Borgin, heimkynni okkar Hjálmar Sveinsson skrifar 14. október 2014 07:00 Ein mikilvægasta lífskjarabarátta okkar tíma snýst um að borgarumhverfið sé heilsusamlegt, hagkvæmt, skjólsælt, skilvirkt, umhverfisvænt, fallegt, öruggt, réttlátt og endurnærandi. Já, einmitt endurnærandi! Við höfum sagt skilið við þá gömlu hugmynd, sem var lengi ríkjandi, að borgin sé vélrænn staður þar sem við dveljum, nauðug viljug, til að sækja vinnu og skóla á virkum dögum en flýtum okkur síðan burt úr bænum um helgar eða lokum okkur af inni í íbúðum okkar. Segja má að borgir séu komnar aftur í tísku, eftir nokkuð langt niðurlægingartímabil sem varði frá 1970 til 2000, þegar allir virtust á leið út úr borgunum. Borgirnar toga sífellt fleiri til sín. Meira en helmingur mannkyns býr nú í borgum. Austan hafs og vestan eru flestir sammála um að borgirnar geti ekki þanist út endalaust. Það er löngu komið í ljós að gott byggingarland er takmörkuð verðmæti, jarðefnaeldsneyti er ekki ótakmarkað og loftmengun af völdum mikillar bílaumferðar er staðbundið og hnattrænt vandamál. Áhersla á lífsgæði, lýðheilsu, betri landnýtingu, þéttingu byggðar gengur eins og rauður þráður í gegnum nýtt aðalskipulag fyrir Reykjavík sem á að gilda til ársins 2030. Sama má segja um tillögu að nýju skipulagi fyrir höfuðborgarsvæðið í heild sinni til ársins 2040. Borgin er umhverfið sem við, borgarbúarnir, höfum skapað okkur. Hún er heimkynni okkar. Hún er daglegt hlutskipti okkar. Hún tekur á móti okkur þegar við förum út á morgnana og fylgjum krökkunum í skólann, förum í vinnuna, kaupum inn, mælum okkur mót við fólk, skreppum í sund, leitum til læknis, mætum í brúðkaup og jarðarför. Borgin mótar okkur og það sem er ekkert síður mikilvægt, við mótum borgina. Gott líf borgarbúans felst í því að vera dagsdaglega virkur notandi borgarinnar. Við vöskum upp á heimili okkar, tökum til og eldum góðan mat. Gott heimilislíf felst ekkert síður í þessum hversdagslegu athöfnum en því að borða matinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Ein mikilvægasta lífskjarabarátta okkar tíma snýst um að borgarumhverfið sé heilsusamlegt, hagkvæmt, skjólsælt, skilvirkt, umhverfisvænt, fallegt, öruggt, réttlátt og endurnærandi. Já, einmitt endurnærandi! Við höfum sagt skilið við þá gömlu hugmynd, sem var lengi ríkjandi, að borgin sé vélrænn staður þar sem við dveljum, nauðug viljug, til að sækja vinnu og skóla á virkum dögum en flýtum okkur síðan burt úr bænum um helgar eða lokum okkur af inni í íbúðum okkar. Segja má að borgir séu komnar aftur í tísku, eftir nokkuð langt niðurlægingartímabil sem varði frá 1970 til 2000, þegar allir virtust á leið út úr borgunum. Borgirnar toga sífellt fleiri til sín. Meira en helmingur mannkyns býr nú í borgum. Austan hafs og vestan eru flestir sammála um að borgirnar geti ekki þanist út endalaust. Það er löngu komið í ljós að gott byggingarland er takmörkuð verðmæti, jarðefnaeldsneyti er ekki ótakmarkað og loftmengun af völdum mikillar bílaumferðar er staðbundið og hnattrænt vandamál. Áhersla á lífsgæði, lýðheilsu, betri landnýtingu, þéttingu byggðar gengur eins og rauður þráður í gegnum nýtt aðalskipulag fyrir Reykjavík sem á að gilda til ársins 2030. Sama má segja um tillögu að nýju skipulagi fyrir höfuðborgarsvæðið í heild sinni til ársins 2040. Borgin er umhverfið sem við, borgarbúarnir, höfum skapað okkur. Hún er heimkynni okkar. Hún er daglegt hlutskipti okkar. Hún tekur á móti okkur þegar við förum út á morgnana og fylgjum krökkunum í skólann, förum í vinnuna, kaupum inn, mælum okkur mót við fólk, skreppum í sund, leitum til læknis, mætum í brúðkaup og jarðarför. Borgin mótar okkur og það sem er ekkert síður mikilvægt, við mótum borgina. Gott líf borgarbúans felst í því að vera dagsdaglega virkur notandi borgarinnar. Við vöskum upp á heimili okkar, tökum til og eldum góðan mat. Gott heimilislíf felst ekkert síður í þessum hversdagslegu athöfnum en því að borða matinn.
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar