Hann segir það nú til dags svo auðvelt að hljóðrita hvar sem er. „Þetta er svo auðvelt í dag, við erum að tala um tölvu og nokkrar snúrur, þetta var öðruvísi í gamla daga þegar umstangið var talsvert meira,“ segir Stefán um upptökurnar.
Hann hefur þó áður gefið jólaplötu en sú kom út árið 2008. „Þeir sem kannast við fyrri plötuna geta látið sig hlakka til þessarar plötu því það má segja að hún kallist svolítið á fyrri plötuna,“ bætir Stefán við.
Á nýju plötunni verður aðallega að finna erlend lög sem Stefán gerir að sínum og þá eru flestir textarnir smíði Stefáns. Hún inniheldur nokkra dúetta, meðal annars með Ragnheiði Gröndal.
Hann hefur í hyggju að klára plötuna á næstum vikum. „Upptökurnar færast nú til borgarinnar og lýkur innan þriggja vikna.“ Stefnt er að því að gefa plötuna út síðla í október eða í byrjun nóvember. „Ég mun fylgja plötunni eftir með jólatónleikum í Salnum líkt og í fyrra, 5. og 6. desember og 11. og 12. desember,“ bætir Stefán við en miðar fara í sölu á næstunni.
