Um jólin og hamingjuna Edda Björk Þórðardóttir skrifar 4. desember 2014 00:00 Senn koma jólin. Þau hafa mismunandi merkingu fyrir okkur öll og reynsla okkar af undirbúningi þeirra er misjöfn. Þær tilfinningar sem við tengjum við jólin markast af ýmsum þáttum s.s. uppeldi okkar, væntingum annarra til okkar á þessum tíma og því miður, fjárhag. Jólin hafa í vaxandi mæli verið klædd í stórkostlegan búning markaðssetningar. Verslanir fara lúmskar leiðir til að hafa áhrif á viðhorf okkar á því hvað sé „tilvalin“ jólagjöf. Bæklingar streyma inn á heimili okkar og undir fyrirsögninni „Jólagjöfin í ár“ eru falleg verðmerkt húsgögn og fatnaður, sem ein og sér kosta tugi þúsunda króna. Ekki má gleyma börnunum, sem fá sinn eigin dótabækling með völdum leikföngum á verðbili sem kaupmenn telja hæfa jólagjöfum. Þar að auki hafa líkamsræktarstöðvarnar nýtt þessa hátíð í markaðssetningu. Úrvalið er fjölbreytt: bæði er hægt að skrá sig í átaksnámskeið fyrir jólin til að fyrirbyggja jólakílóin eða komast í jólakjólinn og síðan eru sérstök námskeið til að koma sér í form eftir jólin. Og ekki má gleyma jólahreingerningunni. Hver veit hvaðan hún kom. Jesúbarnið fæddist í fjárhúsi og enginn var að stressa sig á að allt væri tipp topp og hreint á þeirri stundu. Það er því engin furða að þessi árstími valdi landsmönnum áhyggjum, samviskubiti og/eða streitu.Hamingjan Í öllu þessu jólaáreiti er því nauðsynlegt að loka augunum um stund og hugsa um hvað það er sem veitir okkur raunverulega hamingju. Því hamingjan er ekki eitthvað sem gerist án okkar fyrirhafnar, heldur þurfum við markvisst að rækta það sem færir okkur hana. Rannsóknir hafa sýnt að peningaeyðsla í hluti eykur ekki hamingju okkar, heldur eyðsla í eitthvað sem felur í sér upplifun eða samveru, t.d. að fara á tónleika, út að borða eða að rækta áhugamálin sín. Dýrir jólapakkar eru því ekki uppskriftin að jólagleði okkar eða barna okkar; heldur skemmtilegar samverustundir með þeim sem við elskum. Rannsóknir hafa líka sýnt að ef við leggjum okkur fram við að einblína á það jákvæða í kringum okkur eykst bæði hamingja okkar, þakklæti og bjartsýni. Í jólastressinu er ágætt að bæta á verkefnalistann sinn að taka tíma á hverjum degi til að hugsa um það jákvæða í lífi okkar. Rannsóknir hafa sýnt að það eitt og sér eykur hamingju fólks. Og þegar við erum hamingjusöm smitum við aðra af þeirri gleði sem tengist jólunum; sem er eflaust dýrmætasta jólagjöfin sem við getum gefið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jólafréttir Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Senn koma jólin. Þau hafa mismunandi merkingu fyrir okkur öll og reynsla okkar af undirbúningi þeirra er misjöfn. Þær tilfinningar sem við tengjum við jólin markast af ýmsum þáttum s.s. uppeldi okkar, væntingum annarra til okkar á þessum tíma og því miður, fjárhag. Jólin hafa í vaxandi mæli verið klædd í stórkostlegan búning markaðssetningar. Verslanir fara lúmskar leiðir til að hafa áhrif á viðhorf okkar á því hvað sé „tilvalin“ jólagjöf. Bæklingar streyma inn á heimili okkar og undir fyrirsögninni „Jólagjöfin í ár“ eru falleg verðmerkt húsgögn og fatnaður, sem ein og sér kosta tugi þúsunda króna. Ekki má gleyma börnunum, sem fá sinn eigin dótabækling með völdum leikföngum á verðbili sem kaupmenn telja hæfa jólagjöfum. Þar að auki hafa líkamsræktarstöðvarnar nýtt þessa hátíð í markaðssetningu. Úrvalið er fjölbreytt: bæði er hægt að skrá sig í átaksnámskeið fyrir jólin til að fyrirbyggja jólakílóin eða komast í jólakjólinn og síðan eru sérstök námskeið til að koma sér í form eftir jólin. Og ekki má gleyma jólahreingerningunni. Hver veit hvaðan hún kom. Jesúbarnið fæddist í fjárhúsi og enginn var að stressa sig á að allt væri tipp topp og hreint á þeirri stundu. Það er því engin furða að þessi árstími valdi landsmönnum áhyggjum, samviskubiti og/eða streitu.Hamingjan Í öllu þessu jólaáreiti er því nauðsynlegt að loka augunum um stund og hugsa um hvað það er sem veitir okkur raunverulega hamingju. Því hamingjan er ekki eitthvað sem gerist án okkar fyrirhafnar, heldur þurfum við markvisst að rækta það sem færir okkur hana. Rannsóknir hafa sýnt að peningaeyðsla í hluti eykur ekki hamingju okkar, heldur eyðsla í eitthvað sem felur í sér upplifun eða samveru, t.d. að fara á tónleika, út að borða eða að rækta áhugamálin sín. Dýrir jólapakkar eru því ekki uppskriftin að jólagleði okkar eða barna okkar; heldur skemmtilegar samverustundir með þeim sem við elskum. Rannsóknir hafa líka sýnt að ef við leggjum okkur fram við að einblína á það jákvæða í kringum okkur eykst bæði hamingja okkar, þakklæti og bjartsýni. Í jólastressinu er ágætt að bæta á verkefnalistann sinn að taka tíma á hverjum degi til að hugsa um það jákvæða í lífi okkar. Rannsóknir hafa sýnt að það eitt og sér eykur hamingju fólks. Og þegar við erum hamingjusöm smitum við aðra af þeirri gleði sem tengist jólunum; sem er eflaust dýrmætasta jólagjöfin sem við getum gefið.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar