Vill fá innblástur fyrir nýja sinfóníu Þórður Ingi Jónsson skrifar 2. október 2014 09:38 Vill halda áfram - Tim er ekki orðinn þreyttur á ferðalögum. „Bærinn er engu líkur, ég hlakka mikið til að koma aftur,“ segir bresk-kanadíski tónlistarmaðurinn Tim Crabtree, einnig þekktur sem Paper Beat Scissors. Hann er á leiðinni til landsins í annað sinn en hann kemur fram á tónleikum á Cafe Rosenberg á föstudaginn. „Ég er að reyna að læra meiri íslensku. „Þú ert fallegur,“ er það eina sem ég kann í augnablikinu,“ segir Tim og hlær. Tim er Breti sem búið hefur í Halifax í Kanada undanfarinn áratug. Tim segist spila dýnamíska tónlist og leikur sér mikið með tónstyrkinn en þetta er í grunninn indí-þjóðlagatónlist. Hann er í kreðsunni í kringum hljómsveitina Arcade Fire en Jeremy Gara, trommari sveitarinnar, hljóðblandaði seinustu plötu Tims. Ný plata frá Paper Beat Scissors kemur út í apríl á næsta ári en Tim mun spila ný lög af plötunni í bland við gamalt efni. Að sögn Tims mun hann nýta dvöl sína á landinu til að vinna í tónlist fyrir sinfóníutónleika í Halifax þar sem hann mun semja útsetningarnar. „Mig langar að fá innblástur á meðan ég er á Íslandi,“ segir hann. Tónleikarnir á Rósenberg verða seinasti áfanginn á Evróputúr hans þar sem hann spilaði á 30 stöðum víðs vegar um Evrópu en síðustu tónleikar hans voru haldnir í grískri rétttrúnaðarkirkju í Augsburg í Þýskalandi og var uppselt. „Þetta hefur verið ótrúlegt tónleikaferðalag. Ég væri samt til í að halda áfram,“ segir Tim. Tónleikarnir á föstudag hefjast klukkan 21.00 og kostar 2.000 krónur inn. Ásamt Paper Beat Scissors koma fram Sísí Ey og Svavar Knútur. Tónlist Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Bærinn er engu líkur, ég hlakka mikið til að koma aftur,“ segir bresk-kanadíski tónlistarmaðurinn Tim Crabtree, einnig þekktur sem Paper Beat Scissors. Hann er á leiðinni til landsins í annað sinn en hann kemur fram á tónleikum á Cafe Rosenberg á föstudaginn. „Ég er að reyna að læra meiri íslensku. „Þú ert fallegur,“ er það eina sem ég kann í augnablikinu,“ segir Tim og hlær. Tim er Breti sem búið hefur í Halifax í Kanada undanfarinn áratug. Tim segist spila dýnamíska tónlist og leikur sér mikið með tónstyrkinn en þetta er í grunninn indí-þjóðlagatónlist. Hann er í kreðsunni í kringum hljómsveitina Arcade Fire en Jeremy Gara, trommari sveitarinnar, hljóðblandaði seinustu plötu Tims. Ný plata frá Paper Beat Scissors kemur út í apríl á næsta ári en Tim mun spila ný lög af plötunni í bland við gamalt efni. Að sögn Tims mun hann nýta dvöl sína á landinu til að vinna í tónlist fyrir sinfóníutónleika í Halifax þar sem hann mun semja útsetningarnar. „Mig langar að fá innblástur á meðan ég er á Íslandi,“ segir hann. Tónleikarnir á Rósenberg verða seinasti áfanginn á Evróputúr hans þar sem hann spilaði á 30 stöðum víðs vegar um Evrópu en síðustu tónleikar hans voru haldnir í grískri rétttrúnaðarkirkju í Augsburg í Þýskalandi og var uppselt. „Þetta hefur verið ótrúlegt tónleikaferðalag. Ég væri samt til í að halda áfram,“ segir Tim. Tónleikarnir á föstudag hefjast klukkan 21.00 og kostar 2.000 krónur inn. Ásamt Paper Beat Scissors koma fram Sísí Ey og Svavar Knútur.
Tónlist Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira