Mikilvægari staða, meiri ábyrgð Ólafur Þ. Stephensen skrifar 15. ágúst 2014 06:00 Ný staða er uppi í öryggismálum Evrópu eftir innrás Rússa í Úkraínu og innlimun Krímskaga í Rússland. Eins og Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), ræddi í heimsókn sinni til Íslands í fyrradag, er ástæða til að óttast að Rússar horfi til fleiri ríkja en Úkraínu. Þeir eru líklegir til að vilja hindra með ýmsum ráðum að lönd, sem þeir telja að eigi að vera á sínu áhrifasvæði, efli bandalag sitt við vestræn ríki. Hið gamla landvarnahlutverk NATO er nú skyndilega í forgrunni á nýjan leik, eftir að Rússland breyttist á skömmum tíma úr samstarfsríki í andstæðing. Þetta hefur í för með sér breytingar á stöðu og ábyrgð Íslands í bandalaginu, eins og Fogh Rasmussen vék að. Líkt og hann nefndi á blaðamannafundi hefur mikilvægi staðsetningar Íslands í miðju Norður-Atlantshafinu aukizt á ný á síðustu árum vegna loftslagsbreytinga, sem munu leiða af sér meiri umferð og efnahagsleg umsvif á norðurslóðum. Árásargjarnari utanríkisstefna Rússlands, þar með talin endurhervæðing norðurhéraða landsins, þýðir líka að hernaðarlegt mikilvægi Íslands eykst á ný. Það er ekki þar með sagt að hér þurfi aftur að vera herlið á vegum bandalagsins; eins og framkvæmdastjórinn benti á er hægt að efla eftirlit með lofthelginni með skömmum fyrirvara. Öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins standa frammi fyrir nýjum veruleika í öryggis- og varnarmálum. Þótt hið hefðbundna landvarnahlutverk vegi nú þyngra, þarf áfram að sinna „nýjum“ verkefnum NATO á borð við friðargæzlu, íhlutun á átakasvæðum, leitar- og björgunarverkefnum og netvörnum. Staðan útheimtir aukin útgjöld til varnarmála, eftir samdrátt undanfarinna ára. Þar er Ísland engin undantekning. Anders Fogh Rasmussen skoraði á íslenzk stjórnvöld að leggja meira til sameiginlegra varna NATO og nefndi sérstaklega þátttöku Íslands í netvörnum og aðhlynningu sjúkra í tengslum við aðgerðir bandalagsins. Þá benti hann á það augljósa; að með batnandi efnahag er Ísland betur í stakk búið að leggja fjárhagslega sitt af mörkum til sameiginlegra varna bandalagsríkjanna. Það er nefnilega löngu liðin tíð að meginframlag Íslands til varna NATO felist í að leggja til aðstöðu á Keflavíkurflugvelli. Ísland verður að taka þátt í starfi bandalagsins með virkari hætti, þótt framlagið hljóti ávallt að verða á forsendum borgaralegrar starfsemi, sem er það eina sem við þekkjum. Framlag Íslands til eigin öryggis- og varnarmála, að viðbættu framlagi til NATO, er nokkur hundruð milljónir, hugsanlega á annan milljarð króna. Ef við miðuðum við að framlög til þessa málaflokks væru á bilinu 1-2 prósent af landsframleiðslu, eins og flest vestræn ríki gera, væru þau 18-36 milljarðar.Við getum alls ekki skorazt undan að auka framlag okkar til sameiginlegra varna vestrænna lýðræðisríkja á viðsjárverðum tímum. Viðbrögð ráðamanna í Fréttablaðinu í dag við áskorun framkvæmdastjóra NATO eru því rökrétt og jákvæð, en kannski ívið of varfærin. Auðvitað á Ísland að lýsa því skýrt yfir að það muni axla sína ábyrgð og taka fullan þátt í að efla Atlantshafsbandalagið þegar nýjar ógnir steðja að. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Halldór 26.07.2025 Halldór Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skoðun Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ný staða er uppi í öryggismálum Evrópu eftir innrás Rússa í Úkraínu og innlimun Krímskaga í Rússland. Eins og Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), ræddi í heimsókn sinni til Íslands í fyrradag, er ástæða til að óttast að Rússar horfi til fleiri ríkja en Úkraínu. Þeir eru líklegir til að vilja hindra með ýmsum ráðum að lönd, sem þeir telja að eigi að vera á sínu áhrifasvæði, efli bandalag sitt við vestræn ríki. Hið gamla landvarnahlutverk NATO er nú skyndilega í forgrunni á nýjan leik, eftir að Rússland breyttist á skömmum tíma úr samstarfsríki í andstæðing. Þetta hefur í för með sér breytingar á stöðu og ábyrgð Íslands í bandalaginu, eins og Fogh Rasmussen vék að. Líkt og hann nefndi á blaðamannafundi hefur mikilvægi staðsetningar Íslands í miðju Norður-Atlantshafinu aukizt á ný á síðustu árum vegna loftslagsbreytinga, sem munu leiða af sér meiri umferð og efnahagsleg umsvif á norðurslóðum. Árásargjarnari utanríkisstefna Rússlands, þar með talin endurhervæðing norðurhéraða landsins, þýðir líka að hernaðarlegt mikilvægi Íslands eykst á ný. Það er ekki þar með sagt að hér þurfi aftur að vera herlið á vegum bandalagsins; eins og framkvæmdastjórinn benti á er hægt að efla eftirlit með lofthelginni með skömmum fyrirvara. Öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins standa frammi fyrir nýjum veruleika í öryggis- og varnarmálum. Þótt hið hefðbundna landvarnahlutverk vegi nú þyngra, þarf áfram að sinna „nýjum“ verkefnum NATO á borð við friðargæzlu, íhlutun á átakasvæðum, leitar- og björgunarverkefnum og netvörnum. Staðan útheimtir aukin útgjöld til varnarmála, eftir samdrátt undanfarinna ára. Þar er Ísland engin undantekning. Anders Fogh Rasmussen skoraði á íslenzk stjórnvöld að leggja meira til sameiginlegra varna NATO og nefndi sérstaklega þátttöku Íslands í netvörnum og aðhlynningu sjúkra í tengslum við aðgerðir bandalagsins. Þá benti hann á það augljósa; að með batnandi efnahag er Ísland betur í stakk búið að leggja fjárhagslega sitt af mörkum til sameiginlegra varna bandalagsríkjanna. Það er nefnilega löngu liðin tíð að meginframlag Íslands til varna NATO felist í að leggja til aðstöðu á Keflavíkurflugvelli. Ísland verður að taka þátt í starfi bandalagsins með virkari hætti, þótt framlagið hljóti ávallt að verða á forsendum borgaralegrar starfsemi, sem er það eina sem við þekkjum. Framlag Íslands til eigin öryggis- og varnarmála, að viðbættu framlagi til NATO, er nokkur hundruð milljónir, hugsanlega á annan milljarð króna. Ef við miðuðum við að framlög til þessa málaflokks væru á bilinu 1-2 prósent af landsframleiðslu, eins og flest vestræn ríki gera, væru þau 18-36 milljarðar.Við getum alls ekki skorazt undan að auka framlag okkar til sameiginlegra varna vestrænna lýðræðisríkja á viðsjárverðum tímum. Viðbrögð ráðamanna í Fréttablaðinu í dag við áskorun framkvæmdastjóra NATO eru því rökrétt og jákvæð, en kannski ívið of varfærin. Auðvitað á Ísland að lýsa því skýrt yfir að það muni axla sína ábyrgð og taka fullan þátt í að efla Atlantshafsbandalagið þegar nýjar ógnir steðja að.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun