Figo ætlar að keppa við Blatter og Ginola um forsetastól FIFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2015 08:45 Luis Figo og eiginkona hans Helen Svedin. Vísir/Getty Forsetakosningarnar hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, verða athyglisverðar nú þegar hver gamlir heimsfrægir fótboltamenn eru farnir að bjóða sig fram gegn núverandi formanni Sepp Blatter. Portúgalinn Luis Figo hefur nú ákveðið að bjóða sig fram gegn Sepp Blatter en áður hafði Frakkinn David Ginola tilkynnt um framboð sitt. Hinn 78 ára gamli Sepp Blatter hefur verið forseti FIFA frá 1998 og vill nú vinna sér inn fimmta kjörtímabil sitt í forsetastólnum. Fyrir framboð Luis Figo voru nokkrir búnir að bjóða sig fram gegn Blatter. Frakkarnir David Ginola og Jerome Champagne, Alí prins af Jórdan og Michael van Praag, forseti hollenska knattspyrnsambandisins. Luis Figo er 42 ára gamall, og var kosinn besti knattspyrnumaður heims árið 2001 og besti knattspyrnumaður Evrópu árið 2000. Figo lék á sínu bestu árum sem knattspyrnumaður með bæði Barcelona og Real Madrid en það mikla athygli þegar Real Madrid keypti hann frá Barcelona sumarið 2000 og gerði hann um leið að dýrasta knattspyrnumanni heims. „Fótboltinn hefur gefið mér svo mikið í mínu lífi og ég vil gefa fótboltanum eitthvað til baka," sagði Luis Figo í viðtali við CNN. „Ég horfi á orðspor FIFA í dag og ég er ekki hrifinn. Fótboltinn á betra skilið. Á síðustu vikum, mánuðum og jafnvel árum þá hef ég séð ímynd knattspyrnunnar spillast. Ég tala reglulega við margt fólk innan fótboltans og fullt af þessu fólki segir mér að eitthvað þurfi að gerast," sagði Figo í fyrrnefndu viðtali. Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea og landi Figo, er einn af þeim sem hefur þegar stutt hann opinberlega. FIFA Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest Sjá meira
Forsetakosningarnar hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, verða athyglisverðar nú þegar hver gamlir heimsfrægir fótboltamenn eru farnir að bjóða sig fram gegn núverandi formanni Sepp Blatter. Portúgalinn Luis Figo hefur nú ákveðið að bjóða sig fram gegn Sepp Blatter en áður hafði Frakkinn David Ginola tilkynnt um framboð sitt. Hinn 78 ára gamli Sepp Blatter hefur verið forseti FIFA frá 1998 og vill nú vinna sér inn fimmta kjörtímabil sitt í forsetastólnum. Fyrir framboð Luis Figo voru nokkrir búnir að bjóða sig fram gegn Blatter. Frakkarnir David Ginola og Jerome Champagne, Alí prins af Jórdan og Michael van Praag, forseti hollenska knattspyrnsambandisins. Luis Figo er 42 ára gamall, og var kosinn besti knattspyrnumaður heims árið 2001 og besti knattspyrnumaður Evrópu árið 2000. Figo lék á sínu bestu árum sem knattspyrnumaður með bæði Barcelona og Real Madrid en það mikla athygli þegar Real Madrid keypti hann frá Barcelona sumarið 2000 og gerði hann um leið að dýrasta knattspyrnumanni heims. „Fótboltinn hefur gefið mér svo mikið í mínu lífi og ég vil gefa fótboltanum eitthvað til baka," sagði Luis Figo í viðtali við CNN. „Ég horfi á orðspor FIFA í dag og ég er ekki hrifinn. Fótboltinn á betra skilið. Á síðustu vikum, mánuðum og jafnvel árum þá hef ég séð ímynd knattspyrnunnar spillast. Ég tala reglulega við margt fólk innan fótboltans og fullt af þessu fólki segir mér að eitthvað þurfi að gerast," sagði Figo í fyrrnefndu viðtali. Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea og landi Figo, er einn af þeim sem hefur þegar stutt hann opinberlega.
FIFA Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest Sjá meira