Tillögunum er skipt niður í þrjá kafla og sextán þætti og eru allar tillögurnar mikilvægar. Í þessum tillögum eru þættir sem skipta gríðarlegu miklu máli fyrir grunnskóla bæjarins. Skólar í öðrum sveitarfélögum eru að glíma við sömu áskoranir. Það er því mikilvægt að forgangsraða rétt. Fáist ekki fagfólk til starfa í skólum landsins er það á ábyrgð og herðum skólastjórnenda og kennara að kenna leiðbeinendum að starfa sem kennari. Í einni af tillögunum er lögð áhersla á að styðja og hvetja leiðbeinendur til náms og laða að menntaða kennara í skóla bæjarins. Kennurum fer fækkandi í grunnskólum landsins og erfitt er að fá menntaða, hæfa kennara til starfa út af starfsumhverfinu. Það er mikilvægt að fjárfesta í kennurum og gera sveitarfélagið að aðlaðandi vinnustað. Það þarf meira til en stuðning til náms. Lykilatriði í tillögunum snýr að öruggu starfsumhverfi nemenda og starfsfólks skóla. Ef nemendum líður ekki vel í skólanum fer lítið nám fram. Leggja þarf áherslu á að nemendur og starfsfólk upplifi sig örugg í skólanum. Öryggi er ein af grunnþörfunum og það er okkar að gæta þess að þeim sé fullnægt í skólanum. Ef starfsumhverfi nemenda og kennara er bætt, leiðir það til betri námsárangurs. Í tillögunum er einnig rætt þróun samræmdra stuðningsúrræða og skoðaður verður möguleiki á stofnun sérskóla en vöntun hefur verið á úrræði fyrir börn með miklar áskoranir. Mikilvægt er að skoða þau stuðningsúrræði vel sem nú þegar eru til staðar. Mikilvægt er að rýna þennan þátt vel og gera betur. Ef við fjárfestum til framtíðar munu áskoranir innan skólanna minnka, allir fá úrræði við hæfi, sem leiðir til þess að athygli kennara getur alfarið verið á nám nemenda. Nám á sér stað. Kópavogur er að stíga mikilvægt skref að ramma inn áherslur bæjarins varðandi grunnskólamál með það að markmiði að bæta skólastarf. Að undagenginni mikilli vinnu allra hagaðila, söfnun gagna og miklu samráði, var myndaður samstarfshópur með ólíkum einstaklingum úr skólasamfélaginu með ólíkan bakgrunn og áherslur, sem á það sameiginlegt að brenna fyrir skólamál bæjarins. Mikil vinna hefur farið í að móta tillögurnar. Mikilvægt er að skoða allar 16 tillögurnar vel, þó aðilar samráðshópsins brenni mismikið fyrir hverri og einni þeirra, þá má engin þeirra sitja á hakanum. Aðal umfjöllunarefnið í vikunni og það sem vakti mesta athygli af tillögunum voru samræmd próf í Kópavogi og þróun á nýju námsumsjónarkerfi. Innleiðing á Matsferli, stöðu- og framvinduprófum Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, fékk mestu athyglina. Það er ekki búið að taka ákvörðun um hvaða tillögum á að forgangsraða en mikilvægt er að forgangsraða rétt. Áframhaldandi samráð þarf að vera við skólastjórnendur, kennara og foreldra svo að tillögurnar skili raunverulegum árangri. Mikilvægustu tillögurnar, að mínu mati, snúa að starfsumhverfi kennara og nemenda og að allir nemendur fái úrræði við hæfi hvort sem það er innan eða utan skólans. Ef ekki eru í skólunum fagmenntaðir kennarar er ekki mögulegt að halda úti skólastarfi. Ef nemendur hafa ekki kennara eða viðeigandi úrræði segir það sig sjálft að lítið nám fer fram. Ef nemendum líður ekki vel fer lítið nám fram. Samræmt mat og nýtt námsumsjónarkerfi mun litlu skila fyrir þá. Það þarf að forgangsraða tillögunum og byrja á réttum enda. Það er mikilvægt að byrja að skoða eina af grunnþörfunum, öryggi. Vandi skólakerfisins felur í sér stórar og flóknar áskoranir. Áskoranir sem við þurfum að takast á við. Nú er tækifæri til umbóta. Ef forgangsröðun verkefna er rétt munu tillögurnar virka vel. Setjum framtíð barnanna í fyrsta sæti, fjárfestum til framtíðar. Höfundur er skólastjóri Hörðuvallaskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Kópavogur Skóla- og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Tillögur í grunnskólamálum Kópavogsbæjar ,,Framtíðin í fyrsta sæti - Umbótaverkefni grunnskóla Kópavogs til 2030“ voru birtar í vikunni og kynntar í fjölmiðlum. Kópavogsbær er að stíga mikilvægt skref í að rýna í stöðu grunnskóla bæjarins og meta hvar liggja tækifæri til sóknar. Tillögunum er skipt niður í þrjá kafla og sextán þætti og eru allar tillögurnar mikilvægar. Í þessum tillögum eru þættir sem skipta gríðarlegu miklu máli fyrir grunnskóla bæjarins. Skólar í öðrum sveitarfélögum eru að glíma við sömu áskoranir. Það er því mikilvægt að forgangsraða rétt. Fáist ekki fagfólk til starfa í skólum landsins er það á ábyrgð og herðum skólastjórnenda og kennara að kenna leiðbeinendum að starfa sem kennari. Í einni af tillögunum er lögð áhersla á að styðja og hvetja leiðbeinendur til náms og laða að menntaða kennara í skóla bæjarins. Kennurum fer fækkandi í grunnskólum landsins og erfitt er að fá menntaða, hæfa kennara til starfa út af starfsumhverfinu. Það er mikilvægt að fjárfesta í kennurum og gera sveitarfélagið að aðlaðandi vinnustað. Það þarf meira til en stuðning til náms. Lykilatriði í tillögunum snýr að öruggu starfsumhverfi nemenda og starfsfólks skóla. Ef nemendum líður ekki vel í skólanum fer lítið nám fram. Leggja þarf áherslu á að nemendur og starfsfólk upplifi sig örugg í skólanum. Öryggi er ein af grunnþörfunum og það er okkar að gæta þess að þeim sé fullnægt í skólanum. Ef starfsumhverfi nemenda og kennara er bætt, leiðir það til betri námsárangurs. Í tillögunum er einnig rætt þróun samræmdra stuðningsúrræða og skoðaður verður möguleiki á stofnun sérskóla en vöntun hefur verið á úrræði fyrir börn með miklar áskoranir. Mikilvægt er að skoða þau stuðningsúrræði vel sem nú þegar eru til staðar. Mikilvægt er að rýna þennan þátt vel og gera betur. Ef við fjárfestum til framtíðar munu áskoranir innan skólanna minnka, allir fá úrræði við hæfi, sem leiðir til þess að athygli kennara getur alfarið verið á nám nemenda. Nám á sér stað. Kópavogur er að stíga mikilvægt skref að ramma inn áherslur bæjarins varðandi grunnskólamál með það að markmiði að bæta skólastarf. Að undagenginni mikilli vinnu allra hagaðila, söfnun gagna og miklu samráði, var myndaður samstarfshópur með ólíkum einstaklingum úr skólasamfélaginu með ólíkan bakgrunn og áherslur, sem á það sameiginlegt að brenna fyrir skólamál bæjarins. Mikil vinna hefur farið í að móta tillögurnar. Mikilvægt er að skoða allar 16 tillögurnar vel, þó aðilar samráðshópsins brenni mismikið fyrir hverri og einni þeirra, þá má engin þeirra sitja á hakanum. Aðal umfjöllunarefnið í vikunni og það sem vakti mesta athygli af tillögunum voru samræmd próf í Kópavogi og þróun á nýju námsumsjónarkerfi. Innleiðing á Matsferli, stöðu- og framvinduprófum Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, fékk mestu athyglina. Það er ekki búið að taka ákvörðun um hvaða tillögum á að forgangsraða en mikilvægt er að forgangsraða rétt. Áframhaldandi samráð þarf að vera við skólastjórnendur, kennara og foreldra svo að tillögurnar skili raunverulegum árangri. Mikilvægustu tillögurnar, að mínu mati, snúa að starfsumhverfi kennara og nemenda og að allir nemendur fái úrræði við hæfi hvort sem það er innan eða utan skólans. Ef ekki eru í skólunum fagmenntaðir kennarar er ekki mögulegt að halda úti skólastarfi. Ef nemendur hafa ekki kennara eða viðeigandi úrræði segir það sig sjálft að lítið nám fer fram. Ef nemendum líður ekki vel fer lítið nám fram. Samræmt mat og nýtt námsumsjónarkerfi mun litlu skila fyrir þá. Það þarf að forgangsraða tillögunum og byrja á réttum enda. Það er mikilvægt að byrja að skoða eina af grunnþörfunum, öryggi. Vandi skólakerfisins felur í sér stórar og flóknar áskoranir. Áskoranir sem við þurfum að takast á við. Nú er tækifæri til umbóta. Ef forgangsröðun verkefna er rétt munu tillögurnar virka vel. Setjum framtíð barnanna í fyrsta sæti, fjárfestum til framtíðar. Höfundur er skólastjóri Hörðuvallaskóla.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar