Hvað stendur eiginlega í skýrslunni umdeildu? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. desember 2014 07:00 Michael Garcia vann ítarlega skýrslu þar sem ásakanir um spillingu innan FIFA voru rannsakaðar. Vísir/AFP Framkvæmdastjórn Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA samþykkti einróma í gær að birta rannsóknarskýrslu sem siðanefnd sambandsins lét vinna um umsóknarferlið fyrir úthlutun heimsmeistarakeppnirnar 2018 og 2022. Áður hafði aðeins útdráttur úr skýrslunni, sem bandaríski lögmaðurinn Michael Garcia vann, verið birtur. Garcia eyddi tveimur árum í rannsókn sína þar sem hann skoðaði allar níu umsóknir þeirra ellefu landa sem sóttu um að fá að halda HM í knattspyrnu. Garcia, sem hafði aldrei séð knattspyrnuleik áður en FIFA réð hann til verksins, ferðaðist um allan heiminn til að sanka að sér upplýsingum og vann 430 síðna skýrslu. Samstarfsmaður Garcia í siðanefnd FIFA, Þjóðverjinn Hans-Joachim Eckert, tók svo við skýrslunni og vann 42 síðna útdrátt sem birtist fyrr í mánuðinum. Garcia mótmælti birtingunni harðlega og sagði að í útdrættinum væru bæði rangfærslur og ófullnægjandi upplýsingar. Garcia sagði sig úr siðanefnd FIFA á miðvikudag vegna málsins en Sepp Blatter, forseti sambandsins, sagði að það hafi alltaf verið vilji þess að allur sannleikurinn kæmi fram. „Það er ástæðan fyrir því að sjálfstæðri siðanefnd var komið á fót. Hún hefur sinn eigin rannsóknararm til að geta framkvæmt allar þær athuganir sem henni sýnist,“ sagði Blatter eftir fund framkvæmdastjórnarinnar í Marrakesh í Marokkó í gær. Rússlandi var úthlutað keppninni árið 2018 og Katar árið 2022. FIFA segir að skýrslan breyti engu um það – keppnirnar verði haldnar í þessum löndum eins og ákveðið var á sínum tíma. Málinu er þó langt í frá lokið. Rannsókn á fimm mismunandi aðilum, þar af einstaklingum sem sátu í framkvæmdastjórn FIFA, er enn ekki lokið og þangað til verður ekki hægt að birta skýrsluna umræddu í heild sinni. Þá hefur ágreiningur Garcia við samstarfsfélaga í siðanefndinni og forráðamenn FIFA ýtt enn undir ásakanir um spillingu og ógagnsæi í efstu þrepum sambandsins. FIFA Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest Sjá meira
Framkvæmdastjórn Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA samþykkti einróma í gær að birta rannsóknarskýrslu sem siðanefnd sambandsins lét vinna um umsóknarferlið fyrir úthlutun heimsmeistarakeppnirnar 2018 og 2022. Áður hafði aðeins útdráttur úr skýrslunni, sem bandaríski lögmaðurinn Michael Garcia vann, verið birtur. Garcia eyddi tveimur árum í rannsókn sína þar sem hann skoðaði allar níu umsóknir þeirra ellefu landa sem sóttu um að fá að halda HM í knattspyrnu. Garcia, sem hafði aldrei séð knattspyrnuleik áður en FIFA réð hann til verksins, ferðaðist um allan heiminn til að sanka að sér upplýsingum og vann 430 síðna skýrslu. Samstarfsmaður Garcia í siðanefnd FIFA, Þjóðverjinn Hans-Joachim Eckert, tók svo við skýrslunni og vann 42 síðna útdrátt sem birtist fyrr í mánuðinum. Garcia mótmælti birtingunni harðlega og sagði að í útdrættinum væru bæði rangfærslur og ófullnægjandi upplýsingar. Garcia sagði sig úr siðanefnd FIFA á miðvikudag vegna málsins en Sepp Blatter, forseti sambandsins, sagði að það hafi alltaf verið vilji þess að allur sannleikurinn kæmi fram. „Það er ástæðan fyrir því að sjálfstæðri siðanefnd var komið á fót. Hún hefur sinn eigin rannsóknararm til að geta framkvæmt allar þær athuganir sem henni sýnist,“ sagði Blatter eftir fund framkvæmdastjórnarinnar í Marrakesh í Marokkó í gær. Rússlandi var úthlutað keppninni árið 2018 og Katar árið 2022. FIFA segir að skýrslan breyti engu um það – keppnirnar verði haldnar í þessum löndum eins og ákveðið var á sínum tíma. Málinu er þó langt í frá lokið. Rannsókn á fimm mismunandi aðilum, þar af einstaklingum sem sátu í framkvæmdastjórn FIFA, er enn ekki lokið og þangað til verður ekki hægt að birta skýrsluna umræddu í heild sinni. Þá hefur ágreiningur Garcia við samstarfsfélaga í siðanefndinni og forráðamenn FIFA ýtt enn undir ásakanir um spillingu og ógagnsæi í efstu þrepum sambandsins.
FIFA Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest Sjá meira