Þörf á nýrri hugsun til að taka á húsnæðisvandanum Höskuldur Kári Schram skrifar 19. apríl 2014 12:00 vísir/pjetur „Okkar loforð miða að því að efnahagur foreldra og fjölskyldna eigi ekki að koma í veg fyrir að börn geti verið virkir þátttakendur í íþróttum og tónlistarnámi. Við verðum að horfast í augu við það að það eru margar fjölskyldur í borginni sem eiga erfitt með að láta enda ná saman. Það fylgja mikil útgjöld þessum frístundahluta og með því að hækka frístundakortið þá erum við að reyna að koma til móts við þessar fjölskyldur. Við viljum líka auka systkinaafslætti, þannig að þeir gildi þvert á skólastig,“ segir Dagur. Hann segir að hækkunin verði innleidd í áföngum. „Allt sem við segjum í okkar kosningastefnuskrá byggjum við á fimm ára áætlun í fjármálum Reykjavíkurborgar. Ég held að fólk sé alveg komið með nóg af loforðafylleríi í aðdraganda kosninga. Þannig að við setjum bara það fram sem við treystum okkur til að standa við. Það þarf að taka svona hækkun í áföngum. Þannig treystum við okkur til að gera þetta.“Húsnæðisvandinn stærsta málið Dagur gerir ráð fyrir því að húsnæðisvandinn verði stærsta málið í komandi kosningum. Hann segir þörf á nýrri hugsun til að taka á vandanum. „Við höfum sett fram áætlun og gerðum það í fyrra um uppbyggingu á 2.500 til 3.000 leigu- og búseturéttaríbúðum á næstu árum. Við viljum hins vegar stilla upp lausnum fyrir alla en ekki bara suma. Við erum að horfa á félagslega hlutann og þar viljum við vinna mjög þétt með verkalýðshreyfingunni að nýrri hugsun og nýjum lausnum sem koma til móts við þá sem hafa minnst á milli handanna. Við viljum ekki að sum svæði í Reykjavík verði bara fyrir fáa og ríka sem búa í lúxusíbúðum. Við viljum þess í stað að borgin verði öll blönduð. Svo erum við að vinna með lífeyrissjóðunum sem vilja koma með fjármagn inn á almennan leigumarkað sem er kannski fyrir fjölbreyttari hóp, þ.m.t. þá sem eru efnameiri en þá vídd hefur vantað inn á leigumarkað á Íslandi. Þar sjáum við fyrir okkur að borgin leggi fram lóðir en sjóðirnir komi með fjármagnið. Svo viljum við vinna með stúdentum sem eru að sinna mikilvægum hóp. Við verðum að átta okkur á því að þegar við byggjum 500 stúdentaíbúðir þá erum við kannski í leiðinni að opna 500 íbúðir fyrir aðra á leigumarkaði. Svo eru það búseturéttaríbúðir bæði fyrir eldra fólk og fyrir venjulegar barnafjölskyldur. Við hugsum þetta út frá því að borgarbúar eru ekki allir steyptir í sama mót. Þeir eru fjölbreyttir og húsnæðismarkaðurinn þarf að vera fyrir alla. Öryggið þarf líka að vera fyrir alla en ekki bara suma,“ segir Dagur.Ekki fleiri hótel í miðbænum Mikil hóteluppbygging hefur átt sér stað í Reykjavík samfara auknum straumi ferðamanna hingað til lands. Dagur segist ekki vilja sjá fleiri hótel í miðborginni. „Nú eru á áætlun 1.100 ný herbergi fyrst og fremst miðsvæðis og við höfum stutt mörg þeirra, meðal annars í gegnum skipulag. Það er vegna þess að ef það eru ekki byggð hótelherbergi þá skapast þrýstingur á leigumarkað. Ferðaþjónustan borar sig þá inn í íbúðahverfin sem eru miðsvæðis. Þess vegna þurfum við að byggja hótel. En ég gaf líka mjög skýra yfirlýsingu um daginn um að mér finnst nóg komið af hóteluppbyggingu í miðborginni. Við stöndum með þeim verkefnum sem eru komin á dagskrá en nú viljum við beina næstu bylgju inn á önnur svæði. Við erum í því samhengi að horfa á svæði í kringum Hlemm, Borgartún, Kirkjusand og svæði í kringum Grand Hótel. Við viljum líka styðja við hóteluppbyggingu í nágrannasveitarfélögum. Það þýðir að við þurfum að hugsa, bæði sem borgar- og bæjaryfirvöld, um að búa til skemmtilegt umhverfi í kringum þessi svæði. Við eigum að nýta fjárfestinguna sem fylgir ferðaþjónustunni til hagsbóta fyrir íbúa. Þannig sjáum við fyrir okkur að í hverfunum verði líka til kaffihús, skemmtilegir almenningsgarðar og fleira,“ segir Dagur.Allt viðtalið við Dag má sjá í Pólitíkinni á Vísi. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
„Okkar loforð miða að því að efnahagur foreldra og fjölskyldna eigi ekki að koma í veg fyrir að börn geti verið virkir þátttakendur í íþróttum og tónlistarnámi. Við verðum að horfast í augu við það að það eru margar fjölskyldur í borginni sem eiga erfitt með að láta enda ná saman. Það fylgja mikil útgjöld þessum frístundahluta og með því að hækka frístundakortið þá erum við að reyna að koma til móts við þessar fjölskyldur. Við viljum líka auka systkinaafslætti, þannig að þeir gildi þvert á skólastig,“ segir Dagur. Hann segir að hækkunin verði innleidd í áföngum. „Allt sem við segjum í okkar kosningastefnuskrá byggjum við á fimm ára áætlun í fjármálum Reykjavíkurborgar. Ég held að fólk sé alveg komið með nóg af loforðafylleríi í aðdraganda kosninga. Þannig að við setjum bara það fram sem við treystum okkur til að standa við. Það þarf að taka svona hækkun í áföngum. Þannig treystum við okkur til að gera þetta.“Húsnæðisvandinn stærsta málið Dagur gerir ráð fyrir því að húsnæðisvandinn verði stærsta málið í komandi kosningum. Hann segir þörf á nýrri hugsun til að taka á vandanum. „Við höfum sett fram áætlun og gerðum það í fyrra um uppbyggingu á 2.500 til 3.000 leigu- og búseturéttaríbúðum á næstu árum. Við viljum hins vegar stilla upp lausnum fyrir alla en ekki bara suma. Við erum að horfa á félagslega hlutann og þar viljum við vinna mjög þétt með verkalýðshreyfingunni að nýrri hugsun og nýjum lausnum sem koma til móts við þá sem hafa minnst á milli handanna. Við viljum ekki að sum svæði í Reykjavík verði bara fyrir fáa og ríka sem búa í lúxusíbúðum. Við viljum þess í stað að borgin verði öll blönduð. Svo erum við að vinna með lífeyrissjóðunum sem vilja koma með fjármagn inn á almennan leigumarkað sem er kannski fyrir fjölbreyttari hóp, þ.m.t. þá sem eru efnameiri en þá vídd hefur vantað inn á leigumarkað á Íslandi. Þar sjáum við fyrir okkur að borgin leggi fram lóðir en sjóðirnir komi með fjármagnið. Svo viljum við vinna með stúdentum sem eru að sinna mikilvægum hóp. Við verðum að átta okkur á því að þegar við byggjum 500 stúdentaíbúðir þá erum við kannski í leiðinni að opna 500 íbúðir fyrir aðra á leigumarkaði. Svo eru það búseturéttaríbúðir bæði fyrir eldra fólk og fyrir venjulegar barnafjölskyldur. Við hugsum þetta út frá því að borgarbúar eru ekki allir steyptir í sama mót. Þeir eru fjölbreyttir og húsnæðismarkaðurinn þarf að vera fyrir alla. Öryggið þarf líka að vera fyrir alla en ekki bara suma,“ segir Dagur.Ekki fleiri hótel í miðbænum Mikil hóteluppbygging hefur átt sér stað í Reykjavík samfara auknum straumi ferðamanna hingað til lands. Dagur segist ekki vilja sjá fleiri hótel í miðborginni. „Nú eru á áætlun 1.100 ný herbergi fyrst og fremst miðsvæðis og við höfum stutt mörg þeirra, meðal annars í gegnum skipulag. Það er vegna þess að ef það eru ekki byggð hótelherbergi þá skapast þrýstingur á leigumarkað. Ferðaþjónustan borar sig þá inn í íbúðahverfin sem eru miðsvæðis. Þess vegna þurfum við að byggja hótel. En ég gaf líka mjög skýra yfirlýsingu um daginn um að mér finnst nóg komið af hóteluppbyggingu í miðborginni. Við stöndum með þeim verkefnum sem eru komin á dagskrá en nú viljum við beina næstu bylgju inn á önnur svæði. Við erum í því samhengi að horfa á svæði í kringum Hlemm, Borgartún, Kirkjusand og svæði í kringum Grand Hótel. Við viljum líka styðja við hóteluppbyggingu í nágrannasveitarfélögum. Það þýðir að við þurfum að hugsa, bæði sem borgar- og bæjaryfirvöld, um að búa til skemmtilegt umhverfi í kringum þessi svæði. Við eigum að nýta fjárfestinguna sem fylgir ferðaþjónustunni til hagsbóta fyrir íbúa. Þannig sjáum við fyrir okkur að í hverfunum verði líka til kaffihús, skemmtilegir almenningsgarðar og fleira,“ segir Dagur.Allt viðtalið við Dag má sjá í Pólitíkinni á Vísi.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira