Verknám mikilvægur þáttur í betrun Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 22. desember 2014 07:00 Undanfarið hefur Fréttablaðið fjallað ítarlega um nám í fangelsum landsins. Allir viðmælendur blaðsins virðast sömu skoðunar um að nám sé besta leiðin til betrunar, minnki kostnað við fangelsiskerfið og fækki endurkomum í fangelsin. Þrátt fyrir það hefur staða námsráðgjafa við fangelsin nú verið skert úr því að vera 100% staða í að vera 50% starf. Eins og kom fram í viðtali við Ingis Ingason, kennslustjóra á Litla-Hrauni, er hvort sem er til lítils að vera með námsráðgjafa ef of litlu fé er varið til kennslu í fangelsum. Nauðsynlegt er að þróa enn frekar námsframboð í fangelsunum og þá sérstaklega með starfsnám í huga, líkt og gert er á Norðurlöndunum. Þá er mikilvægt að fangelsisyfirvöld semji við skólastofnanir um að þjónusta fangelsin, með sambærilegum hætti og Fjölbrautaskóli Suðurlands þjónustar fangelsin tvö á Suðurlandi. Umboðsmaður Alþingis benti á í drögum að nýlegri skýrslu sinni um Litla-Hraun að enn skorti þó á slíkar lausnir varðandi háskólanám, en að fyrirhugaður væri fundur milli fangelsisyfirvalda og menntamálaráðherra um lausn. Bendir umboðsmaður á í skýrsludrögum sínum að nám geti verið mikilvægur þáttur í endurhæfingu fanga. Um tíma leit út fyrir að íslensk yfirvöld ætluðu sér að vera í fararbroddi á sviði betrunar með áherslu á uppbyggingu námsframboðs í fangelsum landsins. En forskotið sem Íslendingar höfðu um stund er löngu horfið, segir kennslustjórinn sem hefur séð um kennslu á Litla-Hrauni áratugum saman. „Við erum ekki lengur fremst í flokki,“ segir hann og bendir jafnframt á að yfirvöld í öðrum löndum séu fyrir nokkru búin að átta sig á hagkvæmni þess að nota nám sem betrun.Fangar þakklátir Helga Lind Hjartardóttir, námsráðgjafi Fjölbrautaskóla Snæfellinga, var líka í viðtali við Fréttablaðið. Hún sinnir föngum á Kvíabryggju í sjálfboðavinnu, á leiðinni heim eftir vinnu. Það eru fleiri dæmi um slíka góðvild í garð þess mikilvæga starfs sem nám í fangelsum svo sannanlega er. Fyrir það eru margir þakklátir enda hefur það hjálpað mörgum að takast á við lífið eftir afplánun í fangelsi. Inga Guðrún Kristjánsdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur, sem rannsakað hefur nám í fangelsum, sagði svo í viðtali við blaðið að við hreinlega stæðumst ekki kröfur alþjóðasamfélagsins, sem við hefðum skuldbundið okkur til. Undir þetta tekur Ingis Ingason, kennslustjóri á Litla-Hrauni. Það verður ekki mikið sterkara að orði kveðið, og full ástæða til að taka heilshugar undir með þeim sem hafa tjáð sig með svo afgerandi hætti í viðtölum við blaðamann Fréttablaðsins. Pólitísk stefnumótun í fangelsismálum hefur aldrei farið fram á Íslandi. Á fundi stjórnar Afstöðu með allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis á Litla-Hrauni í sumar var lagður grunnur að slíku samtali. Það sem meira er, það virtist sem samhljómur væri hjá stjórnmálamönnunum um mikilvægi þess að þeir mótuðu sjálfir stefnu í málaflokknum. Umfjöllun Fréttablaðsins að undanförnu um mikilvægi náms sem lið í að fækka endurkomum í íslensk fangelsi væri gott innlegg í slíka stefnumótun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur Fréttablaðið fjallað ítarlega um nám í fangelsum landsins. Allir viðmælendur blaðsins virðast sömu skoðunar um að nám sé besta leiðin til betrunar, minnki kostnað við fangelsiskerfið og fækki endurkomum í fangelsin. Þrátt fyrir það hefur staða námsráðgjafa við fangelsin nú verið skert úr því að vera 100% staða í að vera 50% starf. Eins og kom fram í viðtali við Ingis Ingason, kennslustjóra á Litla-Hrauni, er hvort sem er til lítils að vera með námsráðgjafa ef of litlu fé er varið til kennslu í fangelsum. Nauðsynlegt er að þróa enn frekar námsframboð í fangelsunum og þá sérstaklega með starfsnám í huga, líkt og gert er á Norðurlöndunum. Þá er mikilvægt að fangelsisyfirvöld semji við skólastofnanir um að þjónusta fangelsin, með sambærilegum hætti og Fjölbrautaskóli Suðurlands þjónustar fangelsin tvö á Suðurlandi. Umboðsmaður Alþingis benti á í drögum að nýlegri skýrslu sinni um Litla-Hraun að enn skorti þó á slíkar lausnir varðandi háskólanám, en að fyrirhugaður væri fundur milli fangelsisyfirvalda og menntamálaráðherra um lausn. Bendir umboðsmaður á í skýrsludrögum sínum að nám geti verið mikilvægur þáttur í endurhæfingu fanga. Um tíma leit út fyrir að íslensk yfirvöld ætluðu sér að vera í fararbroddi á sviði betrunar með áherslu á uppbyggingu námsframboðs í fangelsum landsins. En forskotið sem Íslendingar höfðu um stund er löngu horfið, segir kennslustjórinn sem hefur séð um kennslu á Litla-Hrauni áratugum saman. „Við erum ekki lengur fremst í flokki,“ segir hann og bendir jafnframt á að yfirvöld í öðrum löndum séu fyrir nokkru búin að átta sig á hagkvæmni þess að nota nám sem betrun.Fangar þakklátir Helga Lind Hjartardóttir, námsráðgjafi Fjölbrautaskóla Snæfellinga, var líka í viðtali við Fréttablaðið. Hún sinnir föngum á Kvíabryggju í sjálfboðavinnu, á leiðinni heim eftir vinnu. Það eru fleiri dæmi um slíka góðvild í garð þess mikilvæga starfs sem nám í fangelsum svo sannanlega er. Fyrir það eru margir þakklátir enda hefur það hjálpað mörgum að takast á við lífið eftir afplánun í fangelsi. Inga Guðrún Kristjánsdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur, sem rannsakað hefur nám í fangelsum, sagði svo í viðtali við blaðið að við hreinlega stæðumst ekki kröfur alþjóðasamfélagsins, sem við hefðum skuldbundið okkur til. Undir þetta tekur Ingis Ingason, kennslustjóri á Litla-Hrauni. Það verður ekki mikið sterkara að orði kveðið, og full ástæða til að taka heilshugar undir með þeim sem hafa tjáð sig með svo afgerandi hætti í viðtölum við blaðamann Fréttablaðsins. Pólitísk stefnumótun í fangelsismálum hefur aldrei farið fram á Íslandi. Á fundi stjórnar Afstöðu með allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis á Litla-Hrauni í sumar var lagður grunnur að slíku samtali. Það sem meira er, það virtist sem samhljómur væri hjá stjórnmálamönnunum um mikilvægi þess að þeir mótuðu sjálfir stefnu í málaflokknum. Umfjöllun Fréttablaðsins að undanförnu um mikilvægi náms sem lið í að fækka endurkomum í íslensk fangelsi væri gott innlegg í slíka stefnumótun.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun