Eftirsóttir varahlutir Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 20. maí 2014 07:00 Mikil umræða skapaðist um breytingar á lögum um líffæragjafir í kjölfar hörmulegs bílslyss þar sem tvö ungmenni létu lífið í janúarmánuði. Þörf á líffæragjöfum fer vaxandi þar sem hlutfall eldri borgara eykst. Líffæri geta bjargað mannslífum og aukið lífsgæði fólks. Flestir vilja láta gott af sér leiða og gefa líffæri sín ef mögulegt er en þó eru ýmsar siðferðislegar og praktískar spurningar sem vakna þegar til umræðu er að breyta lögum á þann veg að gert verði ráð fyrir ætluðu samþykki fyrir líffæragjöf.Ekki tímabærar lagabreytingar Undirrituð lagði fram frumvarp á haustmánuðum þar sem lögð er til breyting á lögum um brottnám líffæra nr. 16/1991. Takmark lagabreytingarinnar er að fjölga líffæragjöfum. Frumvarpið hefur verið til umfjöllunar hjá velferðarnefnd Alþingis í allan vetur og nefndin hefur skoðað málin niður í kjölinn með því að fá umsagnir og heimsóknir frá ýmsum sem málinu tengjast. Nefndin lagði fram nefndarálit með frávísunartillögu nýlega og Alþingi samþykkti hana. Málið er þó ekki tapað. Menn eru sammála um að brýnt sé að fjölga líffæragjöfum. Nefndin telur hins vegar ekki tímabært að leggja til þessa grundvallarlagabreytingu þar sem breytingin ein og sér hefur ekki tilætluð áhrif skv. reynslu annarra þjóða og einnig gæti hún vegið að sjálfsákvörðunarrétti einstaklinga.Skref í rétta átt Þess ber að geta að þetta mál hefur verið flutt tvisvar áður á Alþingi og því telst þessi afgreiðsla viss áfangasigur fyrir framgöngu þess þó svo að lagabreytingin hafi ekki verið samþykkt. Málið er flókið og afar viðkvæmt að mörgu leyti. Eins og fyrr segir þá var samþykkt á Alþingi þann 12. maí að frumvarpinu yrði vísað til ríkisstjórnarinnar þar sem unnið verði áfram að málinu og nokkur atriði tekin til sérstakrar skoðunar, m.a. að útbúið verði fræðsluefni um líffæragjöf, markvisst verði unnið að þjálfun og fræðslu heilbrigðisstarfsfólks og aðgengilegt verði fyrir einstaklinga að skrá vilja sinn til líffæragjafa. Gert er ráð fyrir að ráðherra skili Alþingi skýrslu á vorþingi 2015 þar sem fram komi niðurstaða þeirrar vinnu sem lögð er til. Einnig leggur nefndin til að 29. janúar ár hvert verði dagur líffæragjafa. Þar með haldi umræðan um þessi mál áfram í þjóðfélaginu og veki fólk til vitundar um mikilvægi þess að skrá sig sem líffæragjafa. Vonandi eru þetta allt lítil skref í rétta átt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Mikil umræða skapaðist um breytingar á lögum um líffæragjafir í kjölfar hörmulegs bílslyss þar sem tvö ungmenni létu lífið í janúarmánuði. Þörf á líffæragjöfum fer vaxandi þar sem hlutfall eldri borgara eykst. Líffæri geta bjargað mannslífum og aukið lífsgæði fólks. Flestir vilja láta gott af sér leiða og gefa líffæri sín ef mögulegt er en þó eru ýmsar siðferðislegar og praktískar spurningar sem vakna þegar til umræðu er að breyta lögum á þann veg að gert verði ráð fyrir ætluðu samþykki fyrir líffæragjöf.Ekki tímabærar lagabreytingar Undirrituð lagði fram frumvarp á haustmánuðum þar sem lögð er til breyting á lögum um brottnám líffæra nr. 16/1991. Takmark lagabreytingarinnar er að fjölga líffæragjöfum. Frumvarpið hefur verið til umfjöllunar hjá velferðarnefnd Alþingis í allan vetur og nefndin hefur skoðað málin niður í kjölinn með því að fá umsagnir og heimsóknir frá ýmsum sem málinu tengjast. Nefndin lagði fram nefndarálit með frávísunartillögu nýlega og Alþingi samþykkti hana. Málið er þó ekki tapað. Menn eru sammála um að brýnt sé að fjölga líffæragjöfum. Nefndin telur hins vegar ekki tímabært að leggja til þessa grundvallarlagabreytingu þar sem breytingin ein og sér hefur ekki tilætluð áhrif skv. reynslu annarra þjóða og einnig gæti hún vegið að sjálfsákvörðunarrétti einstaklinga.Skref í rétta átt Þess ber að geta að þetta mál hefur verið flutt tvisvar áður á Alþingi og því telst þessi afgreiðsla viss áfangasigur fyrir framgöngu þess þó svo að lagabreytingin hafi ekki verið samþykkt. Málið er flókið og afar viðkvæmt að mörgu leyti. Eins og fyrr segir þá var samþykkt á Alþingi þann 12. maí að frumvarpinu yrði vísað til ríkisstjórnarinnar þar sem unnið verði áfram að málinu og nokkur atriði tekin til sérstakrar skoðunar, m.a. að útbúið verði fræðsluefni um líffæragjöf, markvisst verði unnið að þjálfun og fræðslu heilbrigðisstarfsfólks og aðgengilegt verði fyrir einstaklinga að skrá vilja sinn til líffæragjafa. Gert er ráð fyrir að ráðherra skili Alþingi skýrslu á vorþingi 2015 þar sem fram komi niðurstaða þeirrar vinnu sem lögð er til. Einnig leggur nefndin til að 29. janúar ár hvert verði dagur líffæragjafa. Þar með haldi umræðan um þessi mál áfram í þjóðfélaginu og veki fólk til vitundar um mikilvægi þess að skrá sig sem líffæragjafa. Vonandi eru þetta allt lítil skref í rétta átt.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun