Trommusettið fer fremst á sviðið Gunnar Leó Pálsson skrifar 12. september 2014 11:00 Birgir Jónsson og Kristinn Snær Agnarsson. Vísir/Ernir „Okkur Kidda datt þetta í hug í sumar, á Eistnaflugi nánar tiltekið. Við stóðum allir trommararnir saman og vorum að ræða saman um trommuleik og annað og þá kom þessi umræða upp,“ segir Birgir Jónsson, trommuleikari hljómsveitarinnar Dimmu. Hann og trommuleikarinn Kristinn Snær Agnarsson standa fyrir tónleikum til heiðurs John Bonham, trommuleikara Led Zeppelin, undir nafninu Stóri hvellur, en allur ágóði af tónleikunum rennur til styrktar MND félaginu. „Tenging slagverkssamfélagsins á Íslandi við MND samtökin er augljós enda var trommuleikarinn Rafn Jónsson einn af stofnendum samtakanna áður en sjúkdómurinn dró hann til dauða eftir hetjulega baráttu árið 2004,“ segir Birgir. Sonur Rafns, Egill Rafnsson sem er einn af okkar flottari rokktrommurum, kemur sérstaklega frá London, þar sem hann býr, til þess að spila á tónleikunum. Á tónleikunum verður trommusettið í forgrunni. „Við ætlum að brjóta reglurnar og stilla trommusettinu fremst og hafa það framarlega í mixinu. Það verður gaman þegar þessir trymblar fara í spor Bonhams en hann er af flestum talinn vera einn af áhrifamestu rokktrommuleikurum tónlistarsögunnar. Þetta er kvöld trommaranna,“ segir Birgir léttur í lundu.John BonhamVísir/GettyFyrir utan alla trommarana ellefu koma einnig fram aðrir frábærir hljóðfæraleikarar og söngvarar. „Það eru einhverjir sex söngvarar, sex gítarleikarar og fjórir bassaleikarar sem koma fram á tónleikunum. Allt eru þetta frábærir hljóðfæraleikarar sem eru mjög framarlega í senunni.“Tónleikarnir fara fram þann 12. október næstkomandi í Hörpu en um sömu helgi verður einnig haldin mikil trommarahátíð í hátíðarsal FÍH þegar Trommarinn 2014 fer þar fram. „Þessi helgi verður algjör veisla fyrir alla trommuleikara og trommuáhugamenn,“ bætir Birgir við.Fram koma:Arnar Geir Ómarsson (HAM)Arnar Gíslason (Dr. Spock, Mugison)Birgir Jónsson (DIMMA)Björn Stefánsson (Mínus)Egill Rafnsson (Sign, Grafík)Hallur Ingólfsson (XIII, HAM)Halldór Lárusson (Júpíters, Bubbi & MX-21)Hrafnkell Örn Guðjónsson (Agent Fresco)Kristinn Snær Agnarsson (John Grant)Kristján B. Heiðarsson (Nykur, Skurk)Jón Geir Jóhannsson (Skálmöld)nÞorvaldur Þór Þorvaldsson (Jónsi, Bloodgroup) Tónlist Mest lesið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Glæsilegt raðhús Maríu Paz til sölu Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Fleiri fréttir Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
„Okkur Kidda datt þetta í hug í sumar, á Eistnaflugi nánar tiltekið. Við stóðum allir trommararnir saman og vorum að ræða saman um trommuleik og annað og þá kom þessi umræða upp,“ segir Birgir Jónsson, trommuleikari hljómsveitarinnar Dimmu. Hann og trommuleikarinn Kristinn Snær Agnarsson standa fyrir tónleikum til heiðurs John Bonham, trommuleikara Led Zeppelin, undir nafninu Stóri hvellur, en allur ágóði af tónleikunum rennur til styrktar MND félaginu. „Tenging slagverkssamfélagsins á Íslandi við MND samtökin er augljós enda var trommuleikarinn Rafn Jónsson einn af stofnendum samtakanna áður en sjúkdómurinn dró hann til dauða eftir hetjulega baráttu árið 2004,“ segir Birgir. Sonur Rafns, Egill Rafnsson sem er einn af okkar flottari rokktrommurum, kemur sérstaklega frá London, þar sem hann býr, til þess að spila á tónleikunum. Á tónleikunum verður trommusettið í forgrunni. „Við ætlum að brjóta reglurnar og stilla trommusettinu fremst og hafa það framarlega í mixinu. Það verður gaman þegar þessir trymblar fara í spor Bonhams en hann er af flestum talinn vera einn af áhrifamestu rokktrommuleikurum tónlistarsögunnar. Þetta er kvöld trommaranna,“ segir Birgir léttur í lundu.John BonhamVísir/GettyFyrir utan alla trommarana ellefu koma einnig fram aðrir frábærir hljóðfæraleikarar og söngvarar. „Það eru einhverjir sex söngvarar, sex gítarleikarar og fjórir bassaleikarar sem koma fram á tónleikunum. Allt eru þetta frábærir hljóðfæraleikarar sem eru mjög framarlega í senunni.“Tónleikarnir fara fram þann 12. október næstkomandi í Hörpu en um sömu helgi verður einnig haldin mikil trommarahátíð í hátíðarsal FÍH þegar Trommarinn 2014 fer þar fram. „Þessi helgi verður algjör veisla fyrir alla trommuleikara og trommuáhugamenn,“ bætir Birgir við.Fram koma:Arnar Geir Ómarsson (HAM)Arnar Gíslason (Dr. Spock, Mugison)Birgir Jónsson (DIMMA)Björn Stefánsson (Mínus)Egill Rafnsson (Sign, Grafík)Hallur Ingólfsson (XIII, HAM)Halldór Lárusson (Júpíters, Bubbi & MX-21)Hrafnkell Örn Guðjónsson (Agent Fresco)Kristinn Snær Agnarsson (John Grant)Kristján B. Heiðarsson (Nykur, Skurk)Jón Geir Jóhannsson (Skálmöld)nÞorvaldur Þór Þorvaldsson (Jónsi, Bloodgroup)
Tónlist Mest lesið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Glæsilegt raðhús Maríu Paz til sölu Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Fleiri fréttir Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira