Hálfvitarnir renna blint í sjóinn Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 23. maí 2014 09:00 Ljótu hálfvitarnir eru þekktir fyrir að vera gamansamir. Mynd/Heiðar Kristjánsson „Þetta verður einhver kaos. Við rennum dásamlega blint í sjóinn,“ segir Snæbjörn Ragnarsson í hljómsveitinni Ljótu hálfvitunum. Sveitin heldur tónleika á Café Rosenberg 30. og 31. maí og á Græna hattinum um Hvítasunnuhelgina en tónleikaröðin gengur undir nafninu Spilakvöld. Á tónleikunum nota hljómsveitarmeðlimir spilastokk sem þeir eru með í framleiðslu til að velja lögin sem þeir spila. „Við erum búnir að gefa út fjórar plötur og þær líta allar eins og út. Fyrsta var bleik, önnur blá, síðan græn og loks appelsínugul og allar með svörtu letri. Það eru þrettán lög á hverri og það er teiknuð mynd við hvert lag. Við komumst að því að það eru fjórar sortir í spilastokk og þrettán spil í hverri þannig að við tókum allar myndirnar saman og gerðum spilastokk. Á tónleikunum drögum við síðan um hvaða lög við spilum og spilum lögin í þeirri röð sem við drögum,“ segir Snæbjörn. Hann segir þó að hálfvitarnir spili ekki öll 52 lögin á hverjum tónleikum heldur um það bil helming. „Þetta er góð hugmynd – alveg þangað til við förum að framkvæma hana. Við getum ekkert æft fyrir þetta. Yfirleitt getur maður kortlagt svona tónleika og veit sirka hvað maður er að fara að gera næst. Núna eiga menn eflaust eftir að klóra sér í hausnum. Það er ekkert öruggt að við kunnum öll þessi lög þannig að nokkur verða eflaust býsna „freestyle“.“ Hljómsveitin Ljótu hálfvitarnir var stofnuð árið 2006 og er skipuð níu manns sem kunna passlega mikið á hljóðfæri að sögn Snæbjörns. „Við erum búnir að vera saman í bandi í átta fokking ár án þess að skipta um mannskap. Þetta er stórbrotinn félagsskapur. Þarna koma allir gallar mannkynsins saman á einum stað.“ Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Þetta verður einhver kaos. Við rennum dásamlega blint í sjóinn,“ segir Snæbjörn Ragnarsson í hljómsveitinni Ljótu hálfvitunum. Sveitin heldur tónleika á Café Rosenberg 30. og 31. maí og á Græna hattinum um Hvítasunnuhelgina en tónleikaröðin gengur undir nafninu Spilakvöld. Á tónleikunum nota hljómsveitarmeðlimir spilastokk sem þeir eru með í framleiðslu til að velja lögin sem þeir spila. „Við erum búnir að gefa út fjórar plötur og þær líta allar eins og út. Fyrsta var bleik, önnur blá, síðan græn og loks appelsínugul og allar með svörtu letri. Það eru þrettán lög á hverri og það er teiknuð mynd við hvert lag. Við komumst að því að það eru fjórar sortir í spilastokk og þrettán spil í hverri þannig að við tókum allar myndirnar saman og gerðum spilastokk. Á tónleikunum drögum við síðan um hvaða lög við spilum og spilum lögin í þeirri röð sem við drögum,“ segir Snæbjörn. Hann segir þó að hálfvitarnir spili ekki öll 52 lögin á hverjum tónleikum heldur um það bil helming. „Þetta er góð hugmynd – alveg þangað til við förum að framkvæma hana. Við getum ekkert æft fyrir þetta. Yfirleitt getur maður kortlagt svona tónleika og veit sirka hvað maður er að fara að gera næst. Núna eiga menn eflaust eftir að klóra sér í hausnum. Það er ekkert öruggt að við kunnum öll þessi lög þannig að nokkur verða eflaust býsna „freestyle“.“ Hljómsveitin Ljótu hálfvitarnir var stofnuð árið 2006 og er skipuð níu manns sem kunna passlega mikið á hljóðfæri að sögn Snæbjörns. „Við erum búnir að vera saman í bandi í átta fokking ár án þess að skipta um mannskap. Þetta er stórbrotinn félagsskapur. Þarna koma allir gallar mannkynsins saman á einum stað.“
Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira