Búið er að kalla út björgunarsveitir á Suðurlandi til að fara og aðstoða ökumenn á Hellisheiði. Þrír flutningabílar sitja fastir í Kömbunum, þá fór póstflutningabíll út af veginum auk þess sem fjöldi fólksbíla situr fastur.
Hellisheiði hefur nú verið lokað frá Hveragerði að Þrengslavegamótum en mjög lítið skyggni gerir ökumönnum erfitt um vik.
