Fleiri tónleikar, meira vín og fleiri stelpur Gunnar Leó Pálsson og Andri Marinó Karlsson skrifar 6. september 2014 09:00 Basshunter skemmti Verslingum með glæsibrag. Vísir/Andri Marinó Karlsson „Um það bil helmingur tónleika minna í kringum sumartímann eru tónleikar eins og þessir hérna á Íslandi. Ég hef mjög gaman af því að spila á svona skólaböllum, þetta er skemmtileg blanda, eins konar blanda þess að spila á klúbbi eða á stórum tónleikum,“ segir sænski tónlistarmaðurinn Basshunter en hann tróð upp á skólaballi Verslunarskóla Íslands á fimmtudagskvöldið í íþróttahúsinu í Kaplakrika. En veit hann eitthvað um skólann sem hann var að spila fyrir? „Ég hef heyrt að það séu bara allir nemendurnir mættir og að þetta sé fjölmennasti skólinn. Ég hef líka heyrt að þetta sé skemmtilegasti skólinn,“ segir Basshunter og hlær. Basshunter kom fyrst fram á sjónarsviðið hér á landi þegar hann gaf út lagið Boten Anna árið 2006 sem var geysilega vinsælt og kom meðal annars hingað til lands það ár. „Ég er að koma hingað í þriðja sinn, fyrst þegar ég kom var vetur og mjög kalt en nú er gott og fallegt veður. Ég held ég hafi komið með góða veðrið með mér frá Svíþjóð,“ segir Basshunter og hlær.Hann er ákaflega hrifinn af landi og þjóð. „Fólkið hérna er yndislegt og landið virkilega fallegt,“ bætir Basshunter við, honum þykir leitt að geta ekki verið hér lengur og skoðað landið. Spurður út í hvort hann eigi sér uppáhalds íslenskan tónlistarmann segir hann Björk vera í miklu uppáhaldi. Basshunter fer sérlega fögrum orðum um kvenfólkið á Íslandi. „Íslenskt kvenfólk er alveg sérstaklega fallegt.“ Þó að ekki hafa mikið bólað á kappanum hér á landi undanfarið er nóg að gera hjá honum í tónleikahaldi og lagasmíði. „Ég er búinn að vera að spila mikið út um allan heim og það hefur verið mjög mikið að gera í sumar. Ég hef spilað í yfir fimmtíu löndum þannig að það hefur verið nóg að gera og er ég mjög þakklátur fyrir það.“ Hann segist semja sína tónlist og texta sjálfur. „Ég sem allt sjálfur en stundum hjálpar umboðsmaðurinn minn þó aðeins við textasmíðina, sérstaklega þegar mér gengur illa að finna réttu ensku orðin.“ Hann yfirgaf landið á föstudagsmorgun og hefur í nógu að snúast. „Ég er að fara til Spánar að spila og svo til Skotlands og Englands. Fleiri tónleikar, meira vín og fleiri stelpur,“ segir Basshunter og hlær.Brot úr sögu Basshunters Basshunter heitir réttu nafni Jonas Erik Altberg og er 29 ára gamall Svíi. Hann hefur gefið út sex plötur á ferlinum. Hans þekktustu lög eru: Boten AnnaVi sitter i Ventrilo och spelar DotAl Now You’re Gonel All I Ever Wanted Tónlist Mest lesið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Glæsilegt raðhús Maríu Paz til sölu Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Fleiri fréttir Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
„Um það bil helmingur tónleika minna í kringum sumartímann eru tónleikar eins og þessir hérna á Íslandi. Ég hef mjög gaman af því að spila á svona skólaböllum, þetta er skemmtileg blanda, eins konar blanda þess að spila á klúbbi eða á stórum tónleikum,“ segir sænski tónlistarmaðurinn Basshunter en hann tróð upp á skólaballi Verslunarskóla Íslands á fimmtudagskvöldið í íþróttahúsinu í Kaplakrika. En veit hann eitthvað um skólann sem hann var að spila fyrir? „Ég hef heyrt að það séu bara allir nemendurnir mættir og að þetta sé fjölmennasti skólinn. Ég hef líka heyrt að þetta sé skemmtilegasti skólinn,“ segir Basshunter og hlær. Basshunter kom fyrst fram á sjónarsviðið hér á landi þegar hann gaf út lagið Boten Anna árið 2006 sem var geysilega vinsælt og kom meðal annars hingað til lands það ár. „Ég er að koma hingað í þriðja sinn, fyrst þegar ég kom var vetur og mjög kalt en nú er gott og fallegt veður. Ég held ég hafi komið með góða veðrið með mér frá Svíþjóð,“ segir Basshunter og hlær.Hann er ákaflega hrifinn af landi og þjóð. „Fólkið hérna er yndislegt og landið virkilega fallegt,“ bætir Basshunter við, honum þykir leitt að geta ekki verið hér lengur og skoðað landið. Spurður út í hvort hann eigi sér uppáhalds íslenskan tónlistarmann segir hann Björk vera í miklu uppáhaldi. Basshunter fer sérlega fögrum orðum um kvenfólkið á Íslandi. „Íslenskt kvenfólk er alveg sérstaklega fallegt.“ Þó að ekki hafa mikið bólað á kappanum hér á landi undanfarið er nóg að gera hjá honum í tónleikahaldi og lagasmíði. „Ég er búinn að vera að spila mikið út um allan heim og það hefur verið mjög mikið að gera í sumar. Ég hef spilað í yfir fimmtíu löndum þannig að það hefur verið nóg að gera og er ég mjög þakklátur fyrir það.“ Hann segist semja sína tónlist og texta sjálfur. „Ég sem allt sjálfur en stundum hjálpar umboðsmaðurinn minn þó aðeins við textasmíðina, sérstaklega þegar mér gengur illa að finna réttu ensku orðin.“ Hann yfirgaf landið á föstudagsmorgun og hefur í nógu að snúast. „Ég er að fara til Spánar að spila og svo til Skotlands og Englands. Fleiri tónleikar, meira vín og fleiri stelpur,“ segir Basshunter og hlær.Brot úr sögu Basshunters Basshunter heitir réttu nafni Jonas Erik Altberg og er 29 ára gamall Svíi. Hann hefur gefið út sex plötur á ferlinum. Hans þekktustu lög eru: Boten AnnaVi sitter i Ventrilo och spelar DotAl Now You’re Gonel All I Ever Wanted
Tónlist Mest lesið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Glæsilegt raðhús Maríu Paz til sölu Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Fleiri fréttir Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira