Erlent

Tæp­lega þúsund manns inn­lyksa á Everest

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint.
Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Getty

Tæplega þúsund göngugarpar eru innlyksa á tjaldsvæði á Everest-fjalli vegna snjóstorms sem þar geysir. 

Um er að ræða göngugarpa og ferðafólk sem dvöldu á tjaldsvæði á austanverðu fjallinu sem er tæpum fimm kílómetrum yfir sjávarmáli. Gríðarmikil snjókoma hófst á föstudagskvöld og var snjóþunginn svo mikill að hann lokaði göngustígum sem liggja frá tjaldsvæðinu niður fjallið. 

Hundruð íbúa í nærliggjandi þorpum og björgunarsveitir hafa verið kölluð út til að greiða leið göngugarpanna. Í umfjöllun BBC, sem hefur eftir kínverskum fjölmiðlum, segir að nú þegar hafi nokkrum ferðamönnum verið bjargað af fjallinu.

Einhver tjöld hafa fallið vegna snjókomunnar og þjást einhverjir af ofkælingu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×