25 stórmeistarar skráðir til leiks Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. janúar 2015 13:36 Agnar Tómas Möller, fyrir hönd Gamma, Friðrik Ólafsson og Gunnar Björnsson við undrirritun samningsins. mynd/skáksamband íslands Í dag, 26. janúar, er skákdagurinn haldinn hátíðlegur á Íslandi. Honum var valinn þessi tími árið 2012 þar sem þetta er fæðingardagur Friðriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara Íslands í skák. Í tilefni dagsins undirrituðu Skáksamband Íslands og GAMMA samning þess efnis að GAMMA verði aðalstyrktaraðili Reykjavíkurskákmótsins næstu fjögur ár. Mótið fer fram dagana 10.-18. mars næstkomandi í Hörpu. Við sama tilefni var nýtt merki mótsins afhjúpað. Nú þegar hafa 25 stórmeistarar skráð sig til leiks á Reykjavíkurskákmótinu og líklegt að þeim muni fjölga áður en það hefst. Sá þekktasti er aserski ofurstórmeistarinn Shakhriyar Mamedyarov sem í augnablikinu er þrettándi sterkasti skákmaður heimsins. „Öflugur stuðningur GAMMA tryggir mótinu áframhaldandi umgjörð við hæfi. Áherslur félagsins á fagmennsku og árangur falla vel að framtíðarsýn Skáksambandsins, sem væntir góðs af samstarfinu ekki síst varðandi mótið í ár og 80 ára afmælismót Friðriks Ólafssonar,“ segir Gunnar Björnsson, forseti Skáksambandsins. Metþátttaka var í fyrra þegar 255 skákmenn frá 35 löndum tóku þátt á Reykjavíkurskákmótinu. Mótið nýtur mikillar virðingar og var í fyrra valið næst besta opna skákmót heims af samtökum atvinnuskákmanna en mörg hundruð opin mót eru haldin um allan heim á hverju ári. Reykjavíkurskákmótið Skák Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Sjá meira
Í dag, 26. janúar, er skákdagurinn haldinn hátíðlegur á Íslandi. Honum var valinn þessi tími árið 2012 þar sem þetta er fæðingardagur Friðriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara Íslands í skák. Í tilefni dagsins undirrituðu Skáksamband Íslands og GAMMA samning þess efnis að GAMMA verði aðalstyrktaraðili Reykjavíkurskákmótsins næstu fjögur ár. Mótið fer fram dagana 10.-18. mars næstkomandi í Hörpu. Við sama tilefni var nýtt merki mótsins afhjúpað. Nú þegar hafa 25 stórmeistarar skráð sig til leiks á Reykjavíkurskákmótinu og líklegt að þeim muni fjölga áður en það hefst. Sá þekktasti er aserski ofurstórmeistarinn Shakhriyar Mamedyarov sem í augnablikinu er þrettándi sterkasti skákmaður heimsins. „Öflugur stuðningur GAMMA tryggir mótinu áframhaldandi umgjörð við hæfi. Áherslur félagsins á fagmennsku og árangur falla vel að framtíðarsýn Skáksambandsins, sem væntir góðs af samstarfinu ekki síst varðandi mótið í ár og 80 ára afmælismót Friðriks Ólafssonar,“ segir Gunnar Björnsson, forseti Skáksambandsins. Metþátttaka var í fyrra þegar 255 skákmenn frá 35 löndum tóku þátt á Reykjavíkurskákmótinu. Mótið nýtur mikillar virðingar og var í fyrra valið næst besta opna skákmót heims af samtökum atvinnuskákmanna en mörg hundruð opin mót eru haldin um allan heim á hverju ári.
Reykjavíkurskákmótið Skák Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent