Aðeins tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt. NY Knicks og Miami Heat í stuði.
Carmelo Anthony var í sérstaklega miklu stuði í liði Knicks en hann skoraði 31 stig í tólf stiga sigri liðsins gegn Lakers.
Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir sinn leik í vetur og meðal annars fengið að heyra að hann sé orðinn of gamall. Hann reyndi að svara því í nótt. 18 af þessum 31 stigum komu í þriðja leikhluta.
Bæði lið hafa valdið vonbrigðum með sínum leik í vetur.
Hassa Whiteside átti svo flottan leik fyrir Miami og skoraði 20 stig í sigri á Boston. Whiteside tók líka níu fráköst fyrir Miami.
Úrslit:
Boston-Miami 75-83
NY Knicks-LA Lakers 94-80
Anthony afgreiddi Lakers

Mest lesið







Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn


Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“
Íslenski boltinn

Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar
Enski boltinn