Grikkir ósáttir við ætlað inngrip Þjóðverja Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. janúar 2015 19:00 Grikkir telja að Þjóðverjar séu að reyna að hafa áhrif á kosningar í landinu með yfirlýsingum um að evrusvæðið þoli vel útgöngu Grikklands úr myntsamstarfinu. Þýska vikuritið Der Spiegel greindi frá því um helgina að útganga Grikkja úr Efnahags- og myntbandalaginu væri möguleg ef vinstristjórn undir forystu Syriza flokksins kæmist til valda sem myndi ekki standa við aðhaldsaðgerðir í tengslum við tugmilljarða evru björgunarpakka sem Grikkir fengu frá Evrópusambandinu. Kosningar í Grikklandi eru fyrirhugaðar hinn 25. janúar. Spiegel sagði að þetta væri afstaða Angelu Merkel kanslara Þýskalands og Wolfgang Schäuble fjármálaráðherra því eftir breytingar á regluverki myntsamstarfsins væru smitáhrif vegna útgöngu Grikkja afar ósennileg. Fréttin lagðist afar illa í margra Grikki sem telja að Þjóðverjar séu með þessu að reyna að hafa áhrif á kosningarnar. „Þetta er hrakspárhneigð, sennilega til að stjórna atkvæðum okkar. Þeir leika þennan leik og við búumst auðvitað við því," segir hin 29 ára gamla Nikki Kaloudi við Reuters í Aþenu. Vasilis, annar íbúi Aþenu, telur að útganga Grikkja af evrusvæðinu skipti ekki máli í stóra samhengi hlutanna. „Ég held ekki að það væri vandamál að yfirgefa evrusvæðið, ég held að við yrðum í sama klúðri. Við erum á núlli, það getur ekki versnað. Við reynum að vinna okkur út úr þessu.“ Þá vilja sumir líkja inngripinu við einhvers konar fasisma. „Þetta er slæmt, mjög slæmt. Þetta er nokkurs konar fasismi. Þetta er eins og það sem við gengum í gegnum undir einræðisstjórninni." segir ellilífeyrisþeginn Nikos Laponikas. Taldar eru líkur á því að ný vinstristjórn muni falla frá áætlun sem var forsenda björgunarpakkans sem Grikkir fengu frá ESB. Hún felur í sér strangar aðhaldsaðgerðir í formi niðurskurðar ríkisútgjalda. Alexis Tsipras, formaður Syriza vinstriflokksins sem er talinn sigurstranglegastur í kosningunum, vill frá enn frekari lækkun á ríkisskuldum Grikklands og þar með ógna forsendum björgunarpakkans. „Vinstrið ógnar ekki Evrópu. Það er stefna Angelu Merkel sem ógnar Evrópu. Það er nýfrjálshyggjan sem ógnar Evrópu og afleiðingar hennar felast í frekari efnahagslegum aðskilnaði norðurs og suðurs í álfunni,“ segir Tsipras í samtali við Reuters. Grikkland Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Grikkir telja að Þjóðverjar séu að reyna að hafa áhrif á kosningar í landinu með yfirlýsingum um að evrusvæðið þoli vel útgöngu Grikklands úr myntsamstarfinu. Þýska vikuritið Der Spiegel greindi frá því um helgina að útganga Grikkja úr Efnahags- og myntbandalaginu væri möguleg ef vinstristjórn undir forystu Syriza flokksins kæmist til valda sem myndi ekki standa við aðhaldsaðgerðir í tengslum við tugmilljarða evru björgunarpakka sem Grikkir fengu frá Evrópusambandinu. Kosningar í Grikklandi eru fyrirhugaðar hinn 25. janúar. Spiegel sagði að þetta væri afstaða Angelu Merkel kanslara Þýskalands og Wolfgang Schäuble fjármálaráðherra því eftir breytingar á regluverki myntsamstarfsins væru smitáhrif vegna útgöngu Grikkja afar ósennileg. Fréttin lagðist afar illa í margra Grikki sem telja að Þjóðverjar séu með þessu að reyna að hafa áhrif á kosningarnar. „Þetta er hrakspárhneigð, sennilega til að stjórna atkvæðum okkar. Þeir leika þennan leik og við búumst auðvitað við því," segir hin 29 ára gamla Nikki Kaloudi við Reuters í Aþenu. Vasilis, annar íbúi Aþenu, telur að útganga Grikkja af evrusvæðinu skipti ekki máli í stóra samhengi hlutanna. „Ég held ekki að það væri vandamál að yfirgefa evrusvæðið, ég held að við yrðum í sama klúðri. Við erum á núlli, það getur ekki versnað. Við reynum að vinna okkur út úr þessu.“ Þá vilja sumir líkja inngripinu við einhvers konar fasisma. „Þetta er slæmt, mjög slæmt. Þetta er nokkurs konar fasismi. Þetta er eins og það sem við gengum í gegnum undir einræðisstjórninni." segir ellilífeyrisþeginn Nikos Laponikas. Taldar eru líkur á því að ný vinstristjórn muni falla frá áætlun sem var forsenda björgunarpakkans sem Grikkir fengu frá ESB. Hún felur í sér strangar aðhaldsaðgerðir í formi niðurskurðar ríkisútgjalda. Alexis Tsipras, formaður Syriza vinstriflokksins sem er talinn sigurstranglegastur í kosningunum, vill frá enn frekari lækkun á ríkisskuldum Grikklands og þar með ógna forsendum björgunarpakkans. „Vinstrið ógnar ekki Evrópu. Það er stefna Angelu Merkel sem ógnar Evrópu. Það er nýfrjálshyggjan sem ógnar Evrópu og afleiðingar hennar felast í frekari efnahagslegum aðskilnaði norðurs og suðurs í álfunni,“ segir Tsipras í samtali við Reuters.
Grikkland Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira