Inter hefur gengið frá því að svissneski landsliðsmaðurinn Xherdan Shaqiri leiki með liðinu til loka tímabilsins sem lánsmaður frá Þýskalandsmeisturum Bayern München.
Shaqiri, sem spilaði vel á HM í sumar, hefur fá tækifærið fengið með Bayern á tímabilinu og aðeins spilað þrjá deildarleiki sem byrjunarliðsmaður.
Inter hefur átt erfitt uppdráttar í ítölsku deildinni og er nú í ellefta sæti deildarinnar. Koma Shaqiri mun styrkja liðið en Inter fékk einnig framherjann Lukas Podolski að láni frá Arsenal á dögunum.
Shaqiri hefur verið orðaður við nokkur lið í ensku úrvalsdeildinni og er ekki talið útilokað að hann verði keyptur af einu þeirra í sumar eftir að lánssamningurinn rennur út. Liverpool, Arsenal og Stoke eru öll sögð hafa augastað á kappanum.
