Fjölmenning og fordómar í garð trúaðra Sigurvin Lárus Jónsson og Sunna Dóra Möller skrifar 20. nóvember 2014 08:00 Umræða samfélagsins um trú og trúarhefðir hefur aukist mjög á undanförnum árum og trúarbrögð skipa veigameiri sess í umræðu um alþjóðastjórnmál en þekktist undir lok 20. aldar. Ástæður þess eru margvíslegar en líklega hefur sú aukna vá, sem bókstafleg túlkun trúarlegra texta til að réttlæta ofbeldisverk hefur verið, haft þar mest áhrif. Umræða fjölmiðla um trúarhefðir er því miður oft byggð á upphrópunum, sem og þeirri tilhneigingu að setja allar trúarhefðir undir sama hatt. Sú tilhneiging á við um umræðu er snýr að öllum trúarhefðum, þótt fordómar í garð múslima fari hæst í opinberri umræðu. Líkt og í umræðu um kristindóminn fá þær raddir mest vægi sem halda á lofti bókstaflegri túlkun trúarlegra texta til að réttlæta ofbeldi og valdbeitingu. Meirihluti múslima iðkar trú sína með friðsömum hætti en ofbeldisverk hryðjuverkasamtaka og fjölskylduharmleikir heiðursmorða þykja bitastæðara fréttaefni en friðsöm trúariðkun innflytjenda á Vesturlöndum. Afleiðingin er sú að sú mynd sem birtist í opinberri orðræðu gefur þá mynd að íslam sé í grunninn ofbeldisfull trúarbrögð. Einföldun byggð á fordómum Víða í löndum þar sem múslimar eru í meirihluta eru framin mannréttindabrot og staða kvenna í hinum íslamska heimi er sannarlega áhyggjuefni. Staðreyndin er hinsvegar sú að sú tilhneiging í opinberri umræðu að kenna íslam, eða trúarbrögðum almennt, um er einföldun sem elur á fordómum og kyndir undir enn frekara ofbeldi. Bókstafshyggja sem réttlæting ofbeldisverka er tilhneiging sem einskorðast hvorki við íslam, né trúarbrögð almennt, heldur hefur birst á undangenginni öld í túlkun á guðlausum stefnuyfirlýsingum stjórnmálaafla. Upplýst umræða Ofbeldi í garð kvenna er vandamál sem herjar á mannkyn allt og þó staða kvenna í hinum íslamska heimi sé víða bágborin er mikilvægt að skoða hana í samhengi. Til dæmis er umskurn kvenna ekki einungis iðkuð í löndum þar sem múslimar eru í meirihluta, líkt og í Erítreu og Eþíópíu, löndum þar sem kristnir eru í meirihluta. Slæðan, sem oft er túlkuð sem táknmynd kúgunar kvenna, hefur á köflum verið táknmynd kvenfrelsis, samanber í Íran áður en að klerkabyltingin átti sér stað. Kúgun kvenna og mannréttindabrot gagnvart þeim eru sammannlegt vandamál og þeim ber að berjast gegn hvar sem þau birtast en það er einföldun að halda því fram að íslam sé kvenfjandsamlegri en önnur trúarbrögð. Innflytjendur auðga samfélagið Upplýst fjölmenningarsýn byggir á jákvæðri afstöðu í garð menningarlegrar og trúarlegrar fjölbreytni á sama tíma og hún mótmælir mannréttindabrotum og ofbeldi í öllum myndum. Á Íslandi er smám saman að verða til fjölmenningarsamfélag, þar sem innflytjendur af ýmsum þjóðarbrotum og trúarhefðum auðga samfélag okkar með því að gerast Íslendingar. Íslensku samfélagi stendur ekki ógn af menningarlegum fjölbreytileika en okkur stendur ógn af fordómum í samfélagi okkar, hvar sem þeir birtast. Upplýst umræða gerir þær kröfur að alhæfingar og upphrópanir séu ekki umbornar á vettvangi fjölmiðla, heldur sé fjallað um menningu og trúarbrögð með þeim hætti að gerður sé greinarmunur á því hvað er rætt um hverju sinni. Kristnar kirkjudeildir eru mjög ólíkar og það sama á við um birtingarmyndir íslam í ólíkri menningu þjóða. Hvorugum trúarbrögðum er gert rétt til með því að alhæfa um eðli þeirra eða bera fram upphrópanir byggðar á framgöngu þeirra sem beita trúnni fyrir sig til að réttlæta ofbeldi. Ef við viljum varðveita trúfrelsi á Íslandi getur það ekki byggt á útskúfun trúariðkunar úr hinu opinbera rými eða á því að fordæma alla trú sem er þjóðinni framandi. Trúfrelsi byggir á jákvæðri afstöðu í garð trúariðkunar og menningarlegar tjáningar innan þeirra marka sem mannréttindi og lög setja allri tjáningu. Nýlega var haldin í Neskirkju hátíð á vegum Félags Horizon en það eru menningarsamtök múslima sem vilja berjast gegn fordómum í samfélagi okkar. Á boðstólum voru fegurstu ávextir tyrkneskrar menningar, þjóðdansar, ebru-listmálun og ashura-grautur, en hann byggir á helgisögn sem segir að spámaðurinn Nói hafi blandað saman framandi hráefnum og fengið út einstakt bragð. Slíkir viðburðir varða veginn í átt að upplýstri fjölmenningu þar sem haldið er á lofti því besta sem menning og trú hafa fram að færa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Fjölmenning Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Umræða samfélagsins um trú og trúarhefðir hefur aukist mjög á undanförnum árum og trúarbrögð skipa veigameiri sess í umræðu um alþjóðastjórnmál en þekktist undir lok 20. aldar. Ástæður þess eru margvíslegar en líklega hefur sú aukna vá, sem bókstafleg túlkun trúarlegra texta til að réttlæta ofbeldisverk hefur verið, haft þar mest áhrif. Umræða fjölmiðla um trúarhefðir er því miður oft byggð á upphrópunum, sem og þeirri tilhneigingu að setja allar trúarhefðir undir sama hatt. Sú tilhneiging á við um umræðu er snýr að öllum trúarhefðum, þótt fordómar í garð múslima fari hæst í opinberri umræðu. Líkt og í umræðu um kristindóminn fá þær raddir mest vægi sem halda á lofti bókstaflegri túlkun trúarlegra texta til að réttlæta ofbeldi og valdbeitingu. Meirihluti múslima iðkar trú sína með friðsömum hætti en ofbeldisverk hryðjuverkasamtaka og fjölskylduharmleikir heiðursmorða þykja bitastæðara fréttaefni en friðsöm trúariðkun innflytjenda á Vesturlöndum. Afleiðingin er sú að sú mynd sem birtist í opinberri orðræðu gefur þá mynd að íslam sé í grunninn ofbeldisfull trúarbrögð. Einföldun byggð á fordómum Víða í löndum þar sem múslimar eru í meirihluta eru framin mannréttindabrot og staða kvenna í hinum íslamska heimi er sannarlega áhyggjuefni. Staðreyndin er hinsvegar sú að sú tilhneiging í opinberri umræðu að kenna íslam, eða trúarbrögðum almennt, um er einföldun sem elur á fordómum og kyndir undir enn frekara ofbeldi. Bókstafshyggja sem réttlæting ofbeldisverka er tilhneiging sem einskorðast hvorki við íslam, né trúarbrögð almennt, heldur hefur birst á undangenginni öld í túlkun á guðlausum stefnuyfirlýsingum stjórnmálaafla. Upplýst umræða Ofbeldi í garð kvenna er vandamál sem herjar á mannkyn allt og þó staða kvenna í hinum íslamska heimi sé víða bágborin er mikilvægt að skoða hana í samhengi. Til dæmis er umskurn kvenna ekki einungis iðkuð í löndum þar sem múslimar eru í meirihluta, líkt og í Erítreu og Eþíópíu, löndum þar sem kristnir eru í meirihluta. Slæðan, sem oft er túlkuð sem táknmynd kúgunar kvenna, hefur á köflum verið táknmynd kvenfrelsis, samanber í Íran áður en að klerkabyltingin átti sér stað. Kúgun kvenna og mannréttindabrot gagnvart þeim eru sammannlegt vandamál og þeim ber að berjast gegn hvar sem þau birtast en það er einföldun að halda því fram að íslam sé kvenfjandsamlegri en önnur trúarbrögð. Innflytjendur auðga samfélagið Upplýst fjölmenningarsýn byggir á jákvæðri afstöðu í garð menningarlegrar og trúarlegrar fjölbreytni á sama tíma og hún mótmælir mannréttindabrotum og ofbeldi í öllum myndum. Á Íslandi er smám saman að verða til fjölmenningarsamfélag, þar sem innflytjendur af ýmsum þjóðarbrotum og trúarhefðum auðga samfélag okkar með því að gerast Íslendingar. Íslensku samfélagi stendur ekki ógn af menningarlegum fjölbreytileika en okkur stendur ógn af fordómum í samfélagi okkar, hvar sem þeir birtast. Upplýst umræða gerir þær kröfur að alhæfingar og upphrópanir séu ekki umbornar á vettvangi fjölmiðla, heldur sé fjallað um menningu og trúarbrögð með þeim hætti að gerður sé greinarmunur á því hvað er rætt um hverju sinni. Kristnar kirkjudeildir eru mjög ólíkar og það sama á við um birtingarmyndir íslam í ólíkri menningu þjóða. Hvorugum trúarbrögðum er gert rétt til með því að alhæfa um eðli þeirra eða bera fram upphrópanir byggðar á framgöngu þeirra sem beita trúnni fyrir sig til að réttlæta ofbeldi. Ef við viljum varðveita trúfrelsi á Íslandi getur það ekki byggt á útskúfun trúariðkunar úr hinu opinbera rými eða á því að fordæma alla trú sem er þjóðinni framandi. Trúfrelsi byggir á jákvæðri afstöðu í garð trúariðkunar og menningarlegar tjáningar innan þeirra marka sem mannréttindi og lög setja allri tjáningu. Nýlega var haldin í Neskirkju hátíð á vegum Félags Horizon en það eru menningarsamtök múslima sem vilja berjast gegn fordómum í samfélagi okkar. Á boðstólum voru fegurstu ávextir tyrkneskrar menningar, þjóðdansar, ebru-listmálun og ashura-grautur, en hann byggir á helgisögn sem segir að spámaðurinn Nói hafi blandað saman framandi hráefnum og fengið út einstakt bragð. Slíkir viðburðir varða veginn í átt að upplýstri fjölmenningu þar sem haldið er á lofti því besta sem menning og trú hafa fram að færa.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun