25 stórmeistarar skráðir til leiks Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. janúar 2015 13:36 Agnar Tómas Möller, fyrir hönd Gamma, Friðrik Ólafsson og Gunnar Björnsson við undrirritun samningsins. mynd/skáksamband íslands Í dag, 26. janúar, er skákdagurinn haldinn hátíðlegur á Íslandi. Honum var valinn þessi tími árið 2012 þar sem þetta er fæðingardagur Friðriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara Íslands í skák. Í tilefni dagsins undirrituðu Skáksamband Íslands og GAMMA samning þess efnis að GAMMA verði aðalstyrktaraðili Reykjavíkurskákmótsins næstu fjögur ár. Mótið fer fram dagana 10.-18. mars næstkomandi í Hörpu. Við sama tilefni var nýtt merki mótsins afhjúpað. Nú þegar hafa 25 stórmeistarar skráð sig til leiks á Reykjavíkurskákmótinu og líklegt að þeim muni fjölga áður en það hefst. Sá þekktasti er aserski ofurstórmeistarinn Shakhriyar Mamedyarov sem í augnablikinu er þrettándi sterkasti skákmaður heimsins. „Öflugur stuðningur GAMMA tryggir mótinu áframhaldandi umgjörð við hæfi. Áherslur félagsins á fagmennsku og árangur falla vel að framtíðarsýn Skáksambandsins, sem væntir góðs af samstarfinu ekki síst varðandi mótið í ár og 80 ára afmælismót Friðriks Ólafssonar,“ segir Gunnar Björnsson, forseti Skáksambandsins. Metþátttaka var í fyrra þegar 255 skákmenn frá 35 löndum tóku þátt á Reykjavíkurskákmótinu. Mótið nýtur mikillar virðingar og var í fyrra valið næst besta opna skákmót heims af samtökum atvinnuskákmanna en mörg hundruð opin mót eru haldin um allan heim á hverju ári. Reykjavíkurskákmótið Skák Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Sjá meira
Í dag, 26. janúar, er skákdagurinn haldinn hátíðlegur á Íslandi. Honum var valinn þessi tími árið 2012 þar sem þetta er fæðingardagur Friðriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara Íslands í skák. Í tilefni dagsins undirrituðu Skáksamband Íslands og GAMMA samning þess efnis að GAMMA verði aðalstyrktaraðili Reykjavíkurskákmótsins næstu fjögur ár. Mótið fer fram dagana 10.-18. mars næstkomandi í Hörpu. Við sama tilefni var nýtt merki mótsins afhjúpað. Nú þegar hafa 25 stórmeistarar skráð sig til leiks á Reykjavíkurskákmótinu og líklegt að þeim muni fjölga áður en það hefst. Sá þekktasti er aserski ofurstórmeistarinn Shakhriyar Mamedyarov sem í augnablikinu er þrettándi sterkasti skákmaður heimsins. „Öflugur stuðningur GAMMA tryggir mótinu áframhaldandi umgjörð við hæfi. Áherslur félagsins á fagmennsku og árangur falla vel að framtíðarsýn Skáksambandsins, sem væntir góðs af samstarfinu ekki síst varðandi mótið í ár og 80 ára afmælismót Friðriks Ólafssonar,“ segir Gunnar Björnsson, forseti Skáksambandsins. Metþátttaka var í fyrra þegar 255 skákmenn frá 35 löndum tóku þátt á Reykjavíkurskákmótinu. Mótið nýtur mikillar virðingar og var í fyrra valið næst besta opna skákmót heims af samtökum atvinnuskákmanna en mörg hundruð opin mót eru haldin um allan heim á hverju ári.
Reykjavíkurskákmótið Skák Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Sjá meira