Á að afturkalla lóðir trúfélaga? Hjalti Hugason skrifar 27. maí 2014 07:00 Nýr oddviti Framsóknar í Reykjavík, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, hefur nú lýst yfir þeirri afstöðu sinni að ekki beri að „úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku rétttrúnaðarkirkjuna“. Hið „jákvæða“ við þessa dapurlegu yfirlýsingu er vissulega að Sveinbjörg vill ekki mismuna múslimum einum heldur einnig trúfélögum sem hún virðist telja of framandi á einn eða annan hátt. Hitt er ekki ljóst, hvar mismununin á að hefjast og hvar hún eigi að enda. Hugsanlega ber að skilja „röksemdina“ sem Sveinbjörg færir fyrir afstöðu sinni svo að einungis eigi að úthluta lútherskum söfnuðum lóðum fyrir kirkjur eða ígildi þeirra. Sé svo verður að afturkalla fjölda lóða. Þá hljóta ýmsar byggingar sem þegar hafa risið að valda vanda ef Sveinbjörg tæki nú við stjórn borgarinnar eftir kosningar. Sjálf telur Sveinbjörg afstöðu sína ráðast af eigin reynslu og mikilli yfirsýn. Ekki skulu bornar brigður á það. Þó má vera að fleiri skýringar komi til greina eins og þjóðhverf stefna Framsóknarflokksins eða tilraunir til að ná með auðveldu móti atkvæðum þeirra mörgu sem lýst hafa sig andvíga mosku. Hjá Framsókn má finna eldri dæmi um einfaldan „popúlisma“.Hæpin röksemd Sem guðfræðingur, áhugamaður um trúmálarétt í landinu og ekki síst vígður prestur í þjóðkirkjunni vil ég þó aðeins vara við og harma þá einu beinu röksemd sem Sveinbjörg færir fyrir útilokandi afstöðu sinni í trúarefnum sem felst í þjóðkirkjuskipaninni. En yfirlýsingin sem höfð hefur verið eftir Sveinbjörgu hljómar svo: „Á meðan við erum með þjóðkirkju eigum við ekki að úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku rétttrúnaðarkirkjuna.“ (leturbr. HH).Hættulegt þjóðkirkjuskipaninni Í þjóðkirkjuskipan felst eðli máls samkvæmt ýmiss konar mismunun sem hingað til hefur talist málefnaleg. Því hefur þjóðkirkjuskipan sem slík ekki verið talin brjóta í bága við mannréttindi. Gæta þarf þess samt að mismununin sé sem minnst og skerði ekki lögvarinn rétt og frelsi annarra á trúmálasviðinu en það hlýtur stefna Sveinbjargar að gera hvort sem hún nú beinist aðeins gegn múslimum og orþódoxum eða öllum trúfélögum sem ekki eru lúthersk. Fyrir mitt leyti vara ég alvarlega við að þjóðkirkjuskipanin sé notuð sem rök gegn því að trúfélögum nýbúa í landinu sé meinað að njóta þess réttar sem þeim er veittur með stjórnarskrá lýðveldisins. Slík afstaða kemur fyrr eða síðar til með að binda enda á þjóðkirkjuskipanina sem mörgum er enn kær eins og dæmin sanna. Það virðist þó ekki endilega felast í afstöðu Sveinbjargar. Hún þyrfti þó e.t.v. að gera fyllri grein fyrir afstöðu sinni í því efni og helst fyrir kosningar. Eftir kosningarnar kynni það síður að verða áhugavert! Þá hlýtur þjóðkirkjan að harma að hún skuli með þessum hætti vera dregin inn í pólitíska refskák í aðdraganda kosninga. — Eða hvað? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Nýr oddviti Framsóknar í Reykjavík, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, hefur nú lýst yfir þeirri afstöðu sinni að ekki beri að „úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku rétttrúnaðarkirkjuna“. Hið „jákvæða“ við þessa dapurlegu yfirlýsingu er vissulega að Sveinbjörg vill ekki mismuna múslimum einum heldur einnig trúfélögum sem hún virðist telja of framandi á einn eða annan hátt. Hitt er ekki ljóst, hvar mismununin á að hefjast og hvar hún eigi að enda. Hugsanlega ber að skilja „röksemdina“ sem Sveinbjörg færir fyrir afstöðu sinni svo að einungis eigi að úthluta lútherskum söfnuðum lóðum fyrir kirkjur eða ígildi þeirra. Sé svo verður að afturkalla fjölda lóða. Þá hljóta ýmsar byggingar sem þegar hafa risið að valda vanda ef Sveinbjörg tæki nú við stjórn borgarinnar eftir kosningar. Sjálf telur Sveinbjörg afstöðu sína ráðast af eigin reynslu og mikilli yfirsýn. Ekki skulu bornar brigður á það. Þó má vera að fleiri skýringar komi til greina eins og þjóðhverf stefna Framsóknarflokksins eða tilraunir til að ná með auðveldu móti atkvæðum þeirra mörgu sem lýst hafa sig andvíga mosku. Hjá Framsókn má finna eldri dæmi um einfaldan „popúlisma“.Hæpin röksemd Sem guðfræðingur, áhugamaður um trúmálarétt í landinu og ekki síst vígður prestur í þjóðkirkjunni vil ég þó aðeins vara við og harma þá einu beinu röksemd sem Sveinbjörg færir fyrir útilokandi afstöðu sinni í trúarefnum sem felst í þjóðkirkjuskipaninni. En yfirlýsingin sem höfð hefur verið eftir Sveinbjörgu hljómar svo: „Á meðan við erum með þjóðkirkju eigum við ekki að úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku rétttrúnaðarkirkjuna.“ (leturbr. HH).Hættulegt þjóðkirkjuskipaninni Í þjóðkirkjuskipan felst eðli máls samkvæmt ýmiss konar mismunun sem hingað til hefur talist málefnaleg. Því hefur þjóðkirkjuskipan sem slík ekki verið talin brjóta í bága við mannréttindi. Gæta þarf þess samt að mismununin sé sem minnst og skerði ekki lögvarinn rétt og frelsi annarra á trúmálasviðinu en það hlýtur stefna Sveinbjargar að gera hvort sem hún nú beinist aðeins gegn múslimum og orþódoxum eða öllum trúfélögum sem ekki eru lúthersk. Fyrir mitt leyti vara ég alvarlega við að þjóðkirkjuskipanin sé notuð sem rök gegn því að trúfélögum nýbúa í landinu sé meinað að njóta þess réttar sem þeim er veittur með stjórnarskrá lýðveldisins. Slík afstaða kemur fyrr eða síðar til með að binda enda á þjóðkirkjuskipanina sem mörgum er enn kær eins og dæmin sanna. Það virðist þó ekki endilega felast í afstöðu Sveinbjargar. Hún þyrfti þó e.t.v. að gera fyllri grein fyrir afstöðu sinni í því efni og helst fyrir kosningar. Eftir kosningarnar kynni það síður að verða áhugavert! Þá hlýtur þjóðkirkjan að harma að hún skuli með þessum hætti vera dregin inn í pólitíska refskák í aðdraganda kosninga. — Eða hvað?
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun