Gefa út viðar-smáskífu sem verndargrip Þórður Ingi Jónsson skrifar 5. desember 2014 10:30 Kira Kira þakkar Skógræktarfélagi Reykjavíkur sérstaklega fyrir. Fréttablaðið/GVA „Þetta er viðarskífa sem þú getur haft um hálsinn eða hengt upp í gluggann eða utan um baksýnisspegilinn í bílnum, eins konar verndargripur. Síðan er tónlistin á kóða sem er prentaður í lokið á kassanum utan um verndargripinn,“ segir tónlistarkonan Kristín Björk Kristjánsdóttir, einnig þekkt sem Kira Kira. Hún hefur nú gefið út óvenjulega smáskífu með bandaríska raftónlistarmanninum Eskmo sem hægt er að nálgast í Mengi og í gegnum Kirakira.bandcamp.com.Skífan Hægt er að hafa skífuna um hálsinn.„Okkur langaði að gefa eitthvað út sem heiðraði alla þá góðu strauma sem við settum í verkin okkar tvö, Call it Mystery eftir mig og Perspective eftir Eskmo. Mér finnst smáskífan mjög heiðarlegt og flott útgáfuformat, það setur gott „spott“ ljós á tónlistina og býður líka upp á útgáfuryþma sem er mjög heilbrigður. Það er eitthvað fallegt við að hella öllu sem í manni býr í eitt lag og deila því svo tafarlaust með fólki,“ segir Kristín en skífurnar eru skornar úr lerkitré úr Heiðmörk. Hún muldi svo þrjár mismunandi týpur af kristöllum í útskurðinn en hún þakkar Skógræktarfélagi Reykjavíkur sérstaklega fyrir aðstoðina. Eskmo og Kira Kira spiluðu saman á Airwaves í ár og tóku upp plötu í hljóðveri Alex Somers og Jónsa í Sigur Rós. „Við lokuðum okkur af í 15 tíma í hljóðveri þeirra í Þingholtunum en svo erum við líka með eitthvað af efni sem við tókum upp í Los Angeles í fyrrasumar og í síberískum sumarbústað í Hvalfirði,“ segir Kristín. Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Þetta er viðarskífa sem þú getur haft um hálsinn eða hengt upp í gluggann eða utan um baksýnisspegilinn í bílnum, eins konar verndargripur. Síðan er tónlistin á kóða sem er prentaður í lokið á kassanum utan um verndargripinn,“ segir tónlistarkonan Kristín Björk Kristjánsdóttir, einnig þekkt sem Kira Kira. Hún hefur nú gefið út óvenjulega smáskífu með bandaríska raftónlistarmanninum Eskmo sem hægt er að nálgast í Mengi og í gegnum Kirakira.bandcamp.com.Skífan Hægt er að hafa skífuna um hálsinn.„Okkur langaði að gefa eitthvað út sem heiðraði alla þá góðu strauma sem við settum í verkin okkar tvö, Call it Mystery eftir mig og Perspective eftir Eskmo. Mér finnst smáskífan mjög heiðarlegt og flott útgáfuformat, það setur gott „spott“ ljós á tónlistina og býður líka upp á útgáfuryþma sem er mjög heilbrigður. Það er eitthvað fallegt við að hella öllu sem í manni býr í eitt lag og deila því svo tafarlaust með fólki,“ segir Kristín en skífurnar eru skornar úr lerkitré úr Heiðmörk. Hún muldi svo þrjár mismunandi týpur af kristöllum í útskurðinn en hún þakkar Skógræktarfélagi Reykjavíkur sérstaklega fyrir aðstoðina. Eskmo og Kira Kira spiluðu saman á Airwaves í ár og tóku upp plötu í hljóðveri Alex Somers og Jónsa í Sigur Rós. „Við lokuðum okkur af í 15 tíma í hljóðveri þeirra í Þingholtunum en svo erum við líka með eitthvað af efni sem við tókum upp í Los Angeles í fyrrasumar og í síberískum sumarbústað í Hvalfirði,“ segir Kristín.
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira