Gæslan hótar landeiganda sem rukkar ferðamenn lögbanni Brjánn Jónasson skrifar 24. júní 2014 06:45 Ferðamenn jafnt sem heimamenn geta búist við að þurfa að greiða 600 krónur fyrir að heimsækja fjöruna á Stokksnesi. Mynd/Runólfur Hauksson Falli landeigandinn á Stokksnesi ekki frá nýtilkominni gjaldtöku af ferðamönnum sem fara um landareign hans mun Landhelgisgæsla Íslands (LHG) krefjast lögbanns á gjaldheimtuna, segir Georg Lárusson, forstjóri stofnunarinnar. Landeigandinn lokaði um helgina veginum fyrir óviðkomandi umferð, og rukkar þá sem aka um hann um 600 krónur. Landareign hans liggur sunnan við Þjóðveg 1. Á henni er Stokksnes, þar sem Atlantshafsbandalagið reisti og rak ratsjárstöð. Nú hefur LHG tekið við rekstri stöðvarinnar, og leigir því hluta landsins undir starfsemina.Georg LárussonGeorg segir landeigandann ekkert samráð hafa haft við Gæsluna um að loka veginum, sem liggur meðal annars að ratsjárstöðinni. Vegurinn liggur líka nálægt fjöru sem hefur verið vinsæll áfangastaður fyrir bæði ferðamenn og fjölskyldufólk frá Höfn í Hornafirði, sem liggur um fimm kílómetrum vestar. „Við erum algerlega á móti þessu, þetta kemur ekki til greina,“ segir Georg. „Hann er búinn að leigja okkur landið og ef hann lætur ekki af þessu strax verðum við að grípa til viðeigandi ráðstafana.“ Hann segir ekki koma til greina að heimila landeigandanum að rukka fyrir aðgang að landi sem ríkið leigi fyrir verulega upphæð. Hann segir að svæðið sem LHG leigi sé miklu stærra en sá hluti sem liggur innan girðingar í kringum ratsjárstöðina sjálfa.Eigandinn ósáttur við ríkið „Það er tvennt í þessu, gera þetta eða loka veginum,“ segir Ómar Antonsson, eigandi jarðarinnar. Hann segir að ríkið hafi ekki viljað taka þátt í viðhaldi vegarins og því sé ekkert annað að gera fyrir sig en að taka upp gjald fyrir ferðamenn. „Ég er ekki að taka gjald fyrir það sem ég ætla að gera í framtíðinni, ég er búinn að byggja upp þjónustuna,“ segir Ómar. Hann rekur kaffihúsið Viking Café, sem er um kílómetra frá fjörunni. Hann segist hafa boðið upp á salernisþjónustu síðustu fjögur ár án þess að rukka krónu fyrir. Ómar segir talningu sýna að 10 þúsund bílar fari um veginn á hverju ári. Talsverður hluti af því séu rútur. Út frá því megi áætla að um 40 þúsund manns fari um svæðið á hverju ári.Ekki í slag við fólk „Ef menn eru í voðalegri fýlu þá verða menn bara að vera það,“ segir Ómar. Hann segir þó engan í slag við fólk, það komi einfaldlega inn, greiði sitt gjald og geti svo gengið um svæðið að vild. Hann segir að hingað til hafi enginn amast við gjaldinu, ferðamenn hafi greitt með glöðu geði. Ómar segist hafa reynt að fá Landhelgisgæsluna til að taka þátt í kostnaði við viðhald vegarins, en þar á bæ hafi menn bent á Vegagerðina. Vegagerðin hafi hins vegar ekki viljað greiða neitt. Georg segir að Landhelgisgæslan geti ekki amast við því að landeigandinn setji upp hlið fyrir neðan afleggjarann að ratsjárstöðinni, og selji aðgang á þann hluta landsins sem gæslan leigi ekki. „Málið er einfalt, hann hefur ekki heimild til að selja inn á það svæði sem við leigjum,“ segir Georg. Hann segir þá staði sem ferðamenn sæki mest í innan svæðisins sem ríkið sé með á leigu, og því hafi landeigandinn ekki mikið eftir til að selja. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Innlent Fleiri fréttir Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Sjá meira
Falli landeigandinn á Stokksnesi ekki frá nýtilkominni gjaldtöku af ferðamönnum sem fara um landareign hans mun Landhelgisgæsla Íslands (LHG) krefjast lögbanns á gjaldheimtuna, segir Georg Lárusson, forstjóri stofnunarinnar. Landeigandinn lokaði um helgina veginum fyrir óviðkomandi umferð, og rukkar þá sem aka um hann um 600 krónur. Landareign hans liggur sunnan við Þjóðveg 1. Á henni er Stokksnes, þar sem Atlantshafsbandalagið reisti og rak ratsjárstöð. Nú hefur LHG tekið við rekstri stöðvarinnar, og leigir því hluta landsins undir starfsemina.Georg LárussonGeorg segir landeigandann ekkert samráð hafa haft við Gæsluna um að loka veginum, sem liggur meðal annars að ratsjárstöðinni. Vegurinn liggur líka nálægt fjöru sem hefur verið vinsæll áfangastaður fyrir bæði ferðamenn og fjölskyldufólk frá Höfn í Hornafirði, sem liggur um fimm kílómetrum vestar. „Við erum algerlega á móti þessu, þetta kemur ekki til greina,“ segir Georg. „Hann er búinn að leigja okkur landið og ef hann lætur ekki af þessu strax verðum við að grípa til viðeigandi ráðstafana.“ Hann segir ekki koma til greina að heimila landeigandanum að rukka fyrir aðgang að landi sem ríkið leigi fyrir verulega upphæð. Hann segir að svæðið sem LHG leigi sé miklu stærra en sá hluti sem liggur innan girðingar í kringum ratsjárstöðina sjálfa.Eigandinn ósáttur við ríkið „Það er tvennt í þessu, gera þetta eða loka veginum,“ segir Ómar Antonsson, eigandi jarðarinnar. Hann segir að ríkið hafi ekki viljað taka þátt í viðhaldi vegarins og því sé ekkert annað að gera fyrir sig en að taka upp gjald fyrir ferðamenn. „Ég er ekki að taka gjald fyrir það sem ég ætla að gera í framtíðinni, ég er búinn að byggja upp þjónustuna,“ segir Ómar. Hann rekur kaffihúsið Viking Café, sem er um kílómetra frá fjörunni. Hann segist hafa boðið upp á salernisþjónustu síðustu fjögur ár án þess að rukka krónu fyrir. Ómar segir talningu sýna að 10 þúsund bílar fari um veginn á hverju ári. Talsverður hluti af því séu rútur. Út frá því megi áætla að um 40 þúsund manns fari um svæðið á hverju ári.Ekki í slag við fólk „Ef menn eru í voðalegri fýlu þá verða menn bara að vera það,“ segir Ómar. Hann segir þó engan í slag við fólk, það komi einfaldlega inn, greiði sitt gjald og geti svo gengið um svæðið að vild. Hann segir að hingað til hafi enginn amast við gjaldinu, ferðamenn hafi greitt með glöðu geði. Ómar segist hafa reynt að fá Landhelgisgæsluna til að taka þátt í kostnaði við viðhald vegarins, en þar á bæ hafi menn bent á Vegagerðina. Vegagerðin hafi hins vegar ekki viljað greiða neitt. Georg segir að Landhelgisgæslan geti ekki amast við því að landeigandinn setji upp hlið fyrir neðan afleggjarann að ratsjárstöðinni, og selji aðgang á þann hluta landsins sem gæslan leigi ekki. „Málið er einfalt, hann hefur ekki heimild til að selja inn á það svæði sem við leigjum,“ segir Georg. Hann segir þá staði sem ferðamenn sæki mest í innan svæðisins sem ríkið sé með á leigu, og því hafi landeigandinn ekki mikið eftir til að selja.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Innlent Fleiri fréttir Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent