Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Agnar Már Másson skrifar 5. ágúst 2025 11:58 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. vísir/arnar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur svarar starfsbróður sínum fullum hálsi og sendir „dylgjur“ til föðurhúsanna um að spá sín um eldgos á Snæfellsnesi innan þriggja ára sé órökstudd. Hann telur að gos geti hafist á Snæfellsnesi með skömmum fyrirvara. Greint var frá því í gær að Þorvaldur hefði sætt gagnrýndi af hálfu kollega síns, Haralds Sigurðssonar, fyrir að spá því að ekki væri langt í eldgos í Ljósufjallakerfinu á Snæfellsnesi. Haraldur vildi meina í færslu á Facebook að spá Þorvalds væri „órökstudd og vitnaði í jarðeðlisfræðinginn Pál Einarsson, sem hefði sagt að upptök skjálftanna í Ljósufjallakerfinu hefði ekki færst til svo marktækt sé. Haraldur Sigurðsson, sem fæddist og ólst upp í Stykkishólmi, hefur sjálfur mikið rannsakað eldvirkni Snæfellsness. Fyrir áratug vakti hann athygli á því að ný rannsókn sýndi að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll væru virkar eldstöðvar.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Þorvaldur hafði haldið fram í viðtali á mbl.is að upptök skjálfta við Grjótárvatn hefðu færst ofar í jarðskorpunni en hann hefur áður spáð eldgosi á Snæfelssnesi innan þriggja ára. „En eins og karlinn sagði, ef þú spáir nógu oft, þá hittir þú á rétta niðurstöðu einhvern tímann,“ skrifaði Haraldur um Þorvald, sem er gjarnan talinn yfirlýsingaglaður. Þorvaldur svarar Haraldi í færslu á Facebook-síðu Rannsóknareiningar í eldfjallafræði og náttúruvá hjá Háskóla Íslands. Það má vel vera, að sögn Þorvalds, að spá hans um eldgos á Snæfellsnesi innan þriggja ára reynist röng. En allar dylgjur um að hún sé ekki rökstudd sendi hann aftur til föðurhúsanna. Sinni spá til rökstuðnings bendir hann þrennt; að skjálfta þyrpist þétt við Grjótárvatn, að fleiri og fleiri skjálftar séu að mælast grynnra en tíu kílómetra, og að nýjar rannsóknir á gosmyndunum á Snæfellsnesi (Kahl o.fl., 2024; Baxter o.fl, 2023) sýni að í aðdraganda eldgosa á svæðinu byrji kvikusöfnun á um 20 km dýpi og færi sig síðan upp á 10 km dýpi áður en kemur til eldgoss. Hann bendir þó á að breytingar á skjálftavirkninni sé hægt að túlka á fleiri en eina vegu, en honum þyki líklegast að kvika sé að byrja að safnast á grynnra dýpi. „Jafnframt benda þessar rannsóknir á að þegar svo er komið geti gos hafist með stuttum fyrirvara.“ Í desember var fjallað um Ljósufjallakerfið í kvöldfréttum Stöðvar 2, nú Sýnar. Eldgos og jarðhræringar Snæfellsbær Stykkishólmur Grundarfjörður Eyja- og Miklaholtshreppur Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Greint var frá því í gær að Þorvaldur hefði sætt gagnrýndi af hálfu kollega síns, Haralds Sigurðssonar, fyrir að spá því að ekki væri langt í eldgos í Ljósufjallakerfinu á Snæfellsnesi. Haraldur vildi meina í færslu á Facebook að spá Þorvalds væri „órökstudd og vitnaði í jarðeðlisfræðinginn Pál Einarsson, sem hefði sagt að upptök skjálftanna í Ljósufjallakerfinu hefði ekki færst til svo marktækt sé. Haraldur Sigurðsson, sem fæddist og ólst upp í Stykkishólmi, hefur sjálfur mikið rannsakað eldvirkni Snæfellsness. Fyrir áratug vakti hann athygli á því að ný rannsókn sýndi að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll væru virkar eldstöðvar.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Þorvaldur hafði haldið fram í viðtali á mbl.is að upptök skjálfta við Grjótárvatn hefðu færst ofar í jarðskorpunni en hann hefur áður spáð eldgosi á Snæfelssnesi innan þriggja ára. „En eins og karlinn sagði, ef þú spáir nógu oft, þá hittir þú á rétta niðurstöðu einhvern tímann,“ skrifaði Haraldur um Þorvald, sem er gjarnan talinn yfirlýsingaglaður. Þorvaldur svarar Haraldi í færslu á Facebook-síðu Rannsóknareiningar í eldfjallafræði og náttúruvá hjá Háskóla Íslands. Það má vel vera, að sögn Þorvalds, að spá hans um eldgos á Snæfellsnesi innan þriggja ára reynist röng. En allar dylgjur um að hún sé ekki rökstudd sendi hann aftur til föðurhúsanna. Sinni spá til rökstuðnings bendir hann þrennt; að skjálfta þyrpist þétt við Grjótárvatn, að fleiri og fleiri skjálftar séu að mælast grynnra en tíu kílómetra, og að nýjar rannsóknir á gosmyndunum á Snæfellsnesi (Kahl o.fl., 2024; Baxter o.fl, 2023) sýni að í aðdraganda eldgosa á svæðinu byrji kvikusöfnun á um 20 km dýpi og færi sig síðan upp á 10 km dýpi áður en kemur til eldgoss. Hann bendir þó á að breytingar á skjálftavirkninni sé hægt að túlka á fleiri en eina vegu, en honum þyki líklegast að kvika sé að byrja að safnast á grynnra dýpi. „Jafnframt benda þessar rannsóknir á að þegar svo er komið geti gos hafist með stuttum fyrirvara.“ Í desember var fjallað um Ljósufjallakerfið í kvöldfréttum Stöðvar 2, nú Sýnar.
Eldgos og jarðhræringar Snæfellsbær Stykkishólmur Grundarfjörður Eyja- og Miklaholtshreppur Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira