Hann er með samning við bílaframleiðandann sem er farinn að ryðja sér til rúms á lúxusbílamarkaðnum. Neytendur eru ekki enn að kaupa þá hugmynda að KIA geti verið lúxusbíll og salan á bílnum því engin.
Þá þurfa menn að vera hugmyndaríkir. Það eru strákarnir hjá KIA. Á markaðinn er að koma sérstök King James-lína af bílnum. Fyrir þá sem hafa verið í dái lengi þá kallar LeBron sig King James.
NBA er einnig með samning við KIA sem og Blake Griffin, stjarna LA Clippers.
Hér að neðan má sjá KIA-auglýsingu með LeBron og mynd af merkinu sem verður á King James-útgáfunni.
