Óréttlæti í styrkjakerfi milli kartöfluræktar og mjólkuriðnaðar Þorgils Jónsson skrifar 21. janúar 2014 09:27 Bergvin Jóhannsson á Áshóli í Grýtubakkahreppi segir uppskerubrest vegna veðurs síðustu ár og lágt verð til bænda hafa gengið nærri stétt kartöflubænda. mynd/Heiða.is Staða kartöflubænda hér á landi er erfið og hefur verið um nokkra hríð, aðallega vegna lágs verðs og uppskerubrests vegna veðurs. Bergvin Jóhannsson, bóndi á Áshóli og formaður Félags kartöflubænda, segir bændum hafa fækkað verulega síðustu ár og það sé óréttlátt að á meðan ríkið niðurgreiði mjólkurframleiðslu sé ekkert gert fyrir kartöflubændur.Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vakti máls á stöðu greinarinnar í umræðum um landbúnaðarafurðir á þingi í síðustu viku. Þar sagði Haraldur að búgreinin sem slík væri að komast á „válista“ vegna uppskerubrests og langvarandi lágra verða. Bergvin segir að sú mynd sem þarna var dregin upp sé nærri lagi. Samkvæmt nýjustu tölum eru 32 kartöflubændur á landinu, en fyrir rúmum áratug voru þeir um 200 talsins. Það verður þó vart mikil fækkun í þessum hópi á næstunni, að sögn Bergvins, þar sem flestir þeirra sem enn eru í framleiðslu myndu missa allt sitt ævistarf við að hætta rekstri. Bergvin segir að verðið til bænda hafi verið svo lágt um árabil að framleiðslan hafi ekki skilað nægum tekjum. „Og svo koma þessi ár með þessum áföllum,“ bætir hann við og á þar við uppskerubresti vegna veðurs síðustu ár. Verð til bænda er ákvarðað með samningum milli bænda og kaupenda, en Bergvin segir að síðustu ár hafi kaupendur ráðið ferðinni nærri einhliða, þó bændur hafi mætt aðeins meiri skilningi síðustu eitt eða tvö ár. Hann segir að kílóverð til bænda hafi jafnan verið um 30 til 40 krónum undir því sem þurfi til að koma rekstri kartöflubúa í eðlilegt horf. Það var lengi um 40 til 50 krónur og fór upp í 70, en á sama tíma tvöfaldaðist verð á áburði. Núna er verðið þó að þokast upp undir 100 krónur á kíló, en Bergvin segir það engu að síður svo lágt að það hamli framþróun. „Menn hafa ekki getað byggt nýjar geymslur, endurnýjað tól eða tæki eða fylgt tímanum í þessu. Þannig að það er ekki ofsagt að stéttin sé að komast á válista.“ Varðandi hvað ríkið geti gert til að koma til móts við kartöflubændur segist Bergvin hafa stungið upp á styrkjum til nýbygginga og fjárfestinga. Þær uppástungur hafi þó ekki hlotið mikinn hljómgrunn. „Ég sótti um styrk til Framleiðnisjóðs í fyrra vegna kaupa á nýrri tegund af arfaeyðingarvél sem gerir öll lyf óþörf, en þeir harðneituðu að styrkja það. Vélin kom þó mjög vel út í sumar og mér finnst ég sjá framtíð í því þó að þeir geri það ekki hjá Framleiðnisjóði.“ Bergvin segist hafa bent landbúnaðarráðherra á að það kosti um það bil það sama að framleiða eitt kíló af kartöflum og einn lítra af mjólk, en misjöfnu sé þó saman að líkja í þeim efnum. „Þeir styrkja mjólkurbændur með beingreiðslum um næstum helming af þeirri upphæð sem þeir fá frá samlögunum. Okkur finnst það óréttlátt að bú sem framleiðir mjólk í svipuðum tonnafjölda og við gerum af kartöflum skuli fá ríkisstyrk sem nemur hærri upphæð en það sem við fáum fyrir okkar vöru.“ Tengdar fréttir Kartöfluuppskeran klárast fyrr en áður Kartöflubændum fækkar vegna lágs verðs og uppskerubrests vegna veðurs. Þingmaður segir búgreinina vera að komast á válista. Kallað er eftir ríkisstyrkjum. 21. janúar 2014 07:00 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Staða kartöflubænda hér á landi er erfið og hefur verið um nokkra hríð, aðallega vegna lágs verðs og uppskerubrests vegna veðurs. Bergvin Jóhannsson, bóndi á Áshóli og formaður Félags kartöflubænda, segir bændum hafa fækkað verulega síðustu ár og það sé óréttlátt að á meðan ríkið niðurgreiði mjólkurframleiðslu sé ekkert gert fyrir kartöflubændur.Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vakti máls á stöðu greinarinnar í umræðum um landbúnaðarafurðir á þingi í síðustu viku. Þar sagði Haraldur að búgreinin sem slík væri að komast á „válista“ vegna uppskerubrests og langvarandi lágra verða. Bergvin segir að sú mynd sem þarna var dregin upp sé nærri lagi. Samkvæmt nýjustu tölum eru 32 kartöflubændur á landinu, en fyrir rúmum áratug voru þeir um 200 talsins. Það verður þó vart mikil fækkun í þessum hópi á næstunni, að sögn Bergvins, þar sem flestir þeirra sem enn eru í framleiðslu myndu missa allt sitt ævistarf við að hætta rekstri. Bergvin segir að verðið til bænda hafi verið svo lágt um árabil að framleiðslan hafi ekki skilað nægum tekjum. „Og svo koma þessi ár með þessum áföllum,“ bætir hann við og á þar við uppskerubresti vegna veðurs síðustu ár. Verð til bænda er ákvarðað með samningum milli bænda og kaupenda, en Bergvin segir að síðustu ár hafi kaupendur ráðið ferðinni nærri einhliða, þó bændur hafi mætt aðeins meiri skilningi síðustu eitt eða tvö ár. Hann segir að kílóverð til bænda hafi jafnan verið um 30 til 40 krónum undir því sem þurfi til að koma rekstri kartöflubúa í eðlilegt horf. Það var lengi um 40 til 50 krónur og fór upp í 70, en á sama tíma tvöfaldaðist verð á áburði. Núna er verðið þó að þokast upp undir 100 krónur á kíló, en Bergvin segir það engu að síður svo lágt að það hamli framþróun. „Menn hafa ekki getað byggt nýjar geymslur, endurnýjað tól eða tæki eða fylgt tímanum í þessu. Þannig að það er ekki ofsagt að stéttin sé að komast á válista.“ Varðandi hvað ríkið geti gert til að koma til móts við kartöflubændur segist Bergvin hafa stungið upp á styrkjum til nýbygginga og fjárfestinga. Þær uppástungur hafi þó ekki hlotið mikinn hljómgrunn. „Ég sótti um styrk til Framleiðnisjóðs í fyrra vegna kaupa á nýrri tegund af arfaeyðingarvél sem gerir öll lyf óþörf, en þeir harðneituðu að styrkja það. Vélin kom þó mjög vel út í sumar og mér finnst ég sjá framtíð í því þó að þeir geri það ekki hjá Framleiðnisjóði.“ Bergvin segist hafa bent landbúnaðarráðherra á að það kosti um það bil það sama að framleiða eitt kíló af kartöflum og einn lítra af mjólk, en misjöfnu sé þó saman að líkja í þeim efnum. „Þeir styrkja mjólkurbændur með beingreiðslum um næstum helming af þeirri upphæð sem þeir fá frá samlögunum. Okkur finnst það óréttlátt að bú sem framleiðir mjólk í svipuðum tonnafjölda og við gerum af kartöflum skuli fá ríkisstyrk sem nemur hærri upphæð en það sem við fáum fyrir okkar vöru.“
Tengdar fréttir Kartöfluuppskeran klárast fyrr en áður Kartöflubændum fækkar vegna lágs verðs og uppskerubrests vegna veðurs. Þingmaður segir búgreinina vera að komast á válista. Kallað er eftir ríkisstyrkjum. 21. janúar 2014 07:00 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Kartöfluuppskeran klárast fyrr en áður Kartöflubændum fækkar vegna lágs verðs og uppskerubrests vegna veðurs. Þingmaður segir búgreinina vera að komast á válista. Kallað er eftir ríkisstyrkjum. 21. janúar 2014 07:00