Hlutverk íslensku klaustranna fjölbreytt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. október 2014 10:00 Hér er Steinunn með snældusnúð frá Þingeyrum í Húnavatnssýslu, þar var eitt af fyrstu klaustrum á Íslandi. Vísir/GVA „Ég ætla að segja frá hvernig klausturlifnaður fluttist til Íslands og hvernig hann varð hluti af íslenskri menningu og sögu. Hugmynd margra er sú að klaustrin hafi verið fámenn á Íslandi og hafi einkum sinnt bókagerð en þegar rýnt er í skjöl kemur í ljós að þau gegndu mun fjölbreyttara hlutverki því þau voru miðstöð samfélagsþjónustu hér eins og annars staðar í Evrópu. Bókagerðin var einkum tekjulind hjá þeim,“ segir Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur. Í fyrirlestri á vegum Miðaldastofu Háskóla Íslands í dag fjallar hún um fyrstu niðurstöður rannsóknar sem hún hóf fyrir hálfu öðru ári á öllu sem viðkemur klausturlifnaði á Íslandi á miðöldum. Þar hefur hún leitað í skjölum, örnefnum, munnmælum og efnislegum leifum klaustranna á víðavangi. Hún segir áhuga sinn á þessu efni hafa vaknað með rannsókninni á Skriðuklaustri sem hún stóð fyrir í áratug. Klaustrin voru í alfaraleið. Fátækir gátu fengið þar skjól og mat, margir fluttu í þau í ellinni og létu jarðir sínar renna til þeirra, að sögn Steinunnar. „Þótt reglufólkið, nunnur og munkar, væri ekki margt voru miklu fleiri. Þegar klaustrinu í Viðey var lokað 1538 voru 30 fátæklingar þar í fæði. Umsvifin í klaustrunum voru mikil, þeim fylgdu jarðeignir og yfir 100 nautgripir voru á flestum klausturjörðum.“ En voru nunnurnar og munkarnir Íslendingar? „Já, nema einn og einn einstaklingur sem kom erlendis frá. Einu sinni voru átta nýjar nunnur vígðar á Reynistað í Skagafirði og bættust við þær sem voru fyrir.“ Steinunn flytur fyrirlestur sinn klukkan 16.30 í stofu 101 í Odda í Háskóla Íslands. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Ég ætla að segja frá hvernig klausturlifnaður fluttist til Íslands og hvernig hann varð hluti af íslenskri menningu og sögu. Hugmynd margra er sú að klaustrin hafi verið fámenn á Íslandi og hafi einkum sinnt bókagerð en þegar rýnt er í skjöl kemur í ljós að þau gegndu mun fjölbreyttara hlutverki því þau voru miðstöð samfélagsþjónustu hér eins og annars staðar í Evrópu. Bókagerðin var einkum tekjulind hjá þeim,“ segir Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur. Í fyrirlestri á vegum Miðaldastofu Háskóla Íslands í dag fjallar hún um fyrstu niðurstöður rannsóknar sem hún hóf fyrir hálfu öðru ári á öllu sem viðkemur klausturlifnaði á Íslandi á miðöldum. Þar hefur hún leitað í skjölum, örnefnum, munnmælum og efnislegum leifum klaustranna á víðavangi. Hún segir áhuga sinn á þessu efni hafa vaknað með rannsókninni á Skriðuklaustri sem hún stóð fyrir í áratug. Klaustrin voru í alfaraleið. Fátækir gátu fengið þar skjól og mat, margir fluttu í þau í ellinni og létu jarðir sínar renna til þeirra, að sögn Steinunnar. „Þótt reglufólkið, nunnur og munkar, væri ekki margt voru miklu fleiri. Þegar klaustrinu í Viðey var lokað 1538 voru 30 fátæklingar þar í fæði. Umsvifin í klaustrunum voru mikil, þeim fylgdu jarðeignir og yfir 100 nautgripir voru á flestum klausturjörðum.“ En voru nunnurnar og munkarnir Íslendingar? „Já, nema einn og einn einstaklingur sem kom erlendis frá. Einu sinni voru átta nýjar nunnur vígðar á Reynistað í Skagafirði og bættust við þær sem voru fyrir.“ Steinunn flytur fyrirlestur sinn klukkan 16.30 í stofu 101 í Odda í Háskóla Íslands. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira