Hætt við sérúrræði fyrir kynferðisbrotamenn Viktoría Hermannsdóttir skrifar 16. október 2014 07:00 Ein tillaga nefndarinnar var að búa til meðferðarúrræði fyrir fanga sem brotið hafa gegn börnum. „Tilgangurinn með þessari vinnu er að gera meðferð afbrotamanna, sem brotið hafa gegn börnum, markvissa og draga þannig úr líkum á endurteknum brotum að lokinni afplánun,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Í nýju fjárlagafrumvarpi er ekki gert ráð fyrir að haldið verði áfram með sérstakt úrræði sem sneri að því að byggja upp markviss meðferðarúrræði fyrir fanga sem brotið hafa kynferðislega gegn börnum.Ágúst Ólafur ÁgústssonÍ apríl í fyrra skilaði nefnd, sem skipuð var af forsætisráðuneytinu og Ágúst Ólafur Ágústsson var í forsvari fyrir, frá sér tillögum sem sneru að úrbótum í þeim málaflokki sem snýr að kynferðisbrotum gegn börnum. Meðal þeirra tillagna sem nefndin lagði fyrir var að fá sérfræðing í stöðu innan Fangelsismálastofnunar til þess að móta meðferð fyrir fanga sem brotið hafa gegn börnum. Í nýju fjárlagafrumvarpi er ekki gert ráð fyrir því að þessari vinnu verði haldið áfram. „Það er dapurlegt að sjá að stjórnarflokkarnir ætli að draga til baka þá fjármuni sem höfðu sérstaklega farið í að bregðast við því neyðarástandi sem blasti við,“ segir Ágúst Ólafur. Nefndin skilaði frá sér tillögum sem sneru að bættum úrbótum í þessum málaflokki. Samþykkt var að leggja 79 milljónir í tillögur nefndarinnar. Í nýju fjárlagafrumvarpi er ljóst að skorið verður töluvert niður í þeim tillögum. „Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu missir 30 milljónir sem tryggja áttu skilvirk úrræði fyrir þolendur þessara brota, ríkissaksóknari missir 10 milljónir sem voru eyrnamerktar starfinu, lögreglustjórinn á Suðurnesjum missir sínar 10 milljónir eins og Fangelsismálastofnun gerir og þá missir ríkislögreglustjóri sínar þrjár milljónir sem áttu að fara í þennan málaflokk,“ segir Ágúst. Meðal þess sem ekki er gert ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu er sérstök meðferð fyrir gerendur kynferðisbrota sem snúa að börnum. Sérfræðingur hafði verið ráðinn í fulla stöðu hjá Fangelsismálastofnun sem átti að vinna að því að búa til og kortleggja meðferðir fyrir þennan hóp. „Hluti þessara fjármuna átti til dæmis að fara í að þróa bæði meðferðarúrræði og áhættumat fyrir gerendur en einnig í að þróa úrræði fyrir þá sem hugsanlega eru að hugsa um að brjóta á börnum. En það er vandi sem er auðvitað ekki leystur enda á eftir að dæma eitthvað af þessum gerendum fari málin til dóms,“ segir Ágúst.Páll winkelSálfræðingurinn sem gegndi stöðunni hafði verið að móta starfið undanfarið ár og hafði einnig hafið vinnu með föngum. „Þetta var og er mikilvæg viðbót við okkar starf. Það hafa starfað hjá okkur á bilinu 1-3 sálfræðingar og það er ljóst að það er ekki hægt að ná að sinna mörg hundruð föngum og fyrrverandi föngum með markvissum hætti með þeim fjölda,“ segir Páll. Hann segir stofnunina hafa bundið miklar vonir við þetta úrræði sem og önnur sem nefndin kom með. „Ég er algjörlega sammála niðurstöðum þessa vinnuhóps en það er niðurskurður hér eins og annars staðar.“ Ágúst segir einkennilegt að skorið sé niður í þessum málaflokki. Vandinn hafi verið brýnn og mikilvægt að leysa þessi mál. „Að þessi mál séu ekki í forgangi er með ólíkindum en ekki eru þetta háar upphæðir sem um ræðir. En það er enn tími til að kippa þessu í liðinn því frumvarpið er í höndum einstakra stjórnarþingmanna. Þeir geta breytt þessu ef þeir vilja,“ segir hann. Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Búið að laga bilunina Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Fleiri fréttir Rafræn skilríki í farsíma virka ekki eins og vera ber Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Sjá meira
„Tilgangurinn með þessari vinnu er að gera meðferð afbrotamanna, sem brotið hafa gegn börnum, markvissa og draga þannig úr líkum á endurteknum brotum að lokinni afplánun,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Í nýju fjárlagafrumvarpi er ekki gert ráð fyrir að haldið verði áfram með sérstakt úrræði sem sneri að því að byggja upp markviss meðferðarúrræði fyrir fanga sem brotið hafa kynferðislega gegn börnum.Ágúst Ólafur ÁgústssonÍ apríl í fyrra skilaði nefnd, sem skipuð var af forsætisráðuneytinu og Ágúst Ólafur Ágústsson var í forsvari fyrir, frá sér tillögum sem sneru að úrbótum í þeim málaflokki sem snýr að kynferðisbrotum gegn börnum. Meðal þeirra tillagna sem nefndin lagði fyrir var að fá sérfræðing í stöðu innan Fangelsismálastofnunar til þess að móta meðferð fyrir fanga sem brotið hafa gegn börnum. Í nýju fjárlagafrumvarpi er ekki gert ráð fyrir því að þessari vinnu verði haldið áfram. „Það er dapurlegt að sjá að stjórnarflokkarnir ætli að draga til baka þá fjármuni sem höfðu sérstaklega farið í að bregðast við því neyðarástandi sem blasti við,“ segir Ágúst Ólafur. Nefndin skilaði frá sér tillögum sem sneru að bættum úrbótum í þessum málaflokki. Samþykkt var að leggja 79 milljónir í tillögur nefndarinnar. Í nýju fjárlagafrumvarpi er ljóst að skorið verður töluvert niður í þeim tillögum. „Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu missir 30 milljónir sem tryggja áttu skilvirk úrræði fyrir þolendur þessara brota, ríkissaksóknari missir 10 milljónir sem voru eyrnamerktar starfinu, lögreglustjórinn á Suðurnesjum missir sínar 10 milljónir eins og Fangelsismálastofnun gerir og þá missir ríkislögreglustjóri sínar þrjár milljónir sem áttu að fara í þennan málaflokk,“ segir Ágúst. Meðal þess sem ekki er gert ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu er sérstök meðferð fyrir gerendur kynferðisbrota sem snúa að börnum. Sérfræðingur hafði verið ráðinn í fulla stöðu hjá Fangelsismálastofnun sem átti að vinna að því að búa til og kortleggja meðferðir fyrir þennan hóp. „Hluti þessara fjármuna átti til dæmis að fara í að þróa bæði meðferðarúrræði og áhættumat fyrir gerendur en einnig í að þróa úrræði fyrir þá sem hugsanlega eru að hugsa um að brjóta á börnum. En það er vandi sem er auðvitað ekki leystur enda á eftir að dæma eitthvað af þessum gerendum fari málin til dóms,“ segir Ágúst.Páll winkelSálfræðingurinn sem gegndi stöðunni hafði verið að móta starfið undanfarið ár og hafði einnig hafið vinnu með föngum. „Þetta var og er mikilvæg viðbót við okkar starf. Það hafa starfað hjá okkur á bilinu 1-3 sálfræðingar og það er ljóst að það er ekki hægt að ná að sinna mörg hundruð föngum og fyrrverandi föngum með markvissum hætti með þeim fjölda,“ segir Páll. Hann segir stofnunina hafa bundið miklar vonir við þetta úrræði sem og önnur sem nefndin kom með. „Ég er algjörlega sammála niðurstöðum þessa vinnuhóps en það er niðurskurður hér eins og annars staðar.“ Ágúst segir einkennilegt að skorið sé niður í þessum málaflokki. Vandinn hafi verið brýnn og mikilvægt að leysa þessi mál. „Að þessi mál séu ekki í forgangi er með ólíkindum en ekki eru þetta háar upphæðir sem um ræðir. En það er enn tími til að kippa þessu í liðinn því frumvarpið er í höndum einstakra stjórnarþingmanna. Þeir geta breytt þessu ef þeir vilja,“ segir hann.
Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Búið að laga bilunina Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Fleiri fréttir Rafræn skilríki í farsíma virka ekki eins og vera ber Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Sjá meira