Spegill, spegill… Hulda Bjarnadóttir skrifar 27. desember 2014 07:00 Það sem helst situr eftir á árinu eru fréttir af góðum fyrirtækjasölum, vöxtur sprotafyrirtækja var nokkuð áberandi og mörg þeirra náðu endurfjármögnun eða jafnvel góðri sölu á árinu. Jafnframt var horft á eftir íslenskum fyrirtækjum úr landi sem ekki höfðu tök á því að starfa innan hafta og sum eru enn að íhuga flutning. Þó fréttum við af hagstæðum viðsnúningi hjá nokkrum af stærstu fyrirtækjum landsins og má draga þá ályktun að fagleg, öguð vinnubrögð sem hluti af vönduðum stjórnarháttum, séu orðin viðtekin venja, fremur en undantekning í íslensku atvinnulífi.…eru enn neikvæðir En þá að mjög afmörkuðum þætti stjórnarháttanna sem tengjast fjölbreytni og kynjabreytunni. Árið 2014 var fyrsta heila rekstrarár í kynjakvótaðri stjórnarsetu en lög um kynjakvóta voru sett árið 2010 og tóku gildi haustið 2013. Ný rannsókn dr. Auðar Örnu Arnardóttur, lektors við HR, og dr. Þrastar Olafs Sigurjónssonar, dósents við viðskiptadeild HR, leiðir í ljós að afstaða kvenna til löggjafarinnar um kynjakvóta er orðin jákvæðari, hefur farið úr 58 prósentum í 77 prósent. Þrátt fyrir það eru um 58 prósent karlmanna, sem gegna stjórnarstörfum, enn neikvæðir í garð laga um kynjakvóta. Afstaða ungra karlmanna hefur haldist nokkuð óbreytt frá setningu laganna, þar sem þeir telja konurnar hefta aðgengi þeirra að stjórnarstörfum.Verslun á frísvæðinu Um leið og verslunarmenn fagna áherslum í fjárlagafrumvarpinu um lækkun vörugjalda, er ástæða til að vera vakandi yfir þróun verslunar hérlendis. Fjölgun ferðamanna hefur komið versluninni til góða og vonandi að þróunin verði með jákvæðum hætti. Og nú má spyrja hvort Isavia, sem rekið er af íslenska ríkinu, herði beina samkeppni við innlenda smásala eða hvort snúið verði frá þeirri þróun og fríhöfnin verði eingöngu tækifærisverslun ferðamanna. Þá geta þeir ferðamenn sem fara hér í gegn verslað, en ekki þeir sem eru á leið inn í landið. Verslanir í Leifsstöð njóta opinberrar meðgjafar í skatt- og tollleysi og geta því boðið lægra verð en verslanir sem taka á móti sömu ferðamönnunum úti um land allt. Í sumum vöruflokkum hefur fríhafnarverslun ríkisins náð allt að þriðjungi í markaðshlutdeild. Mikilvægt er að íslensk hönnun og framleiðsla á öllum sviðum fái rými og stuðning.Nýr lánaflokkur kvenna Að mati Byggðastofnunar eru jafnréttismál í víðu samhengi meðal allra brýnustu byggðamála. Fyrirtæki í eigu kvenna eða fyrirtæki sem stýrt er af konum eru í miklum minnihluta fyrirtækja í viðskiptum við fjármálafyrirtæki, einkum á landsbyggðinni. Því setti Byggðastofnun á laggirnar sérstakan lánaflokk fyrir fyrirtækjarekstur kvenna á árinu. Þrjár ástæður hafa einkum verið nefndar til stuðnings fyrirtækjarekstri kvenna. Í fyrsta lagi að að vinnumarkaður landsbyggðanna sé mjög karllægur, í öðru lagi að karlmenn séu ráðandi í stjórnun fyrirtækja og í þriðja lagi að lánareglur henti illa þeim fyrirtækjum sem konur eiga og reka.Staðan er 7:3 Og betur má ef duga skal á fleiri sviðum. Samkvæmt könnun sem Creditinfo framkvæmdi fyrir FKA í lok síðasta árs kom fram að konur eru um 30% viðmælenda í innlendum fréttum ljósvakamiðla. Samfélagsmyndin með jöfnu kynjahlutfalli sést ekki í fréttatengdu efni í ljósvakamiðlum hérlendis. Í dag er því unnið með ritstjórnum og eigendum fjölmiðlafyrirtækja, félagskonum, háskólasamfélaginu og rannsóknarfyrirtækjum í því að efla ásýnd kvenna í þeirri umfjöllun. Ætlun FKA á komandi ári er að spyrja áfram gagnrýnna spurninga og vinna að úrbótum, fræðslu og þjálfun, samhliða verkefnum og fundum sem vonandi skila sér í breyttum hugsunarhætti og vinnubrögðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir ársins 2014 Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Það sem helst situr eftir á árinu eru fréttir af góðum fyrirtækjasölum, vöxtur sprotafyrirtækja var nokkuð áberandi og mörg þeirra náðu endurfjármögnun eða jafnvel góðri sölu á árinu. Jafnframt var horft á eftir íslenskum fyrirtækjum úr landi sem ekki höfðu tök á því að starfa innan hafta og sum eru enn að íhuga flutning. Þó fréttum við af hagstæðum viðsnúningi hjá nokkrum af stærstu fyrirtækjum landsins og má draga þá ályktun að fagleg, öguð vinnubrögð sem hluti af vönduðum stjórnarháttum, séu orðin viðtekin venja, fremur en undantekning í íslensku atvinnulífi.…eru enn neikvæðir En þá að mjög afmörkuðum þætti stjórnarháttanna sem tengjast fjölbreytni og kynjabreytunni. Árið 2014 var fyrsta heila rekstrarár í kynjakvótaðri stjórnarsetu en lög um kynjakvóta voru sett árið 2010 og tóku gildi haustið 2013. Ný rannsókn dr. Auðar Örnu Arnardóttur, lektors við HR, og dr. Þrastar Olafs Sigurjónssonar, dósents við viðskiptadeild HR, leiðir í ljós að afstaða kvenna til löggjafarinnar um kynjakvóta er orðin jákvæðari, hefur farið úr 58 prósentum í 77 prósent. Þrátt fyrir það eru um 58 prósent karlmanna, sem gegna stjórnarstörfum, enn neikvæðir í garð laga um kynjakvóta. Afstaða ungra karlmanna hefur haldist nokkuð óbreytt frá setningu laganna, þar sem þeir telja konurnar hefta aðgengi þeirra að stjórnarstörfum.Verslun á frísvæðinu Um leið og verslunarmenn fagna áherslum í fjárlagafrumvarpinu um lækkun vörugjalda, er ástæða til að vera vakandi yfir þróun verslunar hérlendis. Fjölgun ferðamanna hefur komið versluninni til góða og vonandi að þróunin verði með jákvæðum hætti. Og nú má spyrja hvort Isavia, sem rekið er af íslenska ríkinu, herði beina samkeppni við innlenda smásala eða hvort snúið verði frá þeirri þróun og fríhöfnin verði eingöngu tækifærisverslun ferðamanna. Þá geta þeir ferðamenn sem fara hér í gegn verslað, en ekki þeir sem eru á leið inn í landið. Verslanir í Leifsstöð njóta opinberrar meðgjafar í skatt- og tollleysi og geta því boðið lægra verð en verslanir sem taka á móti sömu ferðamönnunum úti um land allt. Í sumum vöruflokkum hefur fríhafnarverslun ríkisins náð allt að þriðjungi í markaðshlutdeild. Mikilvægt er að íslensk hönnun og framleiðsla á öllum sviðum fái rými og stuðning.Nýr lánaflokkur kvenna Að mati Byggðastofnunar eru jafnréttismál í víðu samhengi meðal allra brýnustu byggðamála. Fyrirtæki í eigu kvenna eða fyrirtæki sem stýrt er af konum eru í miklum minnihluta fyrirtækja í viðskiptum við fjármálafyrirtæki, einkum á landsbyggðinni. Því setti Byggðastofnun á laggirnar sérstakan lánaflokk fyrir fyrirtækjarekstur kvenna á árinu. Þrjár ástæður hafa einkum verið nefndar til stuðnings fyrirtækjarekstri kvenna. Í fyrsta lagi að að vinnumarkaður landsbyggðanna sé mjög karllægur, í öðru lagi að karlmenn séu ráðandi í stjórnun fyrirtækja og í þriðja lagi að lánareglur henti illa þeim fyrirtækjum sem konur eiga og reka.Staðan er 7:3 Og betur má ef duga skal á fleiri sviðum. Samkvæmt könnun sem Creditinfo framkvæmdi fyrir FKA í lok síðasta árs kom fram að konur eru um 30% viðmælenda í innlendum fréttum ljósvakamiðla. Samfélagsmyndin með jöfnu kynjahlutfalli sést ekki í fréttatengdu efni í ljósvakamiðlum hérlendis. Í dag er því unnið með ritstjórnum og eigendum fjölmiðlafyrirtækja, félagskonum, háskólasamfélaginu og rannsóknarfyrirtækjum í því að efla ásýnd kvenna í þeirri umfjöllun. Ætlun FKA á komandi ári er að spyrja áfram gagnrýnna spurninga og vinna að úrbótum, fræðslu og þjálfun, samhliða verkefnum og fundum sem vonandi skila sér í breyttum hugsunarhætti og vinnubrögðum.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun