Hetja, skúrkur og svo aftur hetja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2014 06:00 Kevin Love, Kyrie Irving og LeBron James spila saman hjá Cleveland-liðinu. Fréttablaðið/AFP NBA-deildin er farin af stað og tvö fyrstu leikkvöldin eru að baki. Það eru mjög margir sem hafa beðið eftir kvöldinu í kvöld. Það er nefnilega í kvöld sem liðið Cleveland Cavaliers spilar sinn fyrsta leik þegar New York Knicks kemur í heimsókn í Quicken Loans Arena. En hvað er svona merkilegt við Cleveland Cavaliers? Lið sem hefur ekki komist í úrslitakeppnina fjögur tímabil í röð og vann bara 31 prósent leikja sinna frá 2010 til 2014. Allt breyttist í kjölfarið á einni ákvörðun sumarið 2010 og það þurfti aðra sumarákvörðun til að koma Cavaliers-liðinu aftur í hóp þeirra liða sem skipta máli í deildinni. Stærsta saga sumarsins er að LeBron James, besti körfuboltamaður heims, er kominn heim og allt er breytt hjá Cavaliers. LeBron er nefnilega ekki kominn heim til að „deyja“ eins oft er sagt um íþróttamenn sem snúa margir aftur á heimaslóðirnar á síðustu árum ferilsins þegar er farið að hægja vel á þeim. Nei, Lebron er kominn heim, enn álitinn besti leikmaður deildarinnar, reynslunni ríkari eftir tvo titla með Miami Heat, og nú mættur til þess að færa Cleveland-borg fyrsta meistaratitilinn í 51 ár. LeBron James er stærsta breytingin á liðinu en langt frá því að vera sú eina. Cleveland náði í nýjan þjálfara, David Blatt, sigursælan þjálfara úr Evrópuboltanum, sem er að stíga sín fyrstu spor í NBA. Cleveland ákvað líka að skipta út nýliðanum stórefnilega Andrew Wiggins ásamt fleirum fyrir framherjann Kevin Love. Love hefur verið í hópi bestu leikmanna deildarinnar samkvæmt tölfræðinni. Hann hefur aldrei spilað leik í úrslitakeppni en fær loksins tækifæri til að spila með góðu liði. Love og James voru báðir í hópi fjögurra stigahæstu leikmanna deildarinnar á síðustu leiktíð og í 2. og 3. sæti í framlagi. Þeir bætast við Kyrie Irving sem er einn af mest spennandi yngri leikstjórnendum deildarinnar. Í viðbót hafa nokkrir fínustu rullu-leikmenn stokkið upp á Lebron-vagninn og fyrir vikið eru sumir spekingar farnir að spá Cleveland Cavaliers NBA-titlinum. LeBron er í það minnsta loksins búinn að hreinsa ímynd sína af „Ákvörðuninni“ umdeildu frá 2010. Hann er kominn heim með stóru H-i. Hann fæddist og ólst upp í Akron, nágrannborg Cleveland, spilaði alla skólagöngu sína í Akron og spilaði síðan fyrstu sjö tímabil sín með Cleveland. Hann komst tvisvar í lokaúrslitin með Cavaliers en vann ekki titilinn langþráða fyrr en hann færði sig suður til Miami. Nú er hann kominn aftur. Hetjan sem varð skúrkur er aftur orðin hetja og allir vita að stærsti sigur hans á ferlinum væri að vinna NBA-titilinn með „sínu“ félagi. Hvort það gerist í vetur er þó ekki víst. Blatt er kannski með efnið í meistarakökuna en óvíst að hann finni rétta uppskrift fyrr en á næsta tímabili. Á meðan fylgist NBA-áhugafólk spennt með. NBA Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
NBA-deildin er farin af stað og tvö fyrstu leikkvöldin eru að baki. Það eru mjög margir sem hafa beðið eftir kvöldinu í kvöld. Það er nefnilega í kvöld sem liðið Cleveland Cavaliers spilar sinn fyrsta leik þegar New York Knicks kemur í heimsókn í Quicken Loans Arena. En hvað er svona merkilegt við Cleveland Cavaliers? Lið sem hefur ekki komist í úrslitakeppnina fjögur tímabil í röð og vann bara 31 prósent leikja sinna frá 2010 til 2014. Allt breyttist í kjölfarið á einni ákvörðun sumarið 2010 og það þurfti aðra sumarákvörðun til að koma Cavaliers-liðinu aftur í hóp þeirra liða sem skipta máli í deildinni. Stærsta saga sumarsins er að LeBron James, besti körfuboltamaður heims, er kominn heim og allt er breytt hjá Cavaliers. LeBron er nefnilega ekki kominn heim til að „deyja“ eins oft er sagt um íþróttamenn sem snúa margir aftur á heimaslóðirnar á síðustu árum ferilsins þegar er farið að hægja vel á þeim. Nei, Lebron er kominn heim, enn álitinn besti leikmaður deildarinnar, reynslunni ríkari eftir tvo titla með Miami Heat, og nú mættur til þess að færa Cleveland-borg fyrsta meistaratitilinn í 51 ár. LeBron James er stærsta breytingin á liðinu en langt frá því að vera sú eina. Cleveland náði í nýjan þjálfara, David Blatt, sigursælan þjálfara úr Evrópuboltanum, sem er að stíga sín fyrstu spor í NBA. Cleveland ákvað líka að skipta út nýliðanum stórefnilega Andrew Wiggins ásamt fleirum fyrir framherjann Kevin Love. Love hefur verið í hópi bestu leikmanna deildarinnar samkvæmt tölfræðinni. Hann hefur aldrei spilað leik í úrslitakeppni en fær loksins tækifæri til að spila með góðu liði. Love og James voru báðir í hópi fjögurra stigahæstu leikmanna deildarinnar á síðustu leiktíð og í 2. og 3. sæti í framlagi. Þeir bætast við Kyrie Irving sem er einn af mest spennandi yngri leikstjórnendum deildarinnar. Í viðbót hafa nokkrir fínustu rullu-leikmenn stokkið upp á Lebron-vagninn og fyrir vikið eru sumir spekingar farnir að spá Cleveland Cavaliers NBA-titlinum. LeBron er í það minnsta loksins búinn að hreinsa ímynd sína af „Ákvörðuninni“ umdeildu frá 2010. Hann er kominn heim með stóru H-i. Hann fæddist og ólst upp í Akron, nágrannborg Cleveland, spilaði alla skólagöngu sína í Akron og spilaði síðan fyrstu sjö tímabil sín með Cleveland. Hann komst tvisvar í lokaúrslitin með Cavaliers en vann ekki titilinn langþráða fyrr en hann færði sig suður til Miami. Nú er hann kominn aftur. Hetjan sem varð skúrkur er aftur orðin hetja og allir vita að stærsti sigur hans á ferlinum væri að vinna NBA-titilinn með „sínu“ félagi. Hvort það gerist í vetur er þó ekki víst. Blatt er kannski með efnið í meistarakökuna en óvíst að hann finni rétta uppskrift fyrr en á næsta tímabili. Á meðan fylgist NBA-áhugafólk spennt með.
NBA Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira