Slash man mjög óljóst eftir Íslandi Þórður Ingi Jónsson skrifar 1. nóvember 2014 08:30 Öll orka Slash fer nú í tónlist í staðinn fyrir saurlifnað. „Ég hef komið einhvern tímann til Íslands en ég man mjög óljóst eftir því,“ segir Slash, einn frægasti gítarleikari heims. „Það var víst ekki með Guns'n'Roses.“ Slash mætir til Íslands 6. desember þar sem hann mun leika í Laugardalshöll ásamt söngvaranum Myles Kennedy og hljómsveitinni the Conspirators. „Það eina sem ég veit er að þetta verður mjög hávært, mjög orkumikið og hljómsveitin er frábær þannig að þetta verður ansi mikið „in your face“.“ Slash er hvað þekktastur fyrir að vera gítarleikari Guns'n'Roses, sem voru eitt sinn kallaðir „hættulegasta hljómsveit heims“. Hann segir þetta hafa verið uppspuna fjölmiðla. „Ég hefði aldrei kallað hljómsveitina þetta en það er spurning um túlkun. Þetta var meira og minna spunnið út frá augljósustu eiginleikum hljómsveitarinnar. Margar hljómsveitir reyna að gefa frá sér þessa ímynd. Guns var aldrei þannig en ég þekki margar hljómsveitir sem gera það til að vekja athygli. Það er ekki minn stíll.“Hefur ekki talað við Rose í 18 ár Guns'n'Roses hætti störfum á miðjum tíunda áratuginum þó að hljómsveitin hafi starfað eitthvað saman síðan. Vímuefnin og hinn óútreiknanlegi söngvari Axl Rose voru helstu ástæðurnar fyrir sambandsslitunum. Slash segist sjálfur ekki hafa talað við Rose í 18 ár en sá lét ekki sjá sig þegar sveitin var innvígð í Frægðarhöll rokksins árið 2012. Slash hefur spilað með Myles Kennedy og the Conspirators frá sama ári en þeir spila nýtt efni í bland við gamla Guns'n'Roses-slagara. En fær hann ekkert leið á að spila Paradise City og Sweet Child'O'Mine? „Nei, ég hef ekki spilað það í svo langan tíma þannig að þegar ég byrjaði að gera það aftur fyrir nokkrum árum var það mjög skemmtilegt. Ég hef gaman af því og áhorfendurnir elska það, þannig þetta eru „win-win“ aðstæður.“Iðnaðurinn ofan í klósettið Aðspurður um hvort hann hafi einhver hollráð fyrir unga rokkara, segir Slash: „Það er gaman að hafa áhuga á frægð og frama en þú verður að gera tónlist af réttum ástæðum. Ef þú hefur gaman af því að semja tónlist og spila hana, þá fyrst geturðu reynt að „meika það“. Þú verður bara að vita að það er gríðarlega mikil vinna og stundum lítill afrakstur,“ segir hann. „Þetta er erfiður iðnaður en í dag er hann enn erfiðari. Kosturinn við það er að það neyðir fólk til að spila tónlist af því að það elskar það en ekki af einhverjum öðrum ástæðum. Það er einn helsti kosturinn við það að plötuiðnaðurinn hefur farið ofan í klósettið.“Framleiðir hryllingsmyndir Þess má til gamans geta að Slash er mikill kvikmyndaáhugamaður. Árið 2010 stofnaði hann hryllingsmyndafyrirtækið Slasher Films og framleiddi sína fyrstu mynd í fyrra, Nothing Left to Fear. Núna vinnur hann í endurgerð á lítt þekktri költmynd frá áttunda áratugnum, Cut-Throats Nine. „Þú ert fyrsta manneskjan sem ég tala við sem þekkir þessa mynd!“ segir Slash forviða. Gítarleikarinn er edrú í dag en hann var ansi langt genginn í heróínneyslu á sínum tíma. „Edrúlíf er frábært. Ég hef verið edrú í átta ár og hef aldrei afrekað jafn mikið, svo ég muni eftir,“ segir Slash. „Einu sinni setti ég alla orku mína í að djamma. Núna fer hún bara í tónlistina í staðinn.“ Tónlist Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Ég hef komið einhvern tímann til Íslands en ég man mjög óljóst eftir því,“ segir Slash, einn frægasti gítarleikari heims. „Það var víst ekki með Guns'n'Roses.“ Slash mætir til Íslands 6. desember þar sem hann mun leika í Laugardalshöll ásamt söngvaranum Myles Kennedy og hljómsveitinni the Conspirators. „Það eina sem ég veit er að þetta verður mjög hávært, mjög orkumikið og hljómsveitin er frábær þannig að þetta verður ansi mikið „in your face“.“ Slash er hvað þekktastur fyrir að vera gítarleikari Guns'n'Roses, sem voru eitt sinn kallaðir „hættulegasta hljómsveit heims“. Hann segir þetta hafa verið uppspuna fjölmiðla. „Ég hefði aldrei kallað hljómsveitina þetta en það er spurning um túlkun. Þetta var meira og minna spunnið út frá augljósustu eiginleikum hljómsveitarinnar. Margar hljómsveitir reyna að gefa frá sér þessa ímynd. Guns var aldrei þannig en ég þekki margar hljómsveitir sem gera það til að vekja athygli. Það er ekki minn stíll.“Hefur ekki talað við Rose í 18 ár Guns'n'Roses hætti störfum á miðjum tíunda áratuginum þó að hljómsveitin hafi starfað eitthvað saman síðan. Vímuefnin og hinn óútreiknanlegi söngvari Axl Rose voru helstu ástæðurnar fyrir sambandsslitunum. Slash segist sjálfur ekki hafa talað við Rose í 18 ár en sá lét ekki sjá sig þegar sveitin var innvígð í Frægðarhöll rokksins árið 2012. Slash hefur spilað með Myles Kennedy og the Conspirators frá sama ári en þeir spila nýtt efni í bland við gamla Guns'n'Roses-slagara. En fær hann ekkert leið á að spila Paradise City og Sweet Child'O'Mine? „Nei, ég hef ekki spilað það í svo langan tíma þannig að þegar ég byrjaði að gera það aftur fyrir nokkrum árum var það mjög skemmtilegt. Ég hef gaman af því og áhorfendurnir elska það, þannig þetta eru „win-win“ aðstæður.“Iðnaðurinn ofan í klósettið Aðspurður um hvort hann hafi einhver hollráð fyrir unga rokkara, segir Slash: „Það er gaman að hafa áhuga á frægð og frama en þú verður að gera tónlist af réttum ástæðum. Ef þú hefur gaman af því að semja tónlist og spila hana, þá fyrst geturðu reynt að „meika það“. Þú verður bara að vita að það er gríðarlega mikil vinna og stundum lítill afrakstur,“ segir hann. „Þetta er erfiður iðnaður en í dag er hann enn erfiðari. Kosturinn við það er að það neyðir fólk til að spila tónlist af því að það elskar það en ekki af einhverjum öðrum ástæðum. Það er einn helsti kosturinn við það að plötuiðnaðurinn hefur farið ofan í klósettið.“Framleiðir hryllingsmyndir Þess má til gamans geta að Slash er mikill kvikmyndaáhugamaður. Árið 2010 stofnaði hann hryllingsmyndafyrirtækið Slasher Films og framleiddi sína fyrstu mynd í fyrra, Nothing Left to Fear. Núna vinnur hann í endurgerð á lítt þekktri költmynd frá áttunda áratugnum, Cut-Throats Nine. „Þú ert fyrsta manneskjan sem ég tala við sem þekkir þessa mynd!“ segir Slash forviða. Gítarleikarinn er edrú í dag en hann var ansi langt genginn í heróínneyslu á sínum tíma. „Edrúlíf er frábært. Ég hef verið edrú í átta ár og hef aldrei afrekað jafn mikið, svo ég muni eftir,“ segir Slash. „Einu sinni setti ég alla orku mína í að djamma. Núna fer hún bara í tónlistina í staðinn.“
Tónlist Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira